29. ágú. 2014

Fossvogshlaupið 2014

Ég hef ekki tekið þátt í Fossvogshlaupinu áður og var spennt að prófa ef kroppurinn leyfði eftir RM.  Var í fínu standi og ekkert eftir mig og þá var bara að láta vaða.  Valdi 5 km því það passaði best inn í prógrammið mitt.

Var nú ekki lítið ánægð að sjá að hann Stefán var búin að skrá sig í 10 km en þá er 5 km brautin hlaupin tvisvar.  Fullkomið þar sem hann er aðeins hraðari en ég núna og í þetta sinn var ég viss um að við gætum fylgst að.  

Æfingin sem ég skipti út fyrir hlaupið samanstóð af þremur köflum á T hraða (4.04 pace hjá mér) samtals 30 mínútur.  Ég gaf mér þá að það væri í lagi að fara aðeins hraðar fyrst þetta var bara 2/3 af tímanum...   og stefndi rétt undir 20 mínúturnar en bara ef ég gæti það með því að hlaupa yfirvegað og án þess að streða. 

Frábært veður sem við fengum, stillt og hlýtt.  Öll umgjörð í kringum hlaupið til fyrirmyndar, mikil stemmning á staðnum og rétt um 450 manns skráðir.  

Brautin er skemmtileg og krefjandi.  Fyrst er hlaupið 1,8 km inn Fossvogsdalinn en þar er tekin U-beygja í brekku.  Hlaupið niður aftur og upp brekku hinu megin í dalnum og til baka í átt að Víkingsheimilinu.  Síðasta km er nokkuð krefjandi brekka upp í áttina að Kópavogi og svo brött brekka niður aftur í átt að Víkingsheimilinu, krækt fyrir hornið og 200 m í mark.

Svona hljóp ég þetta:

Split
Time
Distance
Avg Pace
Summary19:45.05,023:56
13:54.31,003:54
23:53.81,003:54
34:02.71,004:03
43:56.31,003:56
53:53.21,003:53
6:04.70,023:24

Lokatími: 19:44 og önnur kona. Hér eru úrslitin.

Við vorum 3 Gunna Palla stelpur sem röðuðum okkur í fystu þrjú sætin:
Eva, María og Anna.

Verðlaunin voru glæsileg eins og allt annað hjá Víkingunum.  Fyrir annað sætið fékk ég verðlaunapening, litla tösku fulla af Hleðslu og 12.000 kr gjafakort hjá Intersport/Byko/Elko, vúhúúú...

p.s. Frekar fyndið að hugsa um það að María er 24 árum yngri en ég og Anna 22 árum yngri :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli