27. jún. 2015

Maraþonmæðgur

Ég hef gaman að Maraþonmæðgunum sem eru að kynna Reykjavíkur maraþonið í ár.  Er búin að horfa á öll vídeó-in og flissa af þessum vitleysingum, snillingar.  

Í morgun fór ég í langa laugardagstúrinn minn að venju.  Byrjaði með bóndanum en hleypti honum svo á fulla fart meðan ég naut þess að rúlla þetta þægilega í blíðunni eftir strembna keppnisviku og 3 Esjur...

Í því sem ég hleyp fram hjá Kaffi Vest mæti ég Maraþon móðurinni á hlaupum!  Ég var bara smá star-struck og sagði eitthvað bjánalegt eins og 'Áfram Maraþonmæðgur!...'   Mehh... 

En svo fór ég að hugsa hvað það væri gaman að vera 'Maraþonmæðgur'.  Við mamma áttum báðar frekar strembin vetur og þurfum að skerpa á matarræði og hreyfingu til að komast aftur í topp form.  

Á leiðinni heim var ég í huganum búin að skrá okkur mömmu í RM, búin að setja upp síðu á Hlaupastyrkur.is fyrir okkur til að safna fyrir sumarbúðirnar í Reykjadal (af því við erum svo heppnar að hafa eignast samtals 8 heilbrigð börn) og byrjuð að taka skemmtileg vídeó af þjálfuninni.  Alveg komin á flug...

Mamma kom í kaffi áðan og ég sagði henni frá þessari snilldarhugmynd með ástríðu og handahreyfingum til að sannfæra hana.  'Já auðvitað, ég er til!'.

Má ég kynna... Team Skarpaas.  Við ætlum að rústa þessu!!!  Eða bara skemmta okkur rosalega vel á ferðalaginu og verða aðeins betri á morgun en í gær  :) 


25. apr. 2015

Einu sinni var ég plebbi

Ég viðurkenni að hér áður fyrr þá stóð ég mig stundum að því að hugsa 'Hva, getur þetta listamannalið ekki bara séð um sig sjálft!'.   Ætli ég það hafi ekki verið á þeim tíma sem ég kaus Sjálfstæðisflokkinn...  Já, já, batnandi fólki og allt það.

Ætli það stafi ekki af smá öfund þegar fólk hugsar svona?  Listamenn eru með aðra forgangsröðun en hinn almenni plebbi.  Það skiptir meira máli að fylgja hjartanu en að eignast eitthvað drasl.  Af hverju eigum við ábyrgðarfulla fólkið að styðja við þá sem gera bara það sem þau elska að gera og við fáum að njóta, á meðan við erum að streða... af því að við veljum það?  Hmmm... 

Súrt væri lífið án tónlistar.  Ég er svo lánsöm að vinna með fullt af listamönnum og snillingum, meðal annars henni Heiðu.  Ég las grein um hana í Fréttablaðinu um daginn en ég hafði ekki hugmynd að hún væri tónlistarmaður.  En það sem ég vissi var að hún er einstök og bætir lífið hjá öllum sem eru nálægt henni með fallega brosinu sínu.  

Mitt helsta framlag til tónlistarsögu Íslands er að ég tók þátt í nafna-samkeppni þegar velja átti nafn á nýtt tónlistarhús í Reykjavík.  Ég las auglýsinguna, gekk rakleitt að tölvunni minni og skrifaði tölvupóst:

Mín tillaga er 'Harpa'.  

Rökstuðningur:
  • Harpa er hljómfagurt kvenmannsnafn sem allir þekkja.
  • Harpa er heiti á hljóðfæri sem passar náttúrulega einstaklega vel.
  • Harpa er eitt af gömlu heitunum á mánuðunum okkar og skemmtileg vísan í gamlar hefðir.
  • Harpa fallbeygist í Hörpu og þá fáum við líka sér-íslenskan staf í nafnið.
Mörgum mánuðum og svo sem einu hruni síðar fékk ég sent viðurkenningarskjal og glaðning:


En tónlistarhús er ekkert án tónlistarmanna.  Ef ég hef einhvern tímann gert eitthvað fyrir einhvern sem langar til að 'Pay it forward' þá er upplagt að kíkja á síðuna hennar Heiðu og kaupa svo sem eins og eitt lag af henni fyrir nokkra dollara svo hún finni stuðning og fái innblástur í að semja meira.

'Heiða heldur tónleika í Hörpu...' hljómar nú doldið vel er það ekki?

4. apr. 2015

Páskahugvekja trúleysingjans

"Hvað ætlarðu að gera í páskafríinu?"  Akkúrat það, vera í páskafríi.  Ég ætla ekki að gera neitt sem ég þarf ekki að gera, bara dóla mér, hvíla mig, hlaupa og slaka á.  Og reyndu bara að segja mér að drífa mig að gera eitthvað eða 'Við verðum að nýta daginn...'.  Og þetta er búið að vera besta páskafrí í heimi.  

Í gærmorgun lögðum við hjónin af stað í langan hlaupatúr.  Þegar við erum rétt komin að brúnni yfir Miklubraut sjáum við mann koma skjögrandi í áttina að okkur, greinilega ofurölvi.  Við erum rétt komin framhjá honum þegar heyrist mikill dynkur og við sjáum að hann hefur dottið beint á nefið.  

Eitt sekúndubrot vissi ég ekki hvað ég ætti að gera, maður er hálf óöruggur og hræddur við svona drukkið fólk, en snéri svo við og hugaði að manninum.  Þetta var útlendingur, geri ráð fyrir að hann hafi verið verkamaður frá Austur-Evrópu og þegar ég spyr hann hvort það sé í lagi með hann þá endurtekur hann í sífellu 'I'm sorry... I'm sorry...'.  Ég horfði í augun á honum og sagði að þetta væri allt í lagi 'It's OK', kallaði á Þórólf og saman náðum við að hjálpa honum á fætur.  Hann var svo valtur á fótunum að ég þorði ekki að sleppa honum strax og reyndi að fá upp úr honum hvert hann ætlaði.  Það eina sem hann sagði var 'I'm sorry'.  Þá vorkenndi ég honum svo mikið að ég knúsaði hann og þvílíkt knús, hann ætlaði aldrei að sleppa mér.  Þegar hann loksins sleppti tautaði hann eitthvað og tók nokkur skref í áttina að Þórólfi sem hálf hörfaði undan en þá vildi hann bara knúsa hann líka.  'Thank you... Thank you... I'm sorry....'   Og svo knúsaði hann mig aftur, rosalega fast.

Við horfðum á eftir honum labba inní hverfi, snérum við og gáðum hvort það væri ekki örugglega í lagi með hann.  Hugsuðum um hvað við ættum það gott.  Svo hlupum inn í Kópavog og í tilefni dagsins tókum við Himnastigann og það fjórum sinnum.  Okkar eigið píslarhlaup.  

Í dag var planið að taka æfingu í höllinni en á leiðinni sagði kroppurinn minn mér að hann væri ekki í stuði og þyrfti rólegheit eftir átök síðustu daga.  Kyssti karlinn bless og hljóp áfram niðrí bæ.  Á leiðinn var ég að hugsa um fyrirlestur sem ég fór á með honum Þorgrími Þráinssyni og hafði gagn og gaman af.  Hann talaði um mikilvægi þess að passa uppá að gera góðverk reglulega, hann talaði án þess að hafa glærur (tek mér það til fyrirmyndar næst) og hann sagð meira að segja 'Maður þarf að vanda sig svolítið við lífið...'.  Það fannst mér gaman en fyrirlesturinn minn heitir einmitt 'Að vanda sig við lífið'.

Í því að ég er að hugsa þetta, hleyp ég fram á tvær konur með kort, greinilega týndar.  Ég hugsaði með mér að þetta væri akkúrat dagurinn og hlaupið til að stoppa og hjálpa til ef ég gæti.  Þær voru á leiðinni í Laugardalinn og ég vísaði þeim í rétta átt og kvaddi.  Áfram niðrí bæ og datt í hug að hlaupa að Hallgrímskirkju af því Lilja var nýbúin að mála mynd af henni.   



Niður Skólavörðustíginn, í besta skapinu mínu og framhjá Kaffitári.  Situr ekki Þorgrímur Þráinsson við gluggann og sem ég er að hlaupa framhjá hugsa ég með mér að alla jafna myndi ég bara halda áfram en í dag er öðruvísi dagur og þá ætla ég að haga mér öðruvísi.  Snéri við, skottaðist inn og pikkaði í hann og þakkaði fyrir fyrirlesturinn um daginn.  'Þetta er svona öðruvísi dagur hjá mér...' Thí hí, vandræðalegt.   

'Eva, ert þetta þú að áreita gestina :)'  Situr ekki á næsta borði ný vinkona mín sem er kaffibarþjónn og svo miklu, miklu meira í Nýherjabyggingunni, sennilega eitt vel heppnaðasta eintak af manneskju sem orðið hefur á vegi mínum.  Græddi gæðaknús og hélt svo áfram niður að Tjörn.  Við Fríkirkjuna fann ég næsta fórnarlamb, mann með kort, klórandi sér í hausnum.  Vísaði honum veginn að BSÍ.  

Nú vantaði mig bara einn enn til að ná þremur, því góðverk eru eins og rósir.  Enginn í vandræðum.  Hljóp aftur upp Laugaveginn og þegar ég nálgast Hlemm sé ég mann á kaffihúsi sem horfir út um gluggann og beint á mig.  Hann er svona milli sextugs og sjötugs, með hvítt hár og skegg og situr með eldri konu sér við hlið.  Hann horfir á mig eins og bara hlauparar horfa á aðra hlaupara þegar þeir eru ekki að hlaupa sjálfir en vildu óska þess að þeir væru það.   Ég horði til baka á hann eins og hlaupari sem er að hlaupa, sem sér hlaupara sem getur ekki hlaupið, finnur til með honum og er í leiðinni þakklátur.  Sendi mitt fallegasta bros og þegar ég fór framhjá snéri hann sér við og veifaði.  Allt er þegar þrennt er.  

3. apr. 2015

Akkerið í ólgusjónum

Enn eina ferðina tók ég ákvörðun um að henda mér út í djúpu laugina þegar ég var búin að koma mér svona líka vel fyrir í heita pottinum.

Eftir tæplega tveggja ára starfsferil hjá Betware, þar sem ég get með sanni sagt að ég blómstraði, bæði félagslega og í starfi, sagði ég upp störfum þegar mér bauðst spennandi tækifæri á nýjum stað. Það var langt frá því að vera auðveld ákvörðun en núna eftir tvær vikur hjá Tempo er ég fullviss um að ákvörðunin var góð.  Ég er reyndar eins og barinn harðfiskur þegar ég kem heim á daginn, hausinn á milljón við að tileinka sér nýja hluti en það er góð þreyta, ekki vond og ég hlakka til að fara í vinnuna og reyna að leysa þær þrautir sem liggja fyrir hvern dag.

Í atinu er tvennt sem er algjörlega lífsnauðsynlegt fyrir mig að sinna af alúð meðfram breytingunum.  Annars vegar hlaupin og ég er búin að vera hörkudugleg að mæta á allar æfingar og taka vel á því líkamlega þegar kollurinn er bensínlaus.  Ég er líka búin að stofna nýjan hlaupahóp í vinnunni eða réttara sagt í hverfinu, Tempo hlaup, ásamt félaga mínum, honum Indriða (á ég að gera það?).  Við erum komin með yfir 20 Facebook meðlimi, þar af eru 5 orðnir virkir.   Við hlaupum upp á Klambratún, niðrí bæ að Tjörninni og ég hlakka til að fara með hópinn inní Laugardal og kynna þau fyrir sprettunum hans Gunna Palla!

Hins vega þarf að stunda núvitund og ein besta leiðin til þess er að sinna flóknu prjónaverkefni.  Nú er komin tími á peysu update, ég eftir eina ermi, samsteningu og kantinn  ;)

Vika 8

Bakstykkið

Framstykkin

Og önnur ermin... :)

29. mar. 2015

Þvílík móðgun...

Ég á fjóra eldri bræður og ég velti því stundum fyrir mér hvernig mamma lifði af uppeldisárin.  Fjórir gaurar fæddir á fimm árum, engir peningar til og það sem er mér óskiljanlegast, hún átti ekki einu sinni þvottavél!  Og ég segi viljandi 'hún'.

Um það leyti sem ég kom í heiminn eða þar um bil, en þá voru stákarnir ca. 9-14 ára, bjuggum við nýbyggingu í norðanverðum Laugarásnum.   Húsið var með útsýni yfir Esjuna og höfnina, sem þá var verið að byggja upp.  Hafnarsvæðið var uppáhaldsleiksvæði hjá krökkunum og af sögunum sem ég hef heyrt stórhættulegt, enda engin Herdís Storgaard að passa uppá börnin okkar í þá daga.

Eitt skiptið komu stákarnir heim með drulluskítuga samfestinga sem þeir fundu niður á höfn, allir út í olíu og ógeði, en þeir voru skildir eftir af verkamönnum með öðru sorpi.  Bræðrum mínum þótti mikið sport að dressa sig upp í þessari múnderingu og spígspora um bæinn.

Einn daginn var mamma að sýsla í eldhúsinu og verður litið út um gluggann.  Hún sér gamla konu sem greinilega er á leið úr mjólkurbúðinni með mjólkurfernur í mjólkurnetinu sína, rölta í áttina að Badda bróður í ógeðsdressinu og gefa sig á tal við hann.   Eftir nokkra stund tekur hún sig til, sveiflar netinu með mjólkurfernunnum og slær bróður minn kaldan í jörðina.  Mamma stekkur út, hleypur til þeirra og spyr hvað í ósköpunum gangi á?

'Það kemur þér ekkert við!' segir sú gamla.  Mamma segir það ekki rétt, hún sé móðir drengsins sem liggi í götunni.  Þá snýr sú gamla uppá sig og rýkur í burtu.  

Þegar Baddi rankar við sér og mamma fer að spyrja hann út í atburðarásina þá kemur í ljós að sú gamla hafði skammast yfir útganginum á honum og spurt hann hvar í ósköpunum hann hefði fengið þessa múnderingu.

Baddi bróðir svaraði: 'Í Herradeild PÓ!'.


Herradeild PÓ var flottasta tískuverlsunin í bænum, meira um það hér!



12. feb. 2015

Taka tvö

Ég lifi og hrærist í umhverfi þar sem allt gengur út á 'continuous improvement', stöðugar framfarir og að draga lærdóm af síðasta verkefni.  Það gaf því auga leið að eftir frumraunina, með öllum þeim mistökum sem ég gerði, þá var ekkert annað í stöðunni en að leggja í töku tvö.  Ætli ég sé ekki svona þrisvar sinnum fljótari núna, er með munstrið í puttunum og kollinum.  Þessi peysa verður í ljósum lit úr garni sem er ullarblanda og hún á að vera aðeins síðari en ekki síðri en sú fyrsta.  

Vika 1.




10. feb. 2015

I'm a runner

The date is May 7th 2002.  I sneak out at the crack of dawn and run/walk a 2k route around my neighborhood, my first run... ever.   A colleague of mine had somehow, with her supernatural powers, managed to convince me that even I could run.  I was thirty years old, had never done any kind of sports, been overweight all my life, smoked two packs a day for years and to put it simple, really excelled at self destruction in any way shape or form...

When I got back home I wrote down the distance and the time in a little notebook, as she had suggested.  The next day I did it again and the day after that.  A few days later I ran a little further.  I got huge blisters on the insoles of both my feet and after two weeks of running in my old trainers, I bought my very first pair of running shoes.  Another round of blisters and a couple of weeks later after inserting new orthotics, I went through round three, the final round.  I had heard somewhere that if you kept at it for six weeks you would become a runner and that was something I really wanted.  I didn't question it,  I never looked back and I never considered quitting.

I remember when I bought my first pair of running tights and I was too embarrassed to wear them.  I stuffed them in the back of my closet.  A few weeks later I visited my brother in the country and tried them out where no one knew me.  I still have them. 

I will never forget my first race.  My goal was to run a sub 60 minute 10k, which I did, the time 54:39.  Later that year I ran a sub 50 (48:46).  In the final stretch a girl passed me and beat me by 2 seconds.  I still remember the feeling and I wowed I would NEVER let it happen again.  A week later I placed second in a race and experienced my first time on the podium.  I didn't touch the ground for days.  Once you have had a taste of the podium it is irresistible.

I have participated in 272 races, running, cycling, bi- and  triathlons and raced my way to the podium in most of them.  I have been the national champion in 5000 m, 10 km road racing, cross-country running, in an ultra marathon 55k, bicycle road racing and set a new national record in half Iron man triathlon distance.   I have run three marathons, the last one on my birthday in 2008 where I ran a PB 3:09 and placed 5th on the all time Icelandic female marathon top finisher list.  Winning the Laugavegur Ultra 55k that same year is probably my sweetest victory to date.  I‘m very fortunate to be married to a runner, who understands what it‘s all about.

In the last twelve and a half years I have run 26.517 km or approximately 70% of the Earths circumference (38.600 km :) and I plan to complete the distance before I‘m fifty.  Then I‘ll start round two.   I have had some injuries, none that were serious.  I was diagnosed with a herniated spinal disc a few years ago, running helps me keep it in check so it doesn't affect my quality of life.  I have run my way through 6 pregnancies, four miscarriages, two full term and given birth to two amazing human beings in record time.  Today I am 43 years old and weigh exactly forty kilos less than twenty years ago.

Running has taught me that you reap what you sow and that is a valuable lesson.  Through running I have met the people I admire the most in life and the least.  It‘s good to be able to recognize both.  I wouldn't be the person I am today if it wasn't for running and I like the person I see in the mirror every morning and I make sure I care for her. 

Who am I?  I‘m a daughter, sister, mother, wife, friend, acquaintance, good, bad, naughty, funny, a winner and so much more.

And yes, I‘m a runner.