29. sep. 2014

Hjartadagshlaupið 2014

Ég flýtti löngu laugardagsæfingunni um einn dag til að fá hvíldardag fyrir Hjartadagshlaupið.  Æfingin var ein af þeim strembnustu í prógramminu fyrir mig, mér finnst alltaf erfiðast að hugsa um langar, hraðar æfingar...  90 mínútur á E-pace (4:40-5:00 pace) með 20 mínútna kafla á HMP (4:10). Ég hljóp þetta ein seinnipartinn á föstudaginn og var nú ekki allt of bjartsýn áður en ég fór af stað en kroppurinn er greinilega komin í gott stand, skilar því sem ég bið um.  Tók 30 sek. labb-pásu eftir hraðakaflann.

Split
Time
Distance
Avg Pace
Summary1:31:27.619,414:43
132:23.26,524:58
220:00.04,814:10
3:30.00,077:33
438:34.48,014:49

Kom mér ánægjulega á óvart að ég var hraðari seinni hlutann.  Ég fann lítið fyrir æfingunni eftir á en tók samt algjöran hvíldardag á laugardaginn.  Var svona frekar illa sofin eftir laugardagsnóttina en Sonjan mín vaknaði grátandi með eyrnaverk og ég leyfði henni að kúra í mömmufangi þangað til hún jafnaði sig og sofnaði hjá mér áður en ég fór aftur með hana í rúmið sitt.

Vaknaði upp við fallegan dag og ljómandi gott hlaupaveður.  Ég var frísk og fín í kroppnum og hlakkaði til að haka við enn eina æfingu fyrir Munchen.  Planið var að hlaupa á T hraða (4:04) eða eins nálægt því og ég gæti án þess að streða.  

Alltaf jafn gaman að hitta félagana á start línu og þegar skotið reið að þurfti ég að hafa mig alla við að halda plani og missa mig ekki.  Kílómetrarnir flugu þægilega einn af öðrum, hugsaði um öndun og stíl og naut þess að hlaupa.  Ég var mjög fljótlega þriðja kona en þegar ég fór að nálgast snúning sá ég að ég var farin að draga verulega á konu númer tvö.  Jók hraðann örlítið næstu tvo km á meðan ég fór fram úr og náði góðu forskoti en slakaði svo aftur aðeins á og rúllaði þétt en þægilega restina.

Mynd frá Torfa á hlaup.is

Maður fylgist svona með pace-inu með öðru auganu í keppni, mis mikið og ég er yfirleitt aldrei að spá í hraðann seinni hlutann.  Þá er maður komin í einhvern takt og gerir bara eins vel og maður getur.  Ég pikkaði upp nokkra hlaupara í viðbót síðustu kílómetrana og kom hoppandi kát í mark akkúrat á pace-i.   Hér er mynd sem hann Felix vinur minn tók af mér á endasprettinum:

Vííí... alveg að verða búið.

Hér eru úrslitin!  Og svona hljóp ég þetta:

Split
Time
Distance
Avg Pace
Summary41:13.710,124:05
14:03.01,004:03
24:04.71,004:05
34:03.51,004:04
44:04.41,004:04
54:01.11,004:01
64:00.41,004:00
74:06.31,004:06
84:07.41,004:07
94:09.11,004:09
104:08.01,004:08
11:25.60,123:4

Flott framkvæmd hjá skipuleggjendum í alla staði.  Afgreiðslan á númerum gekk fljótt og vel.  Leiðin er fín og var vel merkt  Brautarvarsla góð og fínar veitingar eftir hlaup.  Verðlaunaafhendingin gekk snurðulaust og úrdráttarveðlaunanúmer voru lesin upp hátt og snjallt í belg og biðu, ekkert lufs.  Var komin heim hálf tólf til að sinna fólkinu mínu!

Já og svo var þetta frítt líka, takk fyrir mig :)   

24. sep. 2014

Flensborgarhlaupið 2014

Nú eru tæpar 3 vikur í Munchen hálfmaraþonið og síðasta vika var sennilega sú strembnasta í æfingum.  Tók m.a. 5*1600 og 3*3000  á rétt undir 4:00 meðal pace.  Á mánudaginn var svo aukið í hraðann, 8*400 á 3:25 pace.  Ég samdi við þjálfarann um að fá að skipta út tveimur lykilæfingum í þessari viku fyrir keppnishlaup, hann var mjög sáttur við það, passar vel inní planið okkar.

Ég beið nú samt með að skrá mig fram á síðustu stundu í Flensborgarhlaupið, vildi vera viss um að mánudagsæfingin sæti ekki of mikið í mér.  Megin markmiðið fram að Munchen er að halda sér heilum nefnilega.  Var spræk um morguninn, veðrið leit bara þokkalega út og þá var bara að láta vaða.

Rúllaði í Hafnarfjörðinn eftir vinnu og var komin tímanlega til að hita aðeins upp og skoða byrjunina á brautinni.  Það voru um 400 manns skráðir í þrjár vegalengdir, 10, 5 og 3 km.  Ég vissi ekki betur en að allir myndu starta saman, enda kom ekki annað fram í upplýsingunum um hlaupið og það kom því á óvart að þegar tilkynnt var að 10 km hlaupararnir voru ræstir fyrst, svo 5 nokkru síðar og loks 3 og skapaði smá rugling á ráslínunni.
  
Það hefði mátt kynna það betur fyrirfram en held hreint og beint að það hafi kannski ekki verið búið að ákveða þetta fyrr en á staðnum.  Kynnirinn tilkynnti að það myndu líða nokkrar mínútur þar til 5 km myndu starta og ég notaði tækifærið og skaust á klóið (var svona 30 sek!) og brá heldur betur í brún þegar ég kom út aftur og rétt náði að troða mér fremst áður en hleypt var af, rúmri mínútu á eftir 10 km hlaupurunum... Pjúff.

Hlaupið byrjar á töluvert langri brekku upp, tók hana þétt en ekkert að pína mig og náði fyrstu konu þegar við vorum komin upp.  Þá átti ég nóg eftir til að auka í aflíðandi brekku niður og svo sýnist mér á hæðarprófíl að það hafi verið smá aflíðandi hækkun að snúning.  Sama leið til baka og mér leið mjög vel á bakaleiðinni, tætti í mig nokkra hlaupara í viðbót og sá að ég var með mjög gott forskot á næstu konur.  Gat bara einbeitt mér að því að hlaupa eins vel og ég gæti.

Var fysta kona í mark, tíunda í heildina og bætti brautarmetið frá því í fyrra um tæpar 6 mínútur. Hér eru úrslitin!    

Fyrstu þrjár konur:
Júlíana, Eva og Aldís

Ég hljóp fyrri hlutann að snúning (flott að hafa mottu þar!) á 10:18 og seinni hlutann á 9:53, lokatíminn 20:11, enn eitt negative split hlaup hjá mér, ánægð með það.  Garmin vinur minn segir mér að ég hafi hlaupið 5 km á sub 20.

Split
Time
Distance
Avg Pace
Summary20:10.05,093:58
14:03.21,004:03
24:00.31,004:00
33:54.61,003:55
44:12.61,004:13
53:43.51,003:44
6:15.80,093:04


Framkvæmd hlaupsins var að flestu leyti góð en næst mætti skerpa á start tímunum og brautarvörslunni.  Það var nóg af brautarvörðum en þeir voru ekki að fylgjast alveg nógu vel með og ég elti t.d. villuráfandi 3 km hlaupara í ranga átt beint fyrir framan nefið á 3 brautarvörðum sem sögðu ekkert fyrr en ég kallaði eftir leiðbeiningum.  

Gaman að elta og fara fram úr hlaupurum í hinum vegalengdunum alla leiðina.  Það var ótrúlega mikið af flottum úrdráttarverðlaunum í lok verðlaunaafhendingarinnar, sem tók reyndar mjög langan tíma en það voru engin sér verðlaun fyrir þá sem sigruðu í hverri vegalengd, ekki einu sinni tilkynnt um sigurvegarana, bara aldursflokka verðlaun.  Það fannst mér asnalegt og mér finnst að það hefði mátt splæsa í smá verðlaun fyrir bestu tímana, t.d. eitthvað af þessum 50 úrdráttarverðluanum.  En í heildina, mjög skemmtilegt hlaup, falleg leið og krefjandi.  Alveg til í að vera með að ári og prófa 10 km leiðina.

18. sep. 2014

Rukkar fyrir auglýsingu...

Er að spá í að senda reikning fyrir auglýsingu á fasteignasöluna.  Tæplega fimmtíu þúsund hit á síðuna mína og önnur mest lesna fréttin á Vísi.  Spurning um að rukka 117.970,- og eins og við vitum þarf hún ekki endilega að skila árangri.  

(Hrikalega ánægð með hliðaráhrifin, nú hafa rúmlega 4000 manns skoðað færsluna umVestmanneyjahlaupið!)

Smellið á myndina til að lesta fréttina ;)

Að öllu gamni slepptu þá get ég ekki þakkað ykkur nóg fyrir að hjálpa mér að koma þessu á framfæri. Mamma og pabbi eru líka ótrúlega þakklát fyrir allan hlýhuginn og stuðninginn sem þau finna.  

Þau voru reyndar líka pínu leið yfir að einhverjum þarna úti skyldi detta í hug að þau hefðu á einhvern hátt verið óheiðarleg í samskiptum sínum við Húsaskjól og reynt að spara sér sölulaun.  Bara þeirra vegna tek ég þetta skrefi lengra og fer yfir aðdraganda uppsagnar einkasölusamningsins.

Í fyrsta lagi þá tóku þau tveimur tilboðum í gegnum Húsaskjól á þessum átta mánuðum.  Í bæði skiptin gengu kaupin til baka.  

Í öðru lagi þá sögðu þau upp samningi um einkasölu skriflega eða réttara sagt ég fyrir þeirra hönd þann 26. mars 2014.  
Þann 16. apríl 2014, þ.e. þremur vikum seinna, kemur tilboð frá þeim sem á endanum kaupa húsið upp á 51 milljón.  Ásett verð á húsinu er 57,5 milljónir.   Því er hafnað.  
Þann 25. apríl, mánuði eftir uppsögn á einkasölu, kemur annað tilboð frá sama aðila upp á 54 milljónir og því fylgja skilaboð um að hann sé ekki tilbúin að fara hærra.  
Þetta er 6 dögum áður en þau losna frá Húsaskjóli og þau hafna því tilboði líka þann 27. apríl á afmælinu hans pabba.
Þann 28. apríl fá þau staðfest í pósti að þessir aðilar hafa ekki áhuga á að kaupa eignina.
Foreldrar mínir höfðu aldrei nokkurn tíma hitt, né rætt við þetta fólk á ævi sinni og þekktu ekkert til þeirra, frekar en ég.  Þeirra fyrstu samskipti við tilvonandi kaupendur voru eftir að þau samþykktu 3. tilboðið sem var gert í gegnum Einamiðlun aðra vikuna í maí.  Það var eigendum og starfsmönnum Húsaskjóls fullljóst að engin tengsl voru fyrir hendi.

Þegar verið er að dylgja um að hér sé tilgangurinn að spara sér sölulaun, þá eru þau í rauninni ekki bara verið að ásaka forledra mína um svik og pretti heldur líka kaupendurna, já og nýja fasteignasalann sem fær þá sölulaunin...



Við þá segi ég aftur svei'attan og étt'ann sjálfur!

Eða bíddu nú við...  getur verið að ég hafi óafvitandi verið þátttakandi í risastóru plotti til að komast hjá því að borga sölulaun.  Látum okkur nú sjá:

Áttræð hjón festa kaup á og flytja í íbúð fyrir aldraða.  Þau setja heimilið sitt, sem húsbóndinn byggði fyrir 47 árum og hefur dekrað við síðan, á sölu.  Eftir 7 mánuði er húsið enn óselt, þau eru áhyggjufull og hrædd um að geta ekki staðið við skuldbindingar á nýju eigninni sinni.  Þau ákveða að fara í kvöldgöngu í Laugardalnum og þá vill svo heppilega til að þau rekast á kaupanda.  Þau og kaupandinn ákveða á göngunni að nú sé best að reyna að snuða fasteignasalann sem er með eignina í einkasölu, jafnvel þó það taki einhverjar vikur eða mánuði.  Fyrsta skrefið í plottinu er að fá dótturina til að semja um uppsögn á einkasölusamningi.  Svo finnst þeim eitur snjallt að kaupandinn geri allt of lágt tilboð í eignina sem þau munu að sjálfsögðu hafna og svo annað tilboð aðeins hærra, en samt ekki í samræmi við þeirra kröfur um verð.  Þetta er gert til að villa um fyrir fasteingnasalanum og láta hann vinna óþarfa vinnu.  Og nú kemur bomban.  Þau fá fasteignasalann sjálfan til að mæla með öðrum fasteignasala, vini sínum, sem þeim tekst síðan að fá í lið með sér í svindlinu!  Magnað.  Allt gengur eins og planað og þessir þrír aðilar skipta á milli sín ránsfengnum:
  • +545.000 spöruð sölulaun.
  • -30.000 þjónustugjald fyrir að hætta í viðskiptum.
  • -10.000  gagnaöflunargjald á nýju fasteignasölunni.
  • -400.000 rekstarkostnaður og/eða óinnheimtar leigutekjur af 300 fm húsi í Laugarásnum tvo mánuði á meðan svindlinu stendur (mjög hóflega áætlað n.b.).
  • Eftir standa 105.000 krónur sem skiptast á milli þriggja aðila eða 35.000 á hvern.
  • Já og ef við skoðum á kr. á mann þá verður náttúrulega að skipta þessu í 5 hluta, þ.e. 21.000,-.
Skemmtilegasta tvistið kemur þegar gömlu hjónin verða súr eftir svona vel heppnað rán, þegar þau fá sanngjarnan reikning frá gömlu fasteignasölunni.  Þau þykjast ætla að borga hann en plata dóttur sína til að hlaupa upp til handa og fóta og gera allt vitlaust í þjóðfélaginu.  Muwahahaha... og hún fattar ekki neitt, alveg eins og strengjabrúða í höndunum á þeim.

Balti, er þetta ekki eitthvað fyrir Hollywood?  Og hægt að klína á'edda 'True story'...

Annars bara allt gott í heiminu og ég farin að hugsa um annað :)

16. sep. 2014

Fokið í flest... Húsaskjól!

Það er fátt sem mér finnst eins andstyggilegt og þegar níðst er á minni máttar.  Mér hitnar, það bullar í maganum á mér og krullast upp á augnhárin.  Ef ég upplifi að það sé gróflega brotið á réttlætiskennd minni, þá er ég til í að elta fimm'kall til helvítis, bara upp á prinsippið.  Nokkra slagina hef ég tekið í gegnum tíðina, þetta er eins og með hlaupin, því erfiðari, því betra og því þrjóskari verð ég.

Foreldrar mínir hafa búið í sama húsinu í 47 ár, frá því að pabbi byggði það.  Í fyrra var komin tími til að minnka við sig og selja Norðurbrúnina og þið getið ímyndað ykkur hversu stórt mál það er fyrir gamalt fólk.  Við hjónin vorum tiltölulega nýbúin að standa í fasteignaviðskiptum og þegar til okkar var leitað, hvaða fasteignasölu skyldi velja, bentum við á þá sem sáu um okkar fasteignamál

Átta mánuðum síðar og eftir tvær misheppnaðar sölur ákváðu gömlu hjónin (78 og 82 ára) að segja upp samningi um einkasölu og færa sig yfir á aðra fasteignasölu.  Á þessum átta mánuðum upplifðu þau vægast sagt undarlegt viðmót trekk í trekk frá starfsmönnum fasteignasölunnar.  Þær voru duglegar við að láta þeim líða eins og þau væru pirrandi, gömul og algjörlega gagnslaus.  'Þið eruð nú svo fullorðin, þið munið þetta ekki rétt...', 'Einar, ég er að vinna í pappírum núna...!'.  Fasteignasalan verðmat húsið á 67,5 milljónir í upphafi, foreldrar mínir höfðu enga skoðun á verðmatinu.  Eftir mánuð og engan áhuga á eigninni á þessu verði bað pabbi um að verðið yrði lækkað um 5 milljónir.  'Já, nú erum við á sömu blaðsíðu...' var svarað glaðhlakkalega.  Ha?   Nokkru seinna ákváðu forldrar mínir að lækka enn verðið eftir að hafa ráðfært sig við fleiri.

Tveim vikum eftir að þau tóku húsið úr einkasölu hjá Húsaskjóli og færðu sig yfir á Eignamiðlun, sem tók einu prósenti lægri sölulaun (þar munar ca. 550.000,- á svona eign) og þeir rukka reyndar 10.000 í gagnaöflun en ekki 39.000... var húsið selt og allt frágengið.  Gömlu alsæl og skelltu sér í frí til Norge.  Mamma keypti meira að segja nýjan iPad í ferðinni!  Þegar heim var komið beið þeirra reikningur frá gömlu fasteignasölunni og jú þau höfðu vissulega gert sér grein fyrir að það kostaði töluvert að hafa tekið húsið úr einkasölu (já, já þó það hafi ekki selst...).  Meðfylgjandi var skýringarbréf og svona leit reikningurinn út:

Það er hægt að smella á allar myndirnar til að stækka þær.
Þau komu heldur hnýpin til mín á sunnudagskvöldið og fannst nokkuð súrt að borga 227.155,- krónur fyrir 'ekki sölu' á húsinu sínu.   Og þá byrjaði að bubbla í minni...   Ég hafði haldið í hendina á þeim í gegnum allt ferlið og ég mundi eftir einni lítilli auglýsingu í blaði á þessum mánuðum, 112.000 fyrir utan vsk!!!  Ég bannaði pabba að borga þetta, tók reikninginn og bað þau að gefa mér nokkra daga til að skoða málið.

Og þá byrjuðu samskipti sem fara hér á eftir og tóku tæpan dag í það heila:

Það sem Ásdís er að tala um hér er að sá sem á endanum keypti húsið hafði áður gert tvö tilboð í eignina, annars vegar 51 milljón og hins vegar 54 milljónir.  Það var alveg skýrt af hálfu foreldra minna að þau vildu fá 55 milljónir fyrir húsið og þau höfnuðu þessum tilboðum og fasteignasalan lét þau vita að þessi aðili væri ekki tilbúin að fara hærra.  Já og þó þau hafi tekið eignina úr einkasölu þá var ekki þar með sagt að Húsaskjól mætti ekki selja eignina, þau hefðu verið alsæl með það.  Þriðja tilboðið frá þessum sama aðila var gert á nýju fasteignasölunni (hmmm í staðinn fyrir að fara í gegnum sama aðilann aftur, eitthvað sem þær stöllur ættu að skoða), hann hækkaði sig um hálfa milljón og þar sem gömlu greiddu 1% lægri sölulaun þar eða 545.000 krónum minna þá voru þau sátt og rúmlega það.  

Ég verð að viðurkenna að hér fauk í mig vegna þess að þegar ég var að hjálpa gömlu að losa sig út úr einkasölunni hringdi ég í Ásdísi Ósk og spurði hvernig þau ættu að bera sig að.  Hún sagði að það væri nóg að senda tölvupóst og uppsagnarfresturinn væri 30 dagar, gott og vel.  En svo sagði hún þetta við mig: 'Já það er nefnilega svo furðulegt að oft um leið og fólk tekur eignir úr einkasölu, þá er bara allt í einu eins og einhver kaupandi birstist upp úr þurru nokkrum dögum síðar... mjög spes...'.  Ég spurði hana hvað hún væri að meina og hún sagði að það gerðist ítrekað að fólk væri þá búið að finna kaupanda og vildi láta einhvern annan njóta sölulaunanna.  Ég sagði eins og var að það væri alls ekki raunin í þessu tilfelli en ég var með smá óbragð í munninum eftir samtalið og talaði um þetta síðar við annan starfsmann á fasteignasölunni.  Sá ekki neinn tilgang í því að segja svona við viðskiptavin, hvort sem hann hefði í huga að vera óheiðarlegur eða ekki. 

Hér er Ásdís allt í einu komin í samningagír, vill ekki sýna fram á kostnað en vill leysa málið.  Nú kviknaði á öllum rauðu ljósunum... og ég fór að leita í gömlum blöðum á netinu.
Úbbs...
Í millitíðinni hafði ég samband við aðra fasteignasölu sem sagði mér að hefðbundnar fasteignaauglýsingar í blöðunum kostuðu frá 11-15 þúsund eftir stærð.  'Já og það er fyrir utan afsláttinn sem við fáum og leyfum kúnnunum okkar að njóta.'   Ég hafði líka samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins og Fréttablaðsins, fékk uppgefin verð og miðað við að Ásdís var tilbúin að gefa 25% afslátt af auglýsingunni þá lagði ég saman tvo og tvo og fann út birtingarkostnað á samsvarandi auglýsingu miðað við viðskiptavild. 

Mér finnst sanngjarnt að borga fyrir vinnu við að útbúa auglýsinguna.   

Í ALVÖRU...  Þetta kallast heima hjá mér að gera eitthvað með rassgatinu og tánum.


Það eru ekki allir sem eiga eina öfugsnúna Evu í pokahorninu, því miður og mér hrís hugur við að hugsa um það hversu margir lenda í svona svínaríi og borga bara brúsann án athugasemda. Mismunurinn á milli fyrsta reikningsins og þess síðasta er 109.185,- 

Svei'attan!

10. sep. 2014

Vestmannaeyjahlaupið 2014 - Drottning einn dag...

'Ég frétti að þið ætluðuð ekki til Eyja í ár'...   Við hittum Magga Braga og Öddu á leiðinni heim eftir RM, en þau taka þátt í að skipuleggja Vestmannaeyjahlaupið.  Ha, já nei við vorum ekkert búin að ákveða sko...

Sagan í stuttu máli er sú að fyrir 4 árum var mér boðið til Eyja að halda fyrirlestur í tengslum við Heilsuviku í bænum.  Eftir fyrirlesturinn skokkaði ég með hlaupahópnum góðan hring og það barst í tal að ekkert keppnishlaup væri haldið í Eyjum.  Það er svo mikið af brekkum hérna...   Ég hélt nú að það væri ekki fyrirstaða, það er til nóg af flötum brautum annars staðar og það er alveg jafn eftirsóknarvert fyrir hlaupara að takast á við krefjandi brautir og tala nú ekki um í svona náttúrufegurð.  Í hlaupatúrnum ákváðu nokkrir heimamenn að ganga í málið og skipuleggja fyrsta Vestmannaeyjahlaup og ég lofaði að sjálfsögðu að mæta.

Þegar hlaupið datt svo inn í hlaupadagskránna árið eftir var ég með bumbuna lengst út í loftið með hana Sonju mína, sett í fyrri hluta ágúst en hlaupið var í byrjun september.  Eins gott að halda vel á spöðunum til að geta staðið við gefin loforð, koma barninu í heiminn án vandræða og koma sér í form til að hlaupa brekkurnar og til þess hafði ég mánuð.  Sem ég og gerði:
Þvílík fegurð!  (þá er ég að meina náttúrufegurð, muwhahaha...)
Adda og Maggi komin í mark eftir 1/2 maraþon í Vestmannaeyjum.

Myndirnar eru úr fyrsta hlaupinu árið 2011, af síðunni www.vestmannaeyjahlaup.is

Frábær upplifun og gestrisni heimamanna engu lík.  Við ákváðum á staðnum að þetta væri hlaup sem myndi skipa fastan sess hjá okkur.  Árið eftir kom eitthvað uppá sem varð þess valdandi að við gátum ekki verið með.  Í fyrra skráðum við okkur en það var ófært með Herjólfi svo við sátum eftir heima með sárt ennið.  Í ár var Ljósanætur hátíðin í Keflavík sömu helgina en við höfum verið þar síðustu árin, öll fjölskyldan.  Nú voru góð ráð dýr.  Ég var spenntari fyrir Eyjum en Þórólfur er enn að jafna sig eftir hnémeiðsl, má ekki vera mikið í brekkum og svo var honum boðið að spila með Léttsveitinni og gömlu félögunum í Keflavík.  Eftir mikið japl jamm og fuður ákváðum við, að við gætum án hvors annars verið svo sem eins og eina helgi.  Ég fékk hálfmaraþon og húsmæðraorflof, hann tengdó, stelpurnar og Ljósanótt, allir glaðir!

Ég fékk far með Kára og Aldísi og við lögðum í hann snemma á laugardagsmorgni.  Kári ætlaði líka að hlaupa hálft og Aldís 5 km.  Í Eyjum tóku þau heiðurshjón, Maggi og Adda, á móti okkur og buðu okkur velkomin á hótelið sitt en þau hafa unnið sleitulaust síðustu misserin við að stækka og endurnýja allt saman, stór glæsilegt hjá þeim.  Hentum töskunum okkar inn í herbergi og röltum út að íþróttahúsi, náðum í númer og svo var smá upphitun fyrir hlaup.

Mér finnst alltaf jafn gaman að keppa en það er eitthvað einstakt við stemmninguna í Eyjum.  Það eru allir svo þakklátir og glaðir að Vestmannaeyjahlaupið sé veruleiki.  Villtustu draumarnir þegar það kom fyrst til tals var að ná 50 þátttakendum.  Fyrsta árið voru 150 manns með og í ár voru það ca. 120.  Það er boðið upp á 3 vegalengdir og allir hlaupa saman af stað, 5, 10 og hálfmaraþonhlauparar.

Markmiðið fyrir hlaup var þríþætt.  Hlaupa þetta á gleðinni einni saman, vinna og setja brautarmet, í þessari röð!  Topp hlaupaveður enn einu sinni, 12 stiga hiti, rakt í lofti en þurrt og ekki mikill vindur.  Fyrir hlaupið hafði ég samband við skipuleggjendur og spurðist fyrir um brautarvörslu, fáir skráðir í háfla og mín mesta martröð í hlaupunum að villast einhvers staðar á leiðinni.  Engar áhyggjur!  Ekki nóg með að það var brautarvörður á hverju einasta horni, við hverja einustu beygju og á miðri leið á löngum beinum köflum, þá fengu konurnar undanfara á hjóli!!!   'Kári kann leiðina, hann þarf engan hjólara.'  Þvílíkur lúxus, spurning um að spýta í lófana og koma sér permanently í þessa stöðu :)

Hlaupið byrjar niður brekku og inn í Herjólfsdal þar sem tekin er smá lykkja.  Svo byrjar klfrið og það er nóg af því, brekkur fyrir allan peninginn.   Ég var rúmlega 46 mínútur með fyrstu 10 km en eins og sést á hæðarkortinu þá eru mesta hækkunin fyrri hlutann.  Annars var ég ekkert að spá í hraðann, það þýðir ekkert í svona hlaupi, frekar en í utanvegahlaupum eða fjallahlaupum, maður hleypur eftir 'effort-i'.


Ég hljóp seinni 10 km á rétt rúmum 43 mínútum.  Brautarmetið var sett 2011 og var 1:44:32 og ég hafði góða trú á að ég gæti hlaupið þetta á undir 1:40 án þess að streða.  Þegar rúmir 5 km voru eftir og við komin inn í bæinn aftur sá ég á stórri klukku við einhverja bygginguna að hún sýndi 13:10 (hlaupið var ræst 12:00).  Ég reiknaði í huganum, hmmm... ca 5 km á 25 mínútum og ég gæti farið undir 1:35... freistandi.   Hélt vel á spöðunum síðasta spölinn, hélt fínum hraða upp síðustu brekkurnar og reyndi að rúlla vel niður í móti, með það í huga að þó Garmin segði að ég væri búin með 21,1 þá væri ég ekki endilega komin í mark.   Síðasta beygjan  og endaspretturinn er að sjálfsögðu upp brekku, annað væri stílbrot.  Markklukkann sýndi rétt rúmar 1:34, allt gefið í botn og lokatíminn 1:34:56!

Þrjú á palli.
Ferðafélagarnir ekki af verri endanum.  Kári vann 1/2 maraþonið og Aldís 5 km.

Skemst frá því að segja að kellan var hoppandi kát, öllum markmiðum náð í þetta sinn.  Svona hljóp ég þetta, pace-ið sveiflast frá 4:00 og upp í 5:11 per km.  

Split
Time
Distance
Avg Pace
Summary1:34:56.221,284:28
14:08.91,004:09
24:22.71,004:23
34:41.51,004:41
45:11.11,005:11
54:16.71,004:17
64:56.61,004:57
74:26.51,004:27
84:29.21,004:29
94:33.31,004:33
104:47.81,004:48
114:27.21,004:27
124:00.41,004:00
134:12.71,004:13
144:24.11,004:24
154:13.01,004:13
164:21.11,004:21
174:24.31,004:24
184:44.51,004:44
194:38.61,004:39
204:12.31,004:12
214:17.81,004:18
221:05.90,283:53
Verðlaunaafhendingin hófst rétt eftir að ég var komin í mark.  Ánægjulegt að heyra að Íslandsbanki styrkir hlaupið og dekkar allan kostnaðinn við framkvæmdina þannig að keppnisgjöldin, sem n.b. eru mjög hófleg miðað við þjónustu, fara öll til góðgerðarmála og tveir 100.000 kr. styrkir voru afhentir á staðnum.  Ég fékk flotta hlaupapeysu og buxur í verðlaun.

Eftir hlaupið var slökun og spjall í lauginni.  Held að ég hafi verið 2 tíma ofan í eða svo, engin að bíða eftir mér og fullkomið upphaf af húsmæðraorlofi!