Vika 6
Æfingar ganga eins og í sögu. Er svo heppin að vera með æfingafélaga sem ýtir mér út fyrir þægindarammann og ég er að taka hraðari spretti en nokkru sinni fyrr. Nýt þess að vera í toppstandi, þá er allt skemmtilegra.
Annars snýst mest um krakkana og jólin núna. Við höfum aldrei áður verið tímanlega í undirbúningi og í minningunni erum við alltaf grútsyfjuð að klára að skreyta, pakka og græja seint á Þorláksmessu.
Ekki í ár skal ég segja ykkur! Jólatréð var komið upp um síðustu helgi, pakkarnir komnir undir með merkimiðum, maturinn stendur klár í ísskápnum og búin að plana jólaboðin.
Nú dúllum okkur við að baka, leika okkur og njóta aðventunnar eins og manni dreymir um, mmmm.... mæli með'essu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli