2014 var fyrst og fremst afar ánægjulegt hlaupaár hjá mér, stútfullt af góðum minningum og lærdómi.
Árið byrjaði með miklum kulda og endalausum klaka og það átti eftir að hafa áhrif á plön sem gerð voru á sumarkvöldi árinu áður og fyrir fótbrot... Eftir ágætis janúar Powerade fékk ég lungnabólgu í fyrsta sinn og ég var heillengi að jafna mig á því, alveg 6 - 8 vikur. Febrúar Powerade bar þess merki og það var rétt svo að ég hafði það alla leið í mark... þurfti í fyrsta sinn á ævinni að stoppa (fyrir utan fótbrotið náttla) í miðju keppnishlaupi, taka mig saman í andlitinu til að klára.
Í febrúar vorum við byrjuð að undirbúa okkur fyrir Milanó maraþonið og þá kom annað smá áfall. Á hádegisskokki með vinnufélögunum rann ég til í hálkunni og datt asnalega, beint á rassinn ofan á ökklann og yfirspennti á mér hnéð. Ég var nú ekki alveg til í að gefa maraþondrauma upp á bátinn einn, tveir og þrír en eftir dettið gat ég skokkað án óþæginda en ekki tekið neinn hraða og þegar það fór að telja í vikum kyssti ég Mílanó bless.
Mars og Apríl báru merki veikindanna og hnjasks en þegar tók að vora var ég orðin strýheil og fín. Ég tók þátt í nýju utanvegahlaupi með vinnufélögunum í Þórsmörk sem var mjög skemmtilegt og Icelandair hlaupið var gott, ég jafnaði besta tímann minn. Varð svo Íslandsmeistari með sveitinni minni í Víðavangshlaupi Íslands tveimur dögum síðar.
Ég tók þátt í nýju 5 km hlaupi, Séra Friðrikshlaupinu sem er hlaupið á sömu braut og Miðnæturhlaupið og þar náði ég PB, hljóp á 19:27 og komin í topp form.
Við áttum eftirminnilegt hlaup í Kaliforníu, hálf maraþon á ströndinni í 26 stiga hita. Hljóp á 1:30:40, ein í hitanum og eftir allt þetta ferðalag. Var mjög sátt við það og árangurinn kom mér á óvart.
Tveim dögum eftir heimkomuna var svo Hvítasunnuhlaup Hauka á dagskrá og þar náði ég að bæta tímann minn frá því í fyrra. Þrem dögum seinna Álafosshlaupið og svo Gullspretturinn og ekki frá því að pínu þreyta væri komin í gömlu en ó hvað var allt saman gaman.
Ég tók þátt í Mt. Esja Ultra II aftur eftir hlé í fyrra og bætti þar tímann minn og sett nýtt brautarmet. Esjuhlaupið tekur aðeins úr manni og borgaði fyrir það á Akureyri þar sem ég bombaði algjörlega sælla minninga :)
Ármannshlaupið var tímamótahlaup, ár frá fótbroti og blendnar tilfinningar að hlaupa í brautinni. Þokkalegasta hlaup og ég tryggði mér Íslandsmeistaratitill í aldursflokki í 10 km götuhlaupi.
Endaði sumarið á góðu hálf maraþoni í Reykjavík, besti tíminn minn í nokkur ár 1:29:44 og 3. íslenska kona í mark. Fimm dögum síðar fór ég vel undir 20 mínútur í 5 km í Fossvogshlaupinu og hljóp svo mitt besta 10 km hlaup á árinu fimm dögum þar á eftir. Það var í Reykjanesmaraþoninu og tíminn 40:32. Var greinilega að toppa á árinu í lok ágúst, byrjun september.
Skemmtilegustu hlaup haustsins og vetrarins voru Vestmanneyjahlaupið þar sem ég tók þátt í hálfu maraþoni í hrikalega fallegri og erfiðri braut. Síðsumars og snemm hausts snérist allt um að æfa fyrir hálf maraþon í Munchen þar sem átti að rústa þessu tremma í hel, en það gekk nú ekkert allt of vel...
En... frábært að taka þátt í svona stóru hlaupi aftur og þetta var góð lexía fyrir mig.
Slakaði aðeins á eftir Munchen en var svo komin á fulla ferð í æfingum í desember. Jafnvel of mikla ferð, komst að því að ég væri aðeins að fara fram úr mér í Gamlárshlaupinu þar sem ég hljóp á tómum tanki.
Samantekt á keppnisárinu 2014 segir mér þetta:
Listi yfir keppnishlaupin mín og árangur árið 2014Endaði sumarið á góðu hálf maraþoni í Reykjavík, besti tíminn minn í nokkur ár 1:29:44 og 3. íslenska kona í mark. Fimm dögum síðar fór ég vel undir 20 mínútur í 5 km í Fossvogshlaupinu og hljóp svo mitt besta 10 km hlaup á árinu fimm dögum þar á eftir. Það var í Reykjanesmaraþoninu og tíminn 40:32. Var greinilega að toppa á árinu í lok ágúst, byrjun september.
Skemmtilegustu hlaup haustsins og vetrarins voru Vestmanneyjahlaupið þar sem ég tók þátt í hálfu maraþoni í hrikalega fallegri og erfiðri braut. Síðsumars og snemm hausts snérist allt um að æfa fyrir hálf maraþon í Munchen þar sem átti að rústa þessu tremma í hel, en það gekk nú ekkert allt of vel...
En... frábært að taka þátt í svona stóru hlaupi aftur og þetta var góð lexía fyrir mig.
Slakaði aðeins á eftir Munchen en var svo komin á fulla ferð í æfingum í desember. Jafnvel of mikla ferð, komst að því að ég væri aðeins að fara fram úr mér í Gamlárshlaupinu þar sem ég hljóp á tómum tanki.
Samantekt á keppnisárinu 2014 segir mér þetta:
- Tók þátt í 32 keppnishlaupum
- Sigraði í 11 keppnum
- Silfur í 8 keppnum
- Brons í 6 keppnum
- PB í 5 km
- Setti brautarmet í Mount Esja Ultra II
Powerade 10km 9. janúar
43:00
2.sæti 1.sæti í aldursflokki
Powerade 10km 13. febrúar
43:32
6. sæti 3. sæti í aldursflokki
Powerade 10km 13. mars
3. sæti 2.sæti í aldursflokki
Úrslit í Powerade hlaupaseríunni 13. mars
1. sæti í parakeppni
2. sæti af öllum konum
Hlaupasería Actavis og FH 27. mars
20:12
2. sæti
Flóahlaupið 10km 5. apríl
42:02
2. sæti
Volcano trail run 12km 3. maí
1:46:21
1. sæti
Icelandair hlaupið 7km 8. maí
28:14
4. sæti
Víðavangshlaup Íslands 10. maí
3. sæti kvenna
Íslandsmeistari í sveitakeppni
Friðrikshlaup 5km 25. maí
19:27
1. sæti á Personal Best
Blast the Bay half marathon California 31. maí
1:30:40
1. sæti
Hvítasunnuhlaup Hauka og Sportís 9. júní
1:25:57
2. sæti
Álafosshlaupið 12. júní
38:07
1. sæti
Gullspretturinn 14. júní
43:20
2. sæti
Mount Esja Ultra II 21. júní
1:44:51
1. sæti og nýtt brautarmet
Akureyrarhlaup ÍV og Átaks 3. júlí
19:57
1. sæti
Ármannshlaupið Íslandsmeistaramót í 10 km 9. júlí
41:31
3. sæti - Íslandsmeistari í aldursflokki
Meistaramót Íslands 3000 m 13. júlí
11:19
4. sæti
Meistaramót Öldunga 3000 m 19. júlí
11:22
1. sæti - Íslandsmeistari Öldunga
Vatnsmýrarhlaupið 5 km 7. ágúst
20:04
3. sæti
Brúarhlaupið 10 km 9. ágúst
41:55
3. sæti
Línuhlaup Þróttar ca. 10 km 16. ágúst
44:44
1. sæti
Reykjavíkurmaraþon hálfmaraþon 23. ágúst
1:29:46
4. sæti
Fossvogshlaupið 5 km 28. ágúst
19:44
2. sæti
Reykjanesmaraþon 10 km 3. september
40:32
1. sæti SB
Vestmannaeyjahlaupið hálfmaraþon 6. september
1:34:56
1. sæti
Flensborgarhlaupið 5 km 23. september
20:11
1. sæti
Hjartadagshlaupið 10 km 28. september
41:13
2. sæti
Munchen hálf maraþon 12. október
1:32:04
21. sæti 5. sæti í aldursflokki
Haustþon FM 25. október
1:32.16
3. sæti
Valshlaupið 10 km 29. nóvember
Valshlaupið 10 km 29. nóvember
41.32
4. sæti
Powerade 10 km 11. desember
44.23
2. sæti
Gamlárshlaup ÍR 10 km 31. desember
42.29
7. sæti - 1. sæti í aldursflokki