Ég æfi oftast ein á mínum hraða. Þannig hefur það verið í gegnum árin. Er annað hvort aðeins hraðari eða aðeins hægari en hlaupafélagarnir. Ég kann því bara vel, er mjög öguð og held mig við formúlur. En... það er svo gaman að æfa með einhverjum og nú í haust hef ég einmitt fengið að hlaupa með félaga og þegar hún fór fram úr mér í getu þá fylgdi ég eftir og jók æfingaálagið eins og ég væri búin að bæta mig umtalsvert. Svoooo gaman. Ég ræð frekar vel við æfingarnar, drulluerfitt en hrikalega gaman að geta klárað. Samt veit ég manna best að ef maður er að taka spretti hraðar en formúlan segir, þá er maður ekki að leggja í bankann, heldur taka út.... Hver einasta æfing er eins og keppni og þegar kemur að keppni er engin inneign. Ég bara ýtti þeirri hugsun lengst aftur í hnakka.
Þangað til í gær. Vorum nú alveg á báðum áttum um að vera með fram á síðustu stundu, vorum bara þreytt eftir veisluhöld undanfarinna daga, önnur veisla hjá okkur um kvöldið og afmælið hennar Lilju eftir 3 daga. En einhvern veginn er það ekki í manni að hætta við fyrst við vorum búin að skrá okkur.
Leið bara þrusu vel að morgni keppnisdags. Fínar aðstæður og þetta leit bara vel út. Þvílík stemmning eins og alltaf og ég var spennt og glöð að leggja í hann.
Eftir tvo km á hóflegum hraða var ég að ströggla. Hvaða rugl er þetta! Þreytt í fótunum, öxlunum, puttunum, hárinu... Móð og másandi. Hugsaði fyrst um að hætta eftir 4-5 km. Of erfitt, ekki gaman. Fann hraðann dala, erfitt, erfitt.
Svo fóru hlauparar að rúlla fram úr og ég gat ekkert brugðist við. 9. km var skelfilegur. Ég vissi af 4-5 konum fyrir framan mig en huggaði mig við að þær voru allar miklu yngri en ég og ef ég myndi ekki alveg missa það á síðustu km myndi ég fá gull í aldursflokki. Rétt fyrir síðasta km fara nokkrir félagar mínir fram úr mér og ein skvísa og það sem verra er, í mínum aldursflokki... Aldursflokka verðlaunaafhendingin farin líka... Allt ónýtt.
Að andast, með gervigrettubros...
Svo fóru hlauparar að rúlla fram úr og ég gat ekkert brugðist við. 9. km var skelfilegur. Ég vissi af 4-5 konum fyrir framan mig en huggaði mig við að þær voru allar miklu yngri en ég og ef ég myndi ekki alveg missa það á síðustu km myndi ég fá gull í aldursflokki. Rétt fyrir síðasta km fara nokkrir félagar mínir fram úr mér og ein skvísa og það sem verra er, í mínum aldursflokki... Aldursflokka verðlaunaafhendingin farin líka... Allt ónýtt.
Eftir heljarinnar baráttu í kollinum á mér tókst mér að bæta örlítið í síðasta km og hélt þokkalegum hraða í restina. Á endasprettinum heyrði ég Þórólf hvetja mig, fyrst svona almennt en rétt eftir að ég fór framhjá breyttist tónninn og ég skildi að það var einhver kona í hælunum á mér. Notaði síðustu orkudropana til að drullast í mark, tíminn 42:29, algjörlega búin. Eftir 10 km hlaup á hálf-maraþon pace-inu mínu!!!
Komin í mark og stend varla í lappinar lengst til hægri.
Stöldruðum ekki lengi við eftir hlaupið, var köld og ómöguleg. Svo var eins gott að koma sér heim að undirbúa veisluna um kvöldið. Var alveg á því að hætta þessu keppnisbrölti og snúa mér alfarið að prjónunum!
Svo komu úrslitin. Og sú sem fór fram úr mér var ekkert í mínum flokki, miklu yngri en ég. (Djö, var ekki einu sinni á staðnum til að taka á móti verðlaunum, lexía!) Og tíminn var nú ekkert svo hræðilegur. Og eftir að hafa velt þessu öllu saman fyrir mér þá veit ég alveg hvað var í gangi. Og ég er svo heppin að átta mig áður en ég meiðist eða lendi í tómu tjóni eða ofþjálfun. Og það eina sem ég þarf að gera er að bakka aðeins og fara að æfa aftur á mínu pace-i. Og þá verður allt gott aftur. Og ég finn gleðina við að keppa. Hey, hvenær er annars næsta Powerade? Get ekki beðið!!!
Hérna eru úrslitin og svona hljóp ég þetta:
1 - 4:03
2 - 4:06
3 - 4:16
4 - 4:19
5 - 4:08
6 - 4:09
7 - 4:22
8 - 4:19
9 - 4:24
10 - 4:08
Engin ummæli:
Skrifa ummæli