Ég var búin að minnast aðeins á hlaupahópinn minn í vinnunni en hann samanstendur af eintómum snillingum og gleðigjöfum.
Forsprakkarnir tóku sig til og skipulögðu ferð í Þórsmörk til að taka þátt í Volcano Trail Run - Þórsmerkurhlaupið, rétt rúmlega 12 km löngu, nýju utanvegahlaupi. Við tókum allan pakkann sem samanstóð af rútuferð frá Seljalandsfossi, á laugardagsmorgun, inn í Mörk, keppnisbol, grill eftir hlaup, gistingu í Volcano Trail Huts í Húsadal og morgunmatur daginn eftir. Hér er kort af hlaupa leiðinni:
Forsprakkarnir tóku sig til og skipulögðu ferð í Þórsmörk til að taka þátt í Volcano Trail Run - Þórsmerkurhlaupið, rétt rúmlega 12 km löngu, nýju utanvegahlaupi. Við tókum allan pakkann sem samanstóð af rútuferð frá Seljalandsfossi, á laugardagsmorgun, inn í Mörk, keppnisbol, grill eftir hlaup, gistingu í Volcano Trail Huts í Húsadal og morgunmatur daginn eftir. Hér er kort af hlaupa leiðinni:
Ferðin gekk eins og í sögu og skv. yr.no áttu að koma 2 regndropar á okkur og smá gjóla og það stóðst eins og annað hjá Norðmönnunum. Það var frekar kalt í startinu og ég hljóp af stað í ullarnærbol, wind-breaker peysu, fisléttu vesti, compression hnébuxum og sokkum. Vissi að það væri töluverður snjór á leiðinni svo ég tók ekki allra léttustu trail skóna mína (Racer) en valdi Asics Gel Fuji Attack og þeir voru alveg frábærir enda búin að hlaupa mikið á þeim í Esjunni og þekki þá vel.
Skipuleggjendur vour með góðan kynningarfund fyrir hlaupið, en fyrir mig þá hjálpar það ekki mikið að skoða svona utanvega leiðir á korti eða myndum. Um leið og ég er komin af stað þá man ég ekkert mikið meira en að ég á að halda áfram þangað til ég er komin í mark. Þar sem þetta var í fyrsta sinn sem hlaupið var haldið gerði ég fastlega ráð fyrir því að eitthvað færi úrskeiðis, það er venjan og veiku blettirnir í skipulagningu koma í ljós, þannig er þetta bara og allt í góðu.
Mynd: Brynjólfur Flosason
Við hlupum af stað og ég raðaði mér á eftir fyrstu tveim mönnum og þetta var strax skemmtilegt, réð mjög vel við hraðann og gott að hafa einhvern til að elta. Fyrstu tvær beygjur af leið voru vel merktar og brautarverðir á staðnum. Eftir u.þ.b 2 km hlaupum við niður langa bratta brekku, alveg hrikalega gaman en á flatanum fyrir neðan hægir næsti maður á undan mér á sér, kemur til baka og spyr mig hvort ég haldi að þetta sé rétt leið?
Ég hafði ekki hugmynd, við skokkum þá að fysta manni sem var líka búin að stoppa og jú, við vorum þá komin í Langadal, að síðasta spottanum í hlaupinu við rætur Valahnúks og klárlega alveg út að skí... Við sáum þá sem eltu okkur snúa við þegar þeir sáu okkur koma til baka og þannig atvikaðist að þeir fyrstu urðu síðastir!
Ekkert annað að gera en pjakka upp brekkuna og koma sér inn á brautina aftur og sjá hvernig þetta myndi fara. Á leiðinni upp hugsaði ég með mér að þetta væri þá bara góð æfing fyrir utanvegahlaup sumarsins og ég var mjög fljót að jafna mig á þessu. Þegar við komum inn í brautina aftur fékk ég að vita að ég væri númer 13 (af 21) búin að ná 8 öðrum villuráfandi sauðum en þeir sem fóru rétta leið hvergi sjáanlegir. Mér var orðið helst til heitt í hamsi þegar hér var komið við sögu og ætlaði að rífa mig úr vestinu... sem gekk ekki betur en svo að rennilásinn festist, brotnaði af og ég þurfti í orðsins fyllstu að rífa mig úr vestinu. Fékk tætlurnar til baka eftir hlaup :)
Við vorum þrjú sem hlupum svo saman næstu km og loksins sást í rass og það var eins og að fá vítamínsprautu, hlaupið ekki nema rétt hálfnað og allt gat gerst. Á næstu km voru miklar snjóbreiður og töluverð hækkun, þungt að pjakka og frekar hægt farið yfir, sem ég vissi að myndi nýtast mér vel, ég er drullusterk í svona. Við pikkuðum upp hlauparana einn af öðrum, ég var aldrei með töluna á hreinu fyrir utan að ég vissi af fjórum konum (öllum!) fyrir framan mig. Náði þeim einni af annarri og þegar það voru svona ca. 3-4 km eftir í mark var bara ein eftir.
Nú kom kafli með lækkun aftur og aðeins hægt að hlaupa hraðar. Svo komu mjóir, kræklóttir og tæknilegir stígar að svona 1,5 km á flata meðfram og í árfarvegi. Ég náði fremstu konu þar, vissi að hún væri kunnug á svæðinu og taldi tryggast að elta hana þangað til ég væri viss um að finna leiðina í mark.
Þegar við komum að Valahnúk fór ég fram úr og skottaðist upp, ekki mikið mál með Esjurnar í lærunum en ofarlega skiptist leiðin í tvennt og engar merkingar. Ég snéri þá við, skokkaði niður aftur þangað til ég sá næstu á eftir mér og fékk að vita hvora leiðina ég ætti að fara. Upp á toppnum var starfsmaður við útsýnisskífu, ég kallaði til hans að koma sér niður í hlíðina þar sem hann sæist og gæti leiðbeint þeim sem á eftir kæmu, sem hann og gerði.
Síðasti spölurinn voru tröppur og kræklóttir stígar niður að endamarkinu og þegar ég var hálfnuð niður kom eitthvað fljúgandi fram úr mér en þar var á ferðinni vinnufélagi minn sem var ROSALEGUR niður brekkurnar og skildi mig eftir í rykskýi!
Mikil gleði að komast í mark vitandi að ég væri fyrsta konan þrátt fyrir þennan létta útúrdúr í upphafi en það kom algjörlega á óvart að við höfðum á leiðinni náð öllum hinum og ég var 2. í mark í heildina. Hér eru úrslitin. Við sem hlupum lengst fórum 14,67 km en brautin er 12,4 km, talandi um að fá sem mest fyrir peninginn.
Flott verðlaunaafhending eftir hlaup, glæsilegur verlaunagripur úr Kötlugrjóti og pakkaferð í Þórsmörk fyrir tvo í verðlaun. Frábær grillveisla toppaði svo upplifunina og ég er algjörlega fullviss um að það sem betur mátti fara í merkingum í ár, verður pottþétt á næsta ári. Skipuleggjendur voru einstaklega ljúfir og vildu allt fyrir okkur gera. Ég get sannarlega mælt með þessari upplifun og verð örugglega með að ári ef ég get!
Ég hafði ekki hugmynd, við skokkum þá að fysta manni sem var líka búin að stoppa og jú, við vorum þá komin í Langadal, að síðasta spottanum í hlaupinu við rætur Valahnúks og klárlega alveg út að skí... Við sáum þá sem eltu okkur snúa við þegar þeir sáu okkur koma til baka og þannig atvikaðist að þeir fyrstu urðu síðastir!
Ekkert annað að gera en pjakka upp brekkuna og koma sér inn á brautina aftur og sjá hvernig þetta myndi fara. Á leiðinni upp hugsaði ég með mér að þetta væri þá bara góð æfing fyrir utanvegahlaup sumarsins og ég var mjög fljót að jafna mig á þessu. Þegar við komum inn í brautina aftur fékk ég að vita að ég væri númer 13 (af 21) búin að ná 8 öðrum villuráfandi sauðum en þeir sem fóru rétta leið hvergi sjáanlegir. Mér var orðið helst til heitt í hamsi þegar hér var komið við sögu og ætlaði að rífa mig úr vestinu... sem gekk ekki betur en svo að rennilásinn festist, brotnaði af og ég þurfti í orðsins fyllstu að rífa mig úr vestinu. Fékk tætlurnar til baka eftir hlaup :)
Við vorum þrjú sem hlupum svo saman næstu km og loksins sást í rass og það var eins og að fá vítamínsprautu, hlaupið ekki nema rétt hálfnað og allt gat gerst. Á næstu km voru miklar snjóbreiður og töluverð hækkun, þungt að pjakka og frekar hægt farið yfir, sem ég vissi að myndi nýtast mér vel, ég er drullusterk í svona. Við pikkuðum upp hlauparana einn af öðrum, ég var aldrei með töluna á hreinu fyrir utan að ég vissi af fjórum konum (öllum!) fyrir framan mig. Náði þeim einni af annarri og þegar það voru svona ca. 3-4 km eftir í mark var bara ein eftir.
Nú kom kafli með lækkun aftur og aðeins hægt að hlaupa hraðar. Svo komu mjóir, kræklóttir og tæknilegir stígar að svona 1,5 km á flata meðfram og í árfarvegi. Ég náði fremstu konu þar, vissi að hún væri kunnug á svæðinu og taldi tryggast að elta hana þangað til ég væri viss um að finna leiðina í mark.
Þegar við komum að Valahnúk fór ég fram úr og skottaðist upp, ekki mikið mál með Esjurnar í lærunum en ofarlega skiptist leiðin í tvennt og engar merkingar. Ég snéri þá við, skokkaði niður aftur þangað til ég sá næstu á eftir mér og fékk að vita hvora leiðina ég ætti að fara. Upp á toppnum var starfsmaður við útsýnisskífu, ég kallaði til hans að koma sér niður í hlíðina þar sem hann sæist og gæti leiðbeint þeim sem á eftir kæmu, sem hann og gerði.
Síðasti spölurinn voru tröppur og kræklóttir stígar niður að endamarkinu og þegar ég var hálfnuð niður kom eitthvað fljúgandi fram úr mér en þar var á ferðinni vinnufélagi minn sem var ROSALEGUR niður brekkurnar og skildi mig eftir í rykskýi!
Mikil gleði að komast í mark vitandi að ég væri fyrsta konan þrátt fyrir þennan létta útúrdúr í upphafi en það kom algjörlega á óvart að við höfðum á leiðinni náð öllum hinum og ég var 2. í mark í heildina. Hér eru úrslitin. Við sem hlupum lengst fórum 14,67 km en brautin er 12,4 km, talandi um að fá sem mest fyrir peninginn.
Verðlaunahafar í Volcano Trail Run
Flott verðlaunaafhending eftir hlaup, glæsilegur verlaunagripur úr Kötlugrjóti og pakkaferð í Þórsmörk fyrir tvo í verðlaun. Frábær grillveisla toppaði svo upplifunina og ég er algjörlega fullviss um að það sem betur mátti fara í merkingum í ár, verður pottþétt á næsta ári. Skipuleggjendur voru einstaklega ljúfir og vildu allt fyrir okkur gera. Ég get sannarlega mælt með þessari upplifun og verð örugglega með að ári ef ég get!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli