Göngugrind og áttaviti, jólagjöfin í ár fyrir mig takk!
Við tökum alltaf þátt í Álafosshlaupinu ef við getum, eitt af þessum sem manni þykir sérstaklega vænt um vegna þess að þeir sem standa að því, gera það af svo mikilli væntumþykju. Þetta er low-key hlaup, ekki mikið lagt upp úr brautarvörslu og merkingum en þess meira upp úr stemmningu og verðlaunaafhendingin er frábær, þar sem nánast annar hver maður fær einhvern glaðning. Skiptir engu máli upp á gleðina hvort það sé frosin kjúklingur eða einhver glaðningur úr Álafossbúðinni.
Ég átti harma að hefna eftir herfilegar ófarir í fyrra! Í ár passaði ég upp á að borða á réttum tíma fyrir hlaup, tók með mér keppnismatinn minn í vinnuna til að tryggja það. Við fengum pössun mjög tímanlega og vorum komin snemma upp í Mosó. Eina sem ég gat ekki ráðið við var að losna við uppsafnaða þreytu eftir síðustu keppnir en kroppurinn þess utan í topp standi. Ég reiknaði það út fyrir hlaup að minn helsti keppinautur í þetta sinn væri hún Birna, einn mesti hlaupanagli sem ég þekki bara svei mér þá, en hún hefur ekki verið að keppa mikið síðustu árin þannig að ég vissi svo sem ekkert hvernig það færi.
Það var töluverður vindur í Mosó en hlýtt úti og aftur varð hlýrabolurinn fyrir valinu. Ég startaði frekar framarlega en Bogga leiddi fyrsta spottann og svo Birna en fljótlega fór ég fram úr og leiddi af konunum. Við fengum að vita fyrir hlaupið að það væru ekkert sérstaklega margir brautarverðir og í ár var t.d. enginn sem hjólaði á undan. Þrátt fyrir að hafa hlaupið þetta marg oft þá voru þetta slæmar fréttir fyrir mig því ég er yfirleitt svo einbeitt í keppni að ég tek ekki eftir því hvort ég sé að fara til hægri eða vinstri og ég hef einungis hlaupið þessa leið í keppni og alltaf með einhvern til að elta.
Fyrstu km kannaðist ég vel við mig og sá vel í næsta mann en eftir ca. 3 km fór ég fram úr og þá var langt bil í næsta þar á undan. Hlaupið byrjar með heilmiklum og löngum brekkum og það er ég sterk, náði nokkuð góðu forskoti og leið vel. Við tekur ca. 2 km kafli á malarvegi, fekar flatt og þægilegt eða ætti að vera það. Ég sá glitta í næsta mann á undan öðru hvoru en hafði smá áhyggjur af því hvað var langt í hann. Sennilega af því ég var eitthvað að spá í þetta og skima eftir honum þá gerðist það. Rek tánna í stein og flýg svona líka hrikaleg á hausinn aftur!!! Reif upp á mér vinsti hendina og allt út í mold, drullu og blóði. Reif aftur upp sárin á hægri hendinni og sama þar. Hnjaskaði á mér vinstri mjöðmina og hægri kálfann líka.
Ég varð alveg brjáluð! Rauk upp og þeysti af stað og blótaði klaufaskapnum í sand og ösku. Í alvöru, aftur!!! Næsti á undan horfin og ca. km síðar kem ég að ómerktum gatnamótum. Enginn starfsmaður og engar merkingar. Arghhhh.... Ég veðjaði á hægri beygju og hljóp kannski 100 m áður en ég snéri við og vonaðist til að næstu menn á eftir mér þekktu leiðina. Eftir mikið handapat og öskur virtist einn vera viss í sinni sök og benti til hægri. Ég sá Birnu nálgast ískyggilega... Frústreruð og lemstruð hélt ég áfram móð og másandi, búin að missa mójó-ið og mér sýndist ég sjá 4:50 pace sem var afleitt.
Ég er búin að vera að glugga í bók sem heitir The Champion's mind og það síðasta sem ég hafði lesið í henni kvöldið áður var að þegar maður lendir í svona vandræðum þá er málið að útiloka allt annað en öndun og tilfinninguna í kroppnum. Ég hætti að hugsa um að einhver gæti náð mér eða að ég hefði klúðrað þessu og hugsaði í staðinn fyrir markvisst um að anda út og ná góðum rythma í kroppinn. Ef ég anda vel og leyfi kroppnum að vinna þá næ ég besta mögulega árangri.
Ég átti harma að hefna eftir herfilegar ófarir í fyrra! Í ár passaði ég upp á að borða á réttum tíma fyrir hlaup, tók með mér keppnismatinn minn í vinnuna til að tryggja það. Við fengum pössun mjög tímanlega og vorum komin snemma upp í Mosó. Eina sem ég gat ekki ráðið við var að losna við uppsafnaða þreytu eftir síðustu keppnir en kroppurinn þess utan í topp standi. Ég reiknaði það út fyrir hlaup að minn helsti keppinautur í þetta sinn væri hún Birna, einn mesti hlaupanagli sem ég þekki bara svei mér þá, en hún hefur ekki verið að keppa mikið síðustu árin þannig að ég vissi svo sem ekkert hvernig það færi.
Það var töluverður vindur í Mosó en hlýtt úti og aftur varð hlýrabolurinn fyrir valinu. Ég startaði frekar framarlega en Bogga leiddi fyrsta spottann og svo Birna en fljótlega fór ég fram úr og leiddi af konunum. Við fengum að vita fyrir hlaupið að það væru ekkert sérstaklega margir brautarverðir og í ár var t.d. enginn sem hjólaði á undan. Þrátt fyrir að hafa hlaupið þetta marg oft þá voru þetta slæmar fréttir fyrir mig því ég er yfirleitt svo einbeitt í keppni að ég tek ekki eftir því hvort ég sé að fara til hægri eða vinstri og ég hef einungis hlaupið þessa leið í keppni og alltaf með einhvern til að elta.
Startið í Álafosshlaupinu.
Fyrstu km kannaðist ég vel við mig og sá vel í næsta mann en eftir ca. 3 km fór ég fram úr og þá var langt bil í næsta þar á undan. Hlaupið byrjar með heilmiklum og löngum brekkum og það er ég sterk, náði nokkuð góðu forskoti og leið vel. Við tekur ca. 2 km kafli á malarvegi, fekar flatt og þægilegt eða ætti að vera það. Ég sá glitta í næsta mann á undan öðru hvoru en hafði smá áhyggjur af því hvað var langt í hann. Sennilega af því ég var eitthvað að spá í þetta og skima eftir honum þá gerðist það. Rek tánna í stein og flýg svona líka hrikaleg á hausinn aftur!!! Reif upp á mér vinsti hendina og allt út í mold, drullu og blóði. Reif aftur upp sárin á hægri hendinni og sama þar. Hnjaskaði á mér vinstri mjöðmina og hægri kálfann líka.
Ég varð alveg brjáluð! Rauk upp og þeysti af stað og blótaði klaufaskapnum í sand og ösku. Í alvöru, aftur!!! Næsti á undan horfin og ca. km síðar kem ég að ómerktum gatnamótum. Enginn starfsmaður og engar merkingar. Arghhhh.... Ég veðjaði á hægri beygju og hljóp kannski 100 m áður en ég snéri við og vonaðist til að næstu menn á eftir mér þekktu leiðina. Eftir mikið handapat og öskur virtist einn vera viss í sinni sök og benti til hægri. Ég sá Birnu nálgast ískyggilega... Frústreruð og lemstruð hélt ég áfram móð og másandi, búin að missa mójó-ið og mér sýndist ég sjá 4:50 pace sem var afleitt.
Ég er búin að vera að glugga í bók sem heitir The Champion's mind og það síðasta sem ég hafði lesið í henni kvöldið áður var að þegar maður lendir í svona vandræðum þá er málið að útiloka allt annað en öndun og tilfinninguna í kroppnum. Ég hætti að hugsa um að einhver gæti náð mér eða að ég hefði klúðrað þessu og hugsaði í staðinn fyrir markvisst um að anda út og ná góðum rythma í kroppinn. Ef ég anda vel og leyfi kroppnum að vinna þá næ ég besta mögulega árangri.
Og ekki leið á löngu þangað til að ég komst á gott rúll og fann taktinn minn og gleðina á ný. Síðustu 3 km voru bara skemmtilegir, ég var sterk og fann að ég var með þetta. Rúllaði í mark á 38:07 en það er einmitt pb tíminn minn í brautinni, meira en sátt með það eftir allt sem á undan hafði gengið. Þórólfur stóð sig með sóma, hljóp nálægt sínu besta og varð annar á efir honum Ingvari.
Fyrstu konur, Anna, Eva og Birna.
Gullspretturinn á morgun, það verður æði!
Þú ert snillingur Eva mín ... og frábær fyrirmynd til hamingju með þennan áfanga ..kveðja til Þórólfs mbk Þóra
SvaraEyðaTakk Þóra :) Skila kveðjunni.
SvaraEyða