9. maí 2014

Icelandair hlaupið 2014

Nokkuð strembin keppnis- og æfingavika í aðdraganda Icelandair hlaupsins að þessu sinni og ég komin á fullt í Hjólað í vinnuna.  Með það í huga lagði ég í hann og var mjög vel stemmd.  Markmiðið dagsins var að vera nálægt mínu besta, hljóp á PB í fyrra 28:14 sem gerir 4:00 pace.



Ég hafði hugsað mér að reyna að fylgja félaga mínum, honum Stefáni Gíslasyni (sem ég hljóp með í fyrra) eftir, hann stefndi á sub 28, en strax í upphafi sá ég að hann var að fara of hratt fyrir mig.  Ég fann taktinn minn og rúllaði fyrstu þrjá kílómetrana þægilega á 3:57 - 3:57 - 4:01.  Fjórði km var aðeins út úr korti, ég var að nýta mér skjól meðfram sjónum og tók ekki eftir að við værum að hægja.  Síðustu 3 km voru svo góðir 3:58 - 3:56 - 3:55 og síðustu 100 m á 3:10 pace.  Fullkomlega útfært hlaup fyrir mig, síðasti km aðeins hraðari en sá fyrsti og ég hafði á tilfinningunni að hafa náð að taka allt út en jafnframt að líða vel á meðan.

Niðurstaðan var 4. sæti kvenna, 33 over-all (upp um 3 sæti) og jafnaði PB upp á sek: 28:14.   Hér er úrslitin!

Er massa glöð að vera komin á nákvæmlega sama stað og í fyrra, þrátt fyrir fótbrot, tognun í hné og lungnabólgu á síðustu 10 mánuðum.  Líður eins og ég sé í besta formi lífs míns og hlakka til að takast á við næstu áskoranir.  Þarf reyndar ekki að bíða lengi, Víðavangshlaup Íslands er á morgun.  Það er jafnframt Íslandsmeistaramótið í víðavangshlaupum, við hlaupum 6 km í kvennaflokki, þvers og kruss í Laugardalnum.  ÍR verður með hörkusveit og ég hlakka mikið til.  Fyrr um morguninn verður líka boðið upp á Fjölskylduhlaup Ármanns á sama stað og ég reikna með að Liljan mín taki þátt í því og kannski skokka ég líka með hana Sonju mína ef hún er í stuði.

Í millitíðinni þarf ég samt að skila af mér 50 km hjóli til að bæta upp fyrir lufs gærdagsins :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli