Annar tími hjá Postura og í þetta sinn bjó ég mig undir alvöru pyntingar. En allt kom fyrir ekki, þrátt fyrir að það væri ansi mikið þjösnast á mér þá gat ég vel umborið þetta. Rótin að verknum neðst í mjóbakinu var í mjöðminni á mér og eftir pot og nudd, þá endaði tíminn á því að mér var hnykkt út og suður. Fyrst hálsinn, braaakkkk... svo vinsti hliðin, meira brak og að lokum hægri hlið. Í lokahnykknum gerðist eitthvað furðulegt og ég fékk ósvöðvandi hláturskast! Ég emjaði úr hlátri, hristist og fékk tár í augun og gat engan veginn hætt að hlægja. Maðurinn horfði á mig í forundran og sagði síðan eftir nokkra stund 'Ég fer bara fram á meðan þú jafnar þig...'.
Í nokkrar mínútur í viðbót hristist ég úr hlátri á bekknum en náði svo hemja mig að lokum. 'Þú mátt bara fara núna.' Hláturinn bubblaði ennþá í mér og þegar ég borgaði fyrir tímann (hjá öðrum manni) og ég handviss um að hann hafi flissað pínu þegar hann leit upp. Svo hló ég alla leiðina í vinnuna og var hálf flissandi allan daginn. Sem betur fer er verkurinn farinn og ég þarf ekki að fara aftur.
Ég er búin að ræða þetta við heilmarga en engin kannaðist við þessar lýsingar og ég var farin að hallast að því að ég væri 'klín kókos'... En hver kemur þá til bjargar nema Google! Þetta fyrirbæri er al-þekkt og ég er alls ekki sú eina í heiminum sem hef upplifað þetta! Sjáið bara þetta! Og þessar upplýsingar fann ég á FAQ síðum um allt sem viðkemur hnykkingum (Chiropractic)...
Is it true that some patients experience emotional
changes while under chiropractic care?
Yes. Almost every
patient experiences some emotional change. It can range from uncontrollable
laughter, gentle crying, singing and outbursts of joy to the more typical sense
of optimism and lightness. Subluxations are caused by emotional, physical and
chemical stress to the nervous system and body. My understanding is that once
an emotionally-caused subluxation is removed, the body is released from the
pathological effect of this emotion, leading to a cathartic release.
Og
hér er kafli sem ég fann annars staðar:
Where chiropractic adjustments usually are associated with
swift movements and the sound of bones cracking, the Network practitioner uses
mostly the light touch of a finger to create the desired effects. Patients
under treatment experience not only physical changes, but also emotional release
such as uncontrollable laughter or crying, easier breathing, and deep
relaxation.
Hjúkkit.