Ég hef yfirlett ekki verið að rokka feitt í Reykjavíkurmaraþoni, þ.e. fyrir utan árið 2005 þegar ég hljóp heilt maraþon, það gekk vel. Miklu oftar hefur þetta verið bölvað basl, ég hef sprungið, streðað, ekki náð markmiðum og er einhvern veginn aldrei í mínu besta standi á þessum árstíma. Eins og sumrin eru skemmtileg með frítíma og ógrynni af keppnishlaupum þá blómstra ég í rútínunni. Skemmtilegasta RM hlaupið mitt hingað til fyrir utan maraþonið var í fyrra en þá fór ég 10 km á þrjóskunni, 6 vikum eftir fótbrot, bara til að geta verið með í að safna fyrir hana Ágústu Vá-gústu.
Í ár var planið að hlaupa hálft maraþon sem hluta af undirbúningi fyrir hálfa maraþonið í Munchen í október. Ég á best 1:29:40 frá því 2009 og markmiðið er klárlega að bæta þann tíma í Munchen. Markmiðið fyrir RM var að hlaupa á sub 1:30 (hef ekki gert það síðan 2010) eða á ca. 4:15 pace, vonandi án þess að taka of mikið úr mér sem myndi trufla prógrammið.
Viku fyrir hlaup heyrði ég í honum Stefáni félaga mínum, hann ætlaði út á 4:10. Kemurðu ekki bara með? Ohhhh svo freistandi! Var eiginlega alveg komin á það en sem betur fer hitti ég Gunna Palla, þjálfara í Höllinni á Expó-inu og hann kippti mér til baka. 'Farðu út á 4:15 og haltu því alla vega fyrstu 14 km, eftir það máttu auka í...'
Ég vandaði undirbúninginn að öllu leyti og leit á það sem generalprufu fyrir Munchen. Lax á Grillmarkaðnum í hádeginu á föstudaginn, léttur kvöldmatur og ís á eftir. Fór snemma að sofa og vaknaði rétt fyrir sex til að borða hafragrautinn minn og hálfa ristaða beyglu með sultu og osti. Vatn og kaffi, sturta og í keppnisdressið. Nógur tími til að slaka á og lesa blöðin í huggulegheitum. Ég hjólaði niðrí bæ sem var ágætis upphitun, kom dótinu mínu fyrir og skokkaði svo hringinn í kringum Tjörnina.
Ég þekki náttúrulega ALLA á svæðinu, stemmningin er einstök og maður getur ekki annað en brosað allan hringinn. Ég fór meðvitað rólega af stað og naut þess að horfa í kringum mig og drekka í mig upplifunina. Fyrsti km var hægastur hjá mér, ja fyrir utan þann 4. en ástæðan fyrir því er að ég tók gel rétt áður en við komum að fyrstu drykkjarstöðinni og ég vildi fá vatn en ekki orku. Á fremstu borðunum var bara orka og ég spyr starfsmanninn hvort það sé ekki vatn líka. Hann vísar mér þá yfir götuna en það voru drykkjastöðvar báðu megin. Ég þurfti að skáskjótast á milli hlauparanna þvert yfir brautina og svo aftur til baka. Sá svo að ég hefði ekki þurft þess, það var vatn og orka báðu megin... vatnið bara aðeins lengra frá.
Tók mér góðan tíma eða næstu tvo km í að koma mér aftur á minn stað og vinna upp þessar sek sem ég missti, var pollróleg og hægt og örugglega náði ég þeim hlaupurum sem náðu forskoti á drykkjarstöðinni.
Eftir drykkjarstöðina og búin að missa af grúppunni minni.
Komin aftur á minn stað.
Eftir 8 km var ég komin í hælana á Þóri og Pétri sem voru að hlaupa heilt maraþon og datt í þennan fína takt með þeim. Við fórum í gegnum 10 km á 42:52 sem var aðein hægar en ég hafði lagt upp með, ætlaði að vera á 42:30 til að ná undir 1:30. Hmmm... hér þurfti ég að taka ákvörðun um hvort ég ætti að auka í og fara á undan strákunum eða láta bara ráðast með tímann og njóta samfylgdarinnar. Það er skemmst frá því að segja að ég var ekki lengi að velja síðari kostinn. Það er ótrúlega gott að þurfa ekkert að hugsa, bara láta sig fljóta með og ég treysti því fullkomlega að þeir myndu passa pace-ið fyrri hlutann af maraþoninu sínu.
Tættum í okkur km enn af öðrum, frábær líðan og allt gott í heiminum. Tók annað gel við drykkjarstöðina á Kirkjusandi og fékk mér vatn þar, annars fékk ég mér orku á hinum stöðvunum. Gott rúll upp brekkurnar af Eimskipasvæðinu og frábært að komast upp á Sæbraut, engar fleiri brekkur. Við höfðum fengið góðan meðvind út eftir sem þýddi þá að síðustu 4-5 km voru í mótvindi, ekki miklum en maður fann alveg fyrir honum. Langaði ekkert til að yfirgefa mína menn og gerði það bara ekkert, þrátt fyrir hvatningu.
Leiðir urðu nú samt að skilja, það var óumflýjanlegt og strákarnir þurftu að beygja til vinstri upp Kringlumýrarbrautina. Þórir jók aðeins hraðann síðasta km áður og hvatti mig til að klára þetta almennilega. Ég hafði 3 km laga stöðu mála og freistast til að ná markmiðinu. Á þessum síðasta kafla skiptust á hugsanir um að pressa vel eða bara finna annað skjól og rúlla... Þegar einn og hálfur km var eftir sá ég vel í næstu konu á undan og nú var kollurinn komin í lag og gamla setti í fimmta gír. Síðasti km var sá hraðasti á 4:05 pace. Ég sá klukkuna í fjarska, pírði augun... 1:29:11 og kannski 150 m eftir, ég næ þessu! Hljóp síðustu 250 m á 3:40 pace, 4. kona í mark af 1001 sem tóku þátt og 3. íslenska konan.
Í RM eru verðlaun annars vegar fyrir fyrstu þrjá og svo fystu þrjá Íslendinga í hverri vegalengd, kellan á palli og aur í verðlaun, vííí... Hér eru úrslitin. Sveitin mín var svo í öðru sæti í sveitakeppninni af 36 sveitum og fysta sem skipuð var Íslendingum.
Endaspretturinn Ljósm: Jón Kristinn Haraldsson
Í RM eru verðlaun annars vegar fyrir fyrstu þrjá og svo fystu þrjá Íslendinga í hverri vegalengd, kellan á palli og aur í verðlaun, vííí... Hér eru úrslitin. Sveitin mín var svo í öðru sæti í sveitakeppninni af 36 sveitum og fysta sem skipuð var Íslendingum.
Mynd af síðu Reykjavíkurmaraþons, fyrstu 3 íslenku konurnar í hálfu maraþoni.
Helen, Anna Berglind og Eva.
Greining fyrir hlaupanörda, hljóp á negative splitti, rúmri mínútu hraðari með seinni helminginn.
Fyrstu 10 km: 42:52
Seinni 10 km: 41:51, sem er aðeins hraðar en ég hljóp 10 km á Selfossi.
1,26 km: 5:03
Split
|
Time
|
Distance
|
Avg Pace
|
---|---|---|---|
Summary | 1:29:46.9 | 21,26 | 4:13 |
1 | 4:19.0 | 1,00 | 4:19 |
2 | 4:11.8 | 1,00 | 4:12 |
3 | 4:15.9 | 1,00 | 4:16 |
4 | 4:22.8 | 1,00 | 4:23 |
5 | 4:13.8 | 1,00 | 4:14 |
6 | 4:15.9 | 1,00 | 4:16 |
7 | 4:10.0 | 1,00 | 4:10 |
8 | 4:14.4 | 1,00 | 4:14 |
9 | 4:10.6 | 1,00 | 4:11 |
10 | 4:14.2 | 1,00 | 4:14 |
11 | 4:11.4 | 1,00 | 4:11 |
12 | 4:16.6 | 1,00 | 4:17 |
13 | 4:14.6 | 1,00 | 4:15 |
14 | 4:13.2 | 1,00 | 4:13 |
15 | 4:12.2 | 1,00 | 4:12 |
16 | 4:16.1 | 1,00 | 4:16 |
17 | 4:16.7 | 1,00 | 4:17 |
18 | 4:10.0 | 1,00 | 4:10 |
19 | 4:07.1 | 1,00 | 4:07 |
20 | 4:17.4 | 1,00 | 4:17 |
21 | 4:05.0 | 1,00 | 4:05 |
22 | :58.2 | 0,26 | 3:42 |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli