Nú þegar aðal hlaupa-keppnistímabilinu er lokið og það eina fram undan eru stöku 10 km hlaup, þá er allt í einu fullt af tíma og ég er ekki eins þreytt á kvöldin eftir langar æfingar. Ég er reyndar að æfa mjög vel, hleyp 5-6 sinnum í viku en ekki eins mikið magn og ég hef verið að gera undanfarna mánuði. Reikna með að auka í aftur eftir áramótin. Sprettæfingarnar á mánudögum og miðvikudögum með stelpunum hjá GPJ erum alveg frábærar, nú erum við 6 sem æfum saman og höldum hvor annarri við efnið.
Dró fram prjónana aftur eftir langt hlé og fleira kom til en minni æfingar. Sonja orðin svo stór að hún er hætt að flækjast í garninu mínu og fátt eins kósý og sitja með prjónana á kvöldin þegar vetrar. Ég byrjaði á prjóna mér svarta peysu, var búin að eiga garnið í nokkur ár... Það er orðið ansi langt síðan ég hef prjónað eitthvað eftir uppskrift og ég notaði bara aðarar peysur sem ég á til viðmiðunar enda ekki flókin hönnun hér á ferð.
Dró fram prjónana aftur eftir langt hlé og fleira kom til en minni æfingar. Sonja orðin svo stór að hún er hætt að flækjast í garninu mínu og fátt eins kósý og sitja með prjónana á kvöldin þegar vetrar. Ég byrjaði á prjóna mér svarta peysu, var búin að eiga garnið í nokkur ár... Það er orðið ansi langt síðan ég hef prjónað eitthvað eftir uppskrift og ég notaði bara aðarar peysur sem ég á til viðmiðunar enda ekki flókin hönnun hér á ferð.
Þegar peysan var klár prjónaði ég bindi handa Þórólfi. Var búin að sjá myndir af flottum bindum á netinu, átti skemmtilegt garn og mixaði nokkrum hugmyndum í eitt bindi. Bóndinn alsæll með útkomuna.
Það er voða mikið um kaðlapeysur núna, mér finnst þær fallegar og var með augun opin fyrir flottri uppskrift. Ég prjónaði síðast kaðlapeysu á hann Gabríel fyrir 12 árum eða svo, en það er eins og með flest, það virkar miklu flóknara en það er og ég er alveg óhrædd við að taka slaginn. Fann svo flotta uppskrift um daginn og það má segja að hún sé fyrir allan peninginn!
Keypti garn í RL og byrjaði að prjóna í vikunni. Þetta verður 'langhlaup' ef það má orða það þannig og til að halda mér við efnið mun ég pósta framvinduskýrslu vikulega þar til verkinu er lokið. Ekki alveg tilbúin að setja mér markmið ennþá, þarf að fá alla vega tvær vikur til að sjá meðal framleiðni til að geta reiknað út verklok... En fyrir jól hljómar sérstaklega vel! Sé þetta alveg fyrir mér... í náttbuxum og peysunni, drekkandi heitt kakó úr blóma-bolla frá tengdó (fann ekkert ittala dót til að troða inná myndina :).
Vika 1 - Bak hluti
Engin ummæli:
Skrifa ummæli