Fram á síðustu stundu var ég í vafa um hvort ég ætti að vera með eða ekki. Ég skráði mig frekar snemma, þ.e. fyrir keppnistörnina og þá keppnisþreytuna sem fylgdi í kjölfarið... Það voru fjórar vikur frá síðustu Esjuæfingu og ég hef ekki farið tvær ferðir í röð síðan 2012. Ég var mikið að hugsa um hvort ég vildi frekar einbeita mér að Miðnæturhlaupinu og svo finn ég að ég sakna þess að æfa almennilega. Ég var meira á því að vera ekki með á fimmtudaginn og tók 8*200m spretti í hádeginu í staðinn fyrir að hvíla.
Eftir að hafa lesið bloggið mitt um Esju hlaupið árið 2012, þar lýsi ég upplifuninni sem eintómri gleði, ákvað ég að láta vaða. Um leið og ákvörðunin var tekin, þá hætti þetta að þvælast í kollinum á mér og í kjölfarið fylgdi tilhlökkun og spenningur.
Ég kann vel við rástímann, hlaupið byrjar 13:00, ekkert stess að vakna og borða eins og svo oft. Dúllaðist hérna með krökkunum mínum, tók til dótið mitt í rólegheitum og fór yfir hlaupaplanið í kolllinum. Ég var komin upp eftir tímanlega, gat skoðað aðstæður, tekið púlsinn á hlaupurunum í brautinni og komið dótinu mínu fyrir. Ég skokkaði 800m hringinn tvisvar til að hita upp, kom stöfunum og tveimur drykkjarbrúsum fyrir á skiptisvæðinu og kom mér í gallann. Það leit úr fyrir að vera kaldara en það var en hlaupararnir voru sammála um að það væri mjög hlýtt á leiðinni. Ég ákvað á endanum að hlaupa í léttum stuttbuxum, stuttermabol og háum sokkum. Var með tvenna utanvegaskó með mér, Asics Trail Attack sem eru aðeins þyngri en mjög þægilegir og svo Asics Fuji Racer sem eru laufléttir, drena vel og ég hef verið að keppa í undanfarið. Eina sem var að trufla mig með þá var að ég vissi að brautin væri mjög blaut og mikil drulla í henni og ég var smá smeyk við að fá bleytuna upp í gegnum sólann. Ákvað á endanum að þar sem ég yrði að öllum líkindum rennandi blaut hvort eð er þá væri betra að drena í gegn og Recer-inn varð ofan á. Myndirnar erum okkar eða fengnar að láni á Mt. Esja Ultra síðunni.
Ég ákvað að nota aðeins aðra taktík en ég er vön í þetta sinn, þ.e. í staðinn fyrir að spara mig í fyrri ferðinni ákvað ég að kýla vel á það, hlaupa eins mikið upp á við og ég gæti og freistast til að ná góðu forskoti. Taka svo seinni ferðina eins og á góðri æfingu, rigsa um leið og hallinn var orðinn töluverður en samt hlaupa alltaf nokkur skref upp í bekkurnar og byrja að skokka af stað nokkrum skrefum áður en komið var að flata.
Mikil stemmning í startinu, áttatíu spenntir hlauparar og saman töldum við niður. Strax í upphafi var ég framarlega en maður á erfitt með að átta sig alveg á stöðunni í hamaganginum, vissi alla vega að ég var fremst kvenna. Ég hljóp hringinn frekar hratt, greip stafina með mér á skiptisvæðinu og hljóp af stað upp brekkurnar. Ég hef aldrei hlaupið eins langt upp í fjallið án þess að taka labb á milli, held að ég hafi nánast hlaupið alla leið að fystu brúnni. Ætli ég hafi ekki farið fram úr 2-3 frekar snemma á mýrunum og þegar nálgaðist Stein tók ég fram úr einum fimm ferða hlaupara. Eftir að ég fór fram úr honum sá ég ekki hlaupara á undan mér fyrr fyrr en á endasprettinum. Mér var vel heitt þrátt fyrir að vera bara á stuttermabol.
Það er alveg hrikalega gaman að koma upp að Steini og láta merkja við sig og tilfinningin er eins og maður sé hálfnaður. Niðurleiðin er svo adrenalínkikk dauðans, þar sem málið er að finna þessa fínu línu á milli þess að láta sig gossa en samt ekki þannig að það sér hættulegt. Ákvað að rífa mig úr bolnum fyrir seinni ferðina, gerði það með einstaklega þokkafullum tilburðum á meðan merkt var við mig og sá ekki eftir því.
Eins asnalegt og það hljómar þá fannst mér eiginlega seinni 800 m hringurinn erfiðastur. Maður hefur á tilfinningunni að maður sé að fara ótrúlega hægt eftir að hafa flogið niður brekkurnar og ég var dauðfegin að komast í klifrið aftur.
Aðeins annar taktur í þetta sinn en ég var mjög meðvituð um að klippa leiðina niðrí búta og hugsa með mér á hverri stundu, er ég að gera eins vel og ég get? Með það í huga gat ég einhvern veginn alltaf byrjað pínu fyrr að hlaupa og hlaupið aðeins lengra en ég gerði ráð fyrir. Ég sá fljótlega að það þyrfti eitthvað mikið að fara úrskeiðis til að ég myndi missa forystuna, leit til baka einu sinni eða tvisvar í seinni ferðinni og sá engan nálægt. Ólýsanleg tilfnning að komast upp að Steini í seinni ferðinni, vitandi að nú var bara gamanið eftir. Það bubblaði í mér hláturinn alla leiðina niður, ég fór þétt en var hrikalega ákveðin í að halda fókus, vera í núinu og ekki fara fram úr sjálfri mér. Þegar 2-300 m voru eftir í mark sá ég loks í rass til að elta og blastaði eins og druslan dró en náði bara í hælana á honum. Þar var á ferðinni fimm ferða hlaupari sem var að klára sitt hlaup.
Ég leit aldrei á klukkuna í hlaupinu en heyrði að einhver kallaði 'hrikalega góður tími' eftir fyrri ferðina mína. Eins vissi ég ekki hversu margir væru á undan mér. Ég var því hoppandi glöð að heyra að ég hafði bætt mig um 5 mínútur frá því fyrir tveimur árum og lokið þessari þraut á 1:44:51 sem var jafnframt nýtt brautarmet. Ekki fannst mér verra að heyra að ég væri 3. overall, bara einn Íslendingur á undan mér og svo sprækur Frakki sem hafði skömmu áður hjólað hringinn í kringum landið.
Millitímarnir hjá mér voru svona:
800 m og upp að Steini I: 33:45
Niður: 16:52
800 m og upp að Steini II: 37:00
Niður: 17:13
Ég tók því alveg rólega á sunnudaginn og fór smá skokktúr í gær og ég er með þvílíkar harðsperrur eftir þetta. Sennilega er ég að borga fyrir tímann sem liðinn var frá síðustu Esjuæfingu. Hafi ég fyrirfram verið að gæla við að fara í Miðnæturhlaupið líka, þá var það sko algjörlega blásið af! Enginn vafi og ég naut þess að liggja eins og skata upp í sófa á náttfötunum meðan ég beið eftir úrslitum úr 5 km hlaupinu og fréttum að bónda mínum. Hann rokkaði spikfeitt eins og hans var von og vísa, varð 2. á 17:12. Ekki laust við að við séum pínulítið óþolandi ánægð með okkur og hvort annað þessa dagana en sem betur fer fáum við útrás fyrir því heima hjá okkur og það líður fljótt hjá!
800m hringur, svo upp vinstra megin og niður hægra megin * 2
Til í tuskið.
Mikil stemmning í startinu, áttatíu spenntir hlauparar og saman töldum við niður. Strax í upphafi var ég framarlega en maður á erfitt með að átta sig alveg á stöðunni í hamaganginum, vissi alla vega að ég var fremst kvenna. Ég hljóp hringinn frekar hratt, greip stafina með mér á skiptisvæðinu og hljóp af stað upp brekkurnar. Ég hef aldrei hlaupið eins langt upp í fjallið án þess að taka labb á milli, held að ég hafi nánast hlaupið alla leið að fystu brúnni. Ætli ég hafi ekki farið fram úr 2-3 frekar snemma á mýrunum og þegar nálgaðist Stein tók ég fram úr einum fimm ferða hlaupara. Eftir að ég fór fram úr honum sá ég ekki hlaupara á undan mér fyrr fyrr en á endasprettinum. Mér var vel heitt þrátt fyrir að vera bara á stuttermabol.
Það er alveg hrikalega gaman að koma upp að Steini og láta merkja við sig og tilfinningin er eins og maður sé hálfnaður. Niðurleiðin er svo adrenalínkikk dauðans, þar sem málið er að finna þessa fínu línu á milli þess að láta sig gossa en samt ekki þannig að það sér hættulegt. Ákvað að rífa mig úr bolnum fyrir seinni ferðina, gerði það með einstaklega þokkafullum tilburðum á meðan merkt var við mig og sá ekki eftir því.
Búin að rífa mig úr, sem var pínu strembið með drykkjarbelti og derhúfu :)
Eins asnalegt og það hljómar þá fannst mér eiginlega seinni 800 m hringurinn erfiðastur. Maður hefur á tilfinningunni að maður sé að fara ótrúlega hægt eftir að hafa flogið niður brekkurnar og ég var dauðfegin að komast í klifrið aftur.
Tilbúin í ferð númer tvö.
Aðeins annar taktur í þetta sinn en ég var mjög meðvituð um að klippa leiðina niðrí búta og hugsa með mér á hverri stundu, er ég að gera eins vel og ég get? Með það í huga gat ég einhvern veginn alltaf byrjað pínu fyrr að hlaupa og hlaupið aðeins lengra en ég gerði ráð fyrir. Ég sá fljótlega að það þyrfti eitthvað mikið að fara úrskeiðis til að ég myndi missa forystuna, leit til baka einu sinni eða tvisvar í seinni ferðinni og sá engan nálægt. Ólýsanleg tilfnning að komast upp að Steini í seinni ferðinni, vitandi að nú var bara gamanið eftir. Það bubblaði í mér hláturinn alla leiðina niður, ég fór þétt en var hrikalega ákveðin í að halda fókus, vera í núinu og ekki fara fram úr sjálfri mér. Þegar 2-300 m voru eftir í mark sá ég loks í rass til að elta og blastaði eins og druslan dró en náði bara í hælana á honum. Þar var á ferðinni fimm ferða hlaupari sem var að klára sitt hlaup.
Endaspretturinn.
Þvílík gleði!
Ég leit aldrei á klukkuna í hlaupinu en heyrði að einhver kallaði 'hrikalega góður tími' eftir fyrri ferðina mína. Eins vissi ég ekki hversu margir væru á undan mér. Ég var því hoppandi glöð að heyra að ég hafði bætt mig um 5 mínútur frá því fyrir tveimur árum og lokið þessari þraut á 1:44:51 sem var jafnframt nýtt brautarmet. Ekki fannst mér verra að heyra að ég væri 3. overall, bara einn Íslendingur á undan mér og svo sprækur Frakki sem hafði skömmu áður hjólað hringinn í kringum landið.
Millitímarnir hjá mér voru svona:
800 m og upp að Steini I: 33:45
Niður: 16:52
800 m og upp að Steini II: 37:00
Niður: 17:13
Slakað á eftir hlaup.
Elín, Eva og Ásdís, fyrstu konur í Mt. Esja Ultra II
Ég tók því alveg rólega á sunnudaginn og fór smá skokktúr í gær og ég er með þvílíkar harðsperrur eftir þetta. Sennilega er ég að borga fyrir tímann sem liðinn var frá síðustu Esjuæfingu. Hafi ég fyrirfram verið að gæla við að fara í Miðnæturhlaupið líka, þá var það sko algjörlega blásið af! Enginn vafi og ég naut þess að liggja eins og skata upp í sófa á náttfötunum meðan ég beið eftir úrslitum úr 5 km hlaupinu og fréttum að bónda mínum. Hann rokkaði spikfeitt eins og hans var von og vísa, varð 2. á 17:12. Ekki laust við að við séum pínulítið óþolandi ánægð með okkur og hvort annað þessa dagana en sem betur fer fáum við útrás fyrir því heima hjá okkur og það líður fljótt hjá!
Mynd frá GPJ.