Við höfum oft verið með á Hlaupahátíðinni á Vestfjörðum okkur til mikillar ánægju. Það er pínu púsl með krakkana, minna mál að fá pössun (með aðstoð skipuleggjenda!) á meðan við hlaupum Óshlíðina en Vesturgatan er það tímafrek með rútuferðum og tilheyrandi að það er eiginlega of mikið til að við getum bæði verið með í bili. Hlaupahátíðin er líka á svipuðum tíma og afmælin hjá strákunum og í ár lenti þetta á sömu helginni þannig að við vorum búin að blása þetta af.
Í vikunni fyrir vorum við komin með fiðring og fórum að skoða leiðir til að láta það ganga upp að við tvö myndum skjótast í Óshlíðina. Það var heilmikið púsl. Fyrst var það pössun fyrir krakkana hérna heima, svo þurfti að redda flugi, gistinu og fari frá flugvellinum og til baka. Áður en við vissum af gekk þetta allt saman upp, mamma var til í að koma og passa, Þórólfur reddaði stand-by miðum og leit mjög vel út með flugið og síðast en ekki síst þá bauð Stefán (nú kallaður Stefán Stór-vinur okkar) og hans fólk upp á gistingu í Bolungarvík og transport. Jibbííí... Fórum út á völl í hlaupagallanum með smá handfarangur með okkur, tilbúin í hlaup klukkutíma eftir lendingu eða svo.
'Þið eru á biðlista, vélin er orðin full'. WHAT??? Nöguðum neglur í hálftíma áður en við vorum send heim með skottið á milli lappanna. Vorum smá stund að jafna okkur á því að við hefðum léttilega geta farið með fyrri vélinni ef okkur hefði grunað... en ohh well.
Óshlíðin átti að koma í staðinn fyrir eina af lykilæfingum vikunnar en nú erum við byrjuð í hálf maraþonprógrammi fyrir Munchen frá honum Gunna Palla. Þó það hafi verið freistandi að keyra heim og henda sér upp í sófa í svekkelsi þá var það ekki í boði og við lögðum bílnum fyrir utan heima, rétt stungum inn nefinu til að láta vita af okkur og hlupum svo inn í Fossvog til að taka æfinguna okkar.
Á boðstólnum var 3 sinnum 10 mínútur á T pace, sem er 4:04 hjá mér með 4 mínútu hvíldum á E pace sem er á milli 4:40 og 4:55 hjá mér. Mér hefur alltaf þótt lang erfiðast að höndla svona æfingar, töluverður hraði, langir kaflar og hlaup á milli hraða kaflana þannig að ég var nú ekkert sérstaklega bjartsýn fyrirfram. Það er skemst frá því að segja að ég rúllaði þessu upp, mér til mikillar undrunar og gleði.
Split
|
Time
|
Distance
|
Avg Pace
|
---|---|---|---|
Summary | 55:45.4 | 12,60 | 4:25 |
1 | 10:00.0 | 2,47 | 4:02 |
2 | 4:00.0 | 0,84 | 4:45 |
3 | 10:00.0 | 2,49 | 4:01 |
4 | 4:00.0 | 0,85 | 4:42 |
5 | 10:00.0 | 2,49 | 4:01 |
6 | 4:00.0 | 0,90 | 4:26 |
7 | 13:45.4 | 2,55 | 5:24 |
Fyrst ekkert varð af Óshlíðarhlaupinu þá var gefið að taka 3000 m á MÍ Öldunga á sunnudeginum. Það er alltaf vandamál með þátttöku á þessum mótum sem er mikil synd því ég held að allir sem eru að keppa í 5 og 10 hefðu gott og gaman af því að hlaupa 3000 á brautinni. Helsta skýringin á slakri þátttöku er að þetta er ekkert auglýst og upplýsingar um mótið koma mjög seint og þá bara á fri.is en lang flestir hlauparar eiga ekkert erindi þar inn en notast eingöngu við hlaupadagskránna á hlaup.is. Meira að segja við sem erum aðeins með puttana (fæturna) í FRÍ mótum vissum ekki af þessu nema vegna þess að einhver minntist á þetta á MÍ vikunni áður við okkur.
En alla vega, við mættum galvösk og ég var að vonast til að geta hlaupið á 11:15, þ.e. skafið þessar 4 sek af tímanum helgina áður sem voru fyrir mér. Þegar til kom var ég eini keppandinn í kvennaflokki og þar sem það er ótrúlega lítið spennandi að hlaupa einn á brautinni þá bað ég um leyfi hjá mótsstjóra að hlaupa með strákunum. Ef ég hefði verið að reyna að ná einhverjum lágmörkum eða setja einhver stórkostleg met þá hefði ég þurft að hlaupa ein en það ver engin hætta á því :)
Við vorum 6 sem störtuðum og ég vissi að einn gaurinn var á svipuðu róli og ég. Það var fínt veður en aðeins meiri vindur en á MÍ. Í þetta sinn var ég aðeins hægari en planið var með fyrstu hringina, 1-2 sek á hring, var ekkert að stressa mig á því en það kom mér á óvart. Hljóp í hælunum á síðasta manni fyrri hluta hlaupsins en þegar við vorum u.þ.b. hálfnuð skreið ég fram úr. Leið þokkalega vel allt hlaupið og átti meira eftir núna en síðast og gat aukið í á endaspretti. Endaði 4. á tímanum 11:22, þrem sek hægar en vikuna áður en miðað við vindinn og líðanina í hlaupinu, plús enga keppni þá var ég sátt. Þórólfur vann á 9:44 og var að bæta sig töluvert.
Þetta var síðasta keppnin í þessari keppnislotu og nú einbeitum við okkur að æfingum næstu tvær vikurnar. Tókum flotta æfingu á brautinni í Laugardalnum (erum búin að semja við vallarstjórann ;) á þriðjudaginn, 4 sinnum 1000 - 400 - 200 á I hraða sem er 3:43 pace hjá mér. Henti þessu í Excel og tók út hvíldirnar svo þetta yrði ekki algjör langloka. Garmin mælir þetta líka aðeins lengra en ég er bara að horfa á tíma á brautinni en ekki pace því það er aðeins villandi:
Fimmtudagsæfingin fór svo í vaskinn eða þannig. Átti að taka 5*1200 á I hraða (3:43 pace) en það var aldrei að fara að gerast á þessum degi. Fæturnir algjörlega búnir og svöruðu engu. Hraðinn var svo sem ekki vandamál en ég endaði á að taka 2*1200 - 1*800 og svo 4*400 í lokin en hélt hraðanum.
Time | Distance | Avg Pace | ||
3:44.6 | 1,03 | 03:38:00 | ||
1:27.9 | 0,41 | 03:34:00 | ||
:44.2 | 0,2 | 03:36:00 | ||
3:42.3 | 1,03 | 03:36:00 | ||
1:27.9 | 0,41 | 03:35:00 | ||
:44.6 | 0,21 | 03:37:00 | ||
3:42.2 | 1,04 | 03:35:00 | ||
1:27.9 | 0,41 | 03:37:00 | ||
:43.3 | 0,21 | 03:25:00 | ||
3:40.6 | 1,03 | 03:34:00 | ||
1:26.9 | 0,41 | 03:33:00 | ||
:43.3 | 0,2 | 03:38:00 | ||
Time | Distance | Avg Pace | ||
4:28.6 | 1,24 | 03:37:00 | ||
4:30.5 | 1,25 | 03:37:00 | ||
3:00.2 | 0,83 | 03:37:00 | ||
1:26.4 | 0,42 | 03:28:00 | ||
1:27.6 | 0,41 | 03:36:00 | ||
1:28.6 | 0,41 | 03:34:00 | ||
1:27.6 | 0,41 | 03:34:00 | ||
Næsta lykilæfing var svo á laugardaginn og hún hljómaði uppá 2 * 15 mínútur á T hraða (4:04 pace). Við vorum bæði frekar svartsýn á að þetta gengi, mikil þreyta í kroppnum. En ég hékk á því að ég hafði komið sjálfri mér á óvart á síðustu svona æfingu og ákvað að gera mitt besta. Í versta falli myndi ég breyta þessu í langa rólega æfingu... Og aftur gekk þetta framar vonum. Nú er ég steinhætt að vera hrædd við svona æfingar, leið vel og fannst þetta bara gaman!
Split
|
Time
|
Distance
|
Avg Pace
|
---|---|---|---|
Summary | 43:35.6 | 10,15 | 4:18 |
1 | 15:00.0 | 3,72 | 4:02 |
2 | 4:00.0 | 0,84 | 4:44 |
3 | 15:00.0 | 3,70 | 4:03 |
4 | 4:00.0 | 0,88 | 4:32 |
5 | 5:35.6 | 1,01 | 5:33 |
Nú þurfum við hjónin að spýta í lófana og auka magnið en við höfum bara ekki komið neinum löngum æfingum fyrir siðustu vikurnar. Það er nefnilega brjáluð vinna að vera í sumarfríi með tveggja að verða þriggja ára skal ég segja ykkur!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli