Enn eina ferðina tók ég ákvörðun um að henda mér út í djúpu laugina þegar ég var búin að koma mér svona líka vel fyrir í heita pottinum.
Eftir tæplega tveggja ára starfsferil hjá Betware, þar sem ég get með sanni sagt að ég blómstraði, bæði félagslega og í starfi, sagði ég upp störfum þegar mér bauðst spennandi tækifæri á nýjum stað. Það var langt frá því að vera auðveld ákvörðun en núna eftir tvær vikur hjá Tempo er ég fullviss um að ákvörðunin var góð. Ég er reyndar eins og barinn harðfiskur þegar ég kem heim á daginn, hausinn á milljón við að tileinka sér nýja hluti en það er góð þreyta, ekki vond og ég hlakka til að fara í vinnuna og reyna að leysa þær þrautir sem liggja fyrir hvern dag.
Í atinu er tvennt sem er algjörlega lífsnauðsynlegt fyrir mig að sinna af alúð meðfram breytingunum. Annars vegar hlaupin og ég er búin að vera hörkudugleg að mæta á allar æfingar og taka vel á því líkamlega þegar kollurinn er bensínlaus. Ég er líka búin að stofna nýjan hlaupahóp í vinnunni eða réttara sagt í hverfinu, Tempo hlaup, ásamt félaga mínum, honum Indriða (á ég að gera það?). Við erum komin með yfir 20 Facebook meðlimi, þar af eru 5 orðnir virkir. Við hlaupum upp á Klambratún, niðrí bæ að Tjörninni og ég hlakka til að fara með hópinn inní Laugardal og kynna þau fyrir sprettunum hans Gunna Palla!
Hins vega þarf að stunda núvitund og ein besta leiðin til þess er að sinna flóknu prjónaverkefni. Nú er komin tími á peysu update, ég eftir eina ermi, samsteningu og kantinn ;)
Vika 8
Bakstykkið
Framstykkin
Og önnur ermin... :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli