- Ha, enginn annar að fara út að hlaupa?
- Mmmm enginn annar að fara út að hlaupa :)
- Þá ætla ég að fara stutt og rólega...
- Vá hvað ég er að hlaupa hægt...
- Er ég kannski að labba?
- Kannski ætti ég bara að fara að labba...
- Djók :)
- Þarna er kona með hund...
- Hann er laus...
- Hann hleypur til mín og þefar af mér...
- Hún kemur hlaupandi, fyrirgefðu...
- Viltu ekki bara vera með hann í taumi?
- Hundafólk, hmphh...
- Oijjj þarna er hundaskítur...
- Örugglega eftir lausa hundinn...
- Kúkalabbar...
- Nei, bíddu alveg öfugt...
- Þeir sem labba með kúk?
- Samviskusamir hundaeigendur?
- Hahahhahaha
- Ég er alla vega ekki kúkalabbi...
- Hahahahhahah...
- Hahahahhaaha...
- ...
- Komin...
27. maí 2014
Það sem gerist í kollinum á manni...
...þegar maður fer einn út að hlaupa í hádeginu:
21. maí 2014
Það er svo óþægilegt ef þú talar um þetta...
Ég hef mikið verið að hugsa um heilindi (Integrity) síðustu daga. Ekki væri nú verra að hafa hann stóra bróður minn hjá mér til að ræða orðsifjar en það verður að bíða betri tíma. Fyrir mér eru heilindi sá eiginleiki sem ég kann hvað mest að meta í fólki sem verður á vegi mínum hér í heimi og að sama skapi hef ég óbeit heilindum. Ég held að ástæðan fyrir mikilvægi heilinda og þá óbeitin á óheilindum, séu komin af því að lengi vel þá lifði ég lífi þar sem ekki var pláss fyrir heilindi og ég sjálf var svo langt frá því að vera heil. Ég veigraði mér ekki við að ljúga, svíkja og pretta.
Ég hugsa að þetta sé svona svipað eins og með reykingarnar, þú finnur engan fanatískari á reykingar en fyrrverandi reykingamenn. Mér finnst óþægilegt að svo mikið sem finna vott af reykingarfýlu, þó svo/eða sennilega einmitt vegna þess að ég reykti eins og strompur sjálf í mörg ár. Það er meira að segja smá pirrandi að mæta reykingarfólki úti, jafnvel þó það sé hinu megin við götuna...
Síðustu 16 árin eða svo, frá því að ég ákvað að taka u-beygju í lífinu, hefur það verið mér mikið hjartans mál að reyna að lifa lífi mínu af heilindum. Ég geri miklar kröfur til sjálfrar mín og legg ríka áherslu á það í uppeldinu að koma fram við aðra af heilindum og heiðarleika, spila eftir reglunum. Krakkar byrja snemma að prófa sig áfram, plata pínulítið og sjá hversu langt þau komast. Það er okkar foreldranna að stoppa þau af og kenna þeim að það hefur afleiðingar í för með sér að koma óheiðarlega fram. Þegar þau eru eldri þá prófa þau að svindla í spilum, við sláum á puttana á þeim og segjum að það sé ekki í lagi. 'En hann svindlaði líka!!!'. Það skiptir ekki máli, það má ekki svindla. Unglingarnir okkar reyna líka á þolrifin, pjúff... En upp til hópa erum við sem samfélag með svipaða sýn, heilindi eru eftirsóknarverður eiginleiki. Og við höfum skýra tilfinningu fyrir hvað er rétt og rangt. Þess vegna þarf ekki að taka fram allt sem er bannað í leik enda væri það ekki hægt.
Ég er með ofnæmi fyrir svindli, ég get svarið það ég fæ líkamleg einkenni! Fyrir mörgum árum var ég með í vinnustaðaleik þar sem starfsmönnunum var skipt í lið og við kepptum svo í alls konar þrautum. Við kepptum m.a. í því að fara í gegnum þrautabraut í ætt við skólahreysti, í súludansi, sömdum og fluttum rapplag. Þetta var gert til að hrista saman hópinn, rosa fjör og hrikalega gaman.
Þangað til að eitt liðið ákvað að svindla. Í lokaþrautinni áttum við að búa til eins langan orm og hægt var úr fötunum sem við vorum í og þeir allra hörðustu stóðu á nærbuxunum einum saman. Liðið sem svindlaði læddist inn í búningsklefa og náði í fullt af fötum þar og bjó til lengsta orminn. Þeir sem stýrðu keppninni tóku ekki eftir þessu en allir aðrir gerðu það. Liðinu sem svindlaði var dæmdur sigurinn og allt í einu var þetta var bara ekkert gaman. Allir vissu af svindlinu og svindlararnir flissuðu bara, hálfskömmuðust sín og sögðu bara að 'Auuu þið eruð bara svekkt að hafa ekki fattað upp á þessu! Það var ekkert tekið fram að það mætti ekki!' Svo tóku þau við bikarnum og hömpuðu honum.
Mér var svaðalega misboðið. Konan sem var að reyna að bæta fyrir allt ruglið sem hún hafði lifað og hrærst í gat engan veginn kyngt því að fullorðið 'almennilegt' fólk gæti komið svona fram. Ég hafði á tilfinningunni að flestir væru sammála mér, er eiginlega alveg viss um það. Það var pískrað á göngunum og það látið gott heita.
Eftir nokkra daga bloggaði ég um þetta til þess að losa mig við frústrasjónina. Stuttu síðar var ég kölluð á teppið hjá yfirmanni mínum, þar sem hann bað mig vinsamlega um að fjarlæja bloggið. Ástæðan var sú að þeir sem voru í 'sigur' liðinu urðu svo svakalega sárir. Samt var þetta bara hárnákvæm frásögn af því sem gerðist, ég tók ekki einu sinni afstöðu í blogginu og engin nöfn... Nei, skilaboðin voru skýr, það er allt í lagi að koma svona fram við samstarfsfélaga sína og vini, þetta var nú bara til gamans, en ef þú vogar þér að tala um það, það er sko alvöru glæpur. Nánast brottrekstrarsök...
Ég fjarlægði bloggið, hugsaði mitt, lengi... Jú þetta voru margir hverjir vinir mínir og eru enn. Fólk sem mér þykir hryllilega vænt um og dáist að. Sumir úr hópnum hafa eftir þetta reynst mér ótrúlega vel meira að segja. En það var einmitt þess vegna sem mér fannst svo erfitt að kyngja þessu. Mér er skítsama ef einhver njóli út í bæ svindlar, ég verð bara sorgmædd ef það er einhver sem skiptir mig máli. Og ef það er stundum í lagi að svindla, já bara svona í gríni, hvaða skilaboð erum við að senda. 'Nei ástin mín það má ekki svindla, nema kannski þegar þú ert fullorðinn og í einhverju gríni. Öllum finnst það bara fyndið. Líka þeim sem hefðu unnið ef þú hefðir ekki svindlað. Já og ef þú svindlar eða verður vitni að svindli þá mátt þú alls ekki nota orðið svindl því það getur látið fólki líða illa, mundu það.'
Ég verð bara óörugg og ómöguleg þegar það eru ekki skýrar reglur. Mér finnst að fólki sem svindlar eigi að líða illa og laga svo til eftir sig. Þess vegna höfum við samvisku og samviskubit. Nú og sé einhver sakaður um svindl sem alls ekki hefur svindlað (og já ég hef líka reynslu að því :), þá ætti það ekki að skipta máli, það er eins og að skvetta vatni á gæs. Heilindi eru nefnilega eins og ósýnileg ofur brynja. Ekkert bítur á manni. Ég hef líka óvart svindlað og þurft að biðjast afsökunar á því, þegar mér var bent á mistökin.
Fyrirtækið sem um ræðir er ekki lengur til. Glitnir hrundi eins og spilaborg. Ég held að allir geti verið sammála um að skortur á heilindum hafi þar átt stærstan hluta að máli.
12. maí 2014
Víðavangshlaup Íslands 2014 - Íslandsmeistaramót
Það var svo mikið um að vera hjá mér í vikunni að ég var algjörlega afslöppuð fyrir Víðavangshlaup Íslands að þessu sinni. Þriðja keppnishlaupið á viku og 100 km í Hjólað í vinnuna en ég vara bara ótrúlega spræk og fann ekki fyrir mikilli þreytu. Ég var búin að bíta það í mig að hlaupið myndi hefjast kl. 11 og vaknaði miðað við það, borðaði keppnismorgunmat og fór i gegnum mína rútínu. Þegar líða tók á morguninn rifjaðist upp fyrir mér að það er keppt í öllum aldursflokkum og á mismunandi tímum. Kíkti á hlaup.is og hlaupið hjá konum 20 ára og eldri átti að byrja 13:15. Alsæl með það, þar sem planið var að leyfa stelpunum okkar að sprikla í Fjölskylduhlaupi Ármanns sem var á dagskránni á sama stað í Laugardalnum, fyrr um morguninn. Stelpurnar voru æðislegar báðar tvær, Lilja að taka þátt í annað sinn og Sonja hljóp alla leið og var með taktana á hreinu á endasprettinum!
Kom mér heim á skikkanlegum tíma til að fá mér keppnismat númer tvö og græja mig. Hjólaði niðrí Laugardal og reynslunni ríkari frá því í fyrra, þegar hlaupinu var startað 20-30 fyrir auglýstan tíma og ég rétt náði að skransa að startlínunnu áður en það var ræst, þá var ég snemma í því. Það var líka eins gott, það var aftur búið að flýta tímaseðli, start á mótaforritinu var skráð 13:00 en ekki 13:15 eins og á hlaup.is. Við gerðum skipuleggjendum grein fyrir þessu misræmi, það var farin millivegur og tryggt að allir væru tilbúnir til að hlaupa af stað 13:05. Ætti að komast í lag á næsta ári.
Veðrið var alveg frábært og ég ákvað að hlaupa í stuttum stuttbuxum (sem ég geri aldrei...), hlýrabol og háum sokkum. Í þetta sinn valdi ég líka léttustu trail skóna mína, Asics Fuji Racer, hrikalega góðir og einir uppáhalds skórnir mínir.
Í kvennaflokki eru hlaupnir 4 hringir ca. 1,5 km hver. Brautin byrjar aflíðandi á grasi og stígum inn í Grasagarðinn, þar er tekin u-beygja upp á grösugan hól, aftur inn í dal á stígunum og svo mesta klifrið, upp í átt að Laugarásveginum á grasinu. Til vinstri á stígunum inn meðfram tjaldstæðinu og í gegnum tjaldstæðið til baka og endað á brekku niður að markinu.
Ég var alveg ákveðin í að halda haus, missa mig ekki út í einhverja vitleysu í byrjun og notaði fyrsta hringinn til að finna mig. Ég var 5. eftir fyrsta hringinn og nokkuð bil í 4. konu. Ég náði henni fyrir brekkuna löngu, elti upp og þegar við komum inn á tjaldstæðið rúllaði ég fram úr. Þegar ég var að klára annan hringinn sá ég að 3. kona hljóp út úr brautinni og hætti. Ég var þá komin í þriðja sætið á eftir Mörthu og Fríðu Rún.
Ég hljóp fyrsta hringinn hraðast á 3:58 pace en hina þrjá á 4:12 pace, meðal pace 4:09. Þórólfur var á hliðarlínunni að hvetja og tók upp endasprettinn.
Þetta var eitt besta keppnishlaupið mitt held ég bara svei mér þá. Ég naut þess að tæta í mig brekkurnar og rúlla á milli. Ég var allan tímann mjög sterk og dró á keppinauta mína. Og veðrið maður, algjör snilld að þurfa ekki að vera kappklæddur. Tíminn 27:08 (var á 28:48 í sömu braut í fyrra), 3. sæti og Íslandsmeistari í sveitakeppninni.
Öll umgjörð hlaupsins var til fyrirmyndar. Brautin var vel merkt, sjálfboðaliðarnir duglegir að hvetja okkur og verðlaunin frábær, stappfull karfa af fersku grænmeti og ávöxtum. Frábær dagur í einu orði sagt.
9. maí 2014
Icelandair hlaupið 2014
Nokkuð strembin keppnis- og æfingavika í aðdraganda Icelandair hlaupsins að þessu sinni og ég komin á fullt í Hjólað í vinnuna. Með það í huga lagði ég í hann og var mjög vel stemmd. Markmiðið dagsins var að vera nálægt mínu besta, hljóp á PB í fyrra 28:14 sem gerir 4:00 pace.
Ég hafði hugsað mér að reyna að fylgja félaga mínum, honum Stefáni Gíslasyni (sem ég hljóp með í fyrra) eftir, hann stefndi á sub 28, en strax í upphafi sá ég að hann var að fara of hratt fyrir mig. Ég fann taktinn minn og rúllaði fyrstu þrjá kílómetrana þægilega á 3:57 - 3:57 - 4:01. Fjórði km var aðeins út úr korti, ég var að nýta mér skjól meðfram sjónum og tók ekki eftir að við værum að hægja. Síðustu 3 km voru svo góðir 3:58 - 3:56 - 3:55 og síðustu 100 m á 3:10 pace. Fullkomlega útfært hlaup fyrir mig, síðasti km aðeins hraðari en sá fyrsti og ég hafði á tilfinningunni að hafa náð að taka allt út en jafnframt að líða vel á meðan.
Niðurstaðan var 4. sæti kvenna, 33 over-all (upp um 3 sæti) og jafnaði PB upp á sek: 28:14. Hér er úrslitin!
Er massa glöð að vera komin á nákvæmlega sama stað og í fyrra, þrátt fyrir fótbrot, tognun í hné og lungnabólgu á síðustu 10 mánuðum. Líður eins og ég sé í besta formi lífs míns og hlakka til að takast á við næstu áskoranir. Þarf reyndar ekki að bíða lengi, Víðavangshlaup Íslands er á morgun. Það er jafnframt Íslandsmeistaramótið í víðavangshlaupum, við hlaupum 6 km í kvennaflokki, þvers og kruss í Laugardalnum. ÍR verður með hörkusveit og ég hlakka mikið til. Fyrr um morguninn verður líka boðið upp á Fjölskylduhlaup Ármanns á sama stað og ég reikna með að Liljan mín taki þátt í því og kannski skokka ég líka með hana Sonju mína ef hún er í stuði.
Er massa glöð að vera komin á nákvæmlega sama stað og í fyrra, þrátt fyrir fótbrot, tognun í hné og lungnabólgu á síðustu 10 mánuðum. Líður eins og ég sé í besta formi lífs míns og hlakka til að takast á við næstu áskoranir. Þarf reyndar ekki að bíða lengi, Víðavangshlaup Íslands er á morgun. Það er jafnframt Íslandsmeistaramótið í víðavangshlaupum, við hlaupum 6 km í kvennaflokki, þvers og kruss í Laugardalnum. ÍR verður með hörkusveit og ég hlakka mikið til. Fyrr um morguninn verður líka boðið upp á Fjölskylduhlaup Ármanns á sama stað og ég reikna með að Liljan mín taki þátt í því og kannski skokka ég líka með hana Sonju mína ef hún er í stuði.
Í millitíðinni þarf ég samt að skila af mér 50 km hjóli til að bæta upp fyrir lufs gærdagsins :)
6. maí 2014
Volcano Trail Run 2014
Ég var búin að minnast aðeins á hlaupahópinn minn í vinnunni en hann samanstendur af eintómum snillingum og gleðigjöfum.
Forsprakkarnir tóku sig til og skipulögðu ferð í Þórsmörk til að taka þátt í Volcano Trail Run - Þórsmerkurhlaupið, rétt rúmlega 12 km löngu, nýju utanvegahlaupi. Við tókum allan pakkann sem samanstóð af rútuferð frá Seljalandsfossi, á laugardagsmorgun, inn í Mörk, keppnisbol, grill eftir hlaup, gistingu í Volcano Trail Huts í Húsadal og morgunmatur daginn eftir. Hér er kort af hlaupa leiðinni:
Forsprakkarnir tóku sig til og skipulögðu ferð í Þórsmörk til að taka þátt í Volcano Trail Run - Þórsmerkurhlaupið, rétt rúmlega 12 km löngu, nýju utanvegahlaupi. Við tókum allan pakkann sem samanstóð af rútuferð frá Seljalandsfossi, á laugardagsmorgun, inn í Mörk, keppnisbol, grill eftir hlaup, gistingu í Volcano Trail Huts í Húsadal og morgunmatur daginn eftir. Hér er kort af hlaupa leiðinni:
Ferðin gekk eins og í sögu og skv. yr.no áttu að koma 2 regndropar á okkur og smá gjóla og það stóðst eins og annað hjá Norðmönnunum. Það var frekar kalt í startinu og ég hljóp af stað í ullarnærbol, wind-breaker peysu, fisléttu vesti, compression hnébuxum og sokkum. Vissi að það væri töluverður snjór á leiðinni svo ég tók ekki allra léttustu trail skóna mína (Racer) en valdi Asics Gel Fuji Attack og þeir voru alveg frábærir enda búin að hlaupa mikið á þeim í Esjunni og þekki þá vel.
Skipuleggjendur vour með góðan kynningarfund fyrir hlaupið, en fyrir mig þá hjálpar það ekki mikið að skoða svona utanvega leiðir á korti eða myndum. Um leið og ég er komin af stað þá man ég ekkert mikið meira en að ég á að halda áfram þangað til ég er komin í mark. Þar sem þetta var í fyrsta sinn sem hlaupið var haldið gerði ég fastlega ráð fyrir því að eitthvað færi úrskeiðis, það er venjan og veiku blettirnir í skipulagningu koma í ljós, þannig er þetta bara og allt í góðu.
Mynd: Brynjólfur Flosason
Við hlupum af stað og ég raðaði mér á eftir fyrstu tveim mönnum og þetta var strax skemmtilegt, réð mjög vel við hraðann og gott að hafa einhvern til að elta. Fyrstu tvær beygjur af leið voru vel merktar og brautarverðir á staðnum. Eftir u.þ.b 2 km hlaupum við niður langa bratta brekku, alveg hrikalega gaman en á flatanum fyrir neðan hægir næsti maður á undan mér á sér, kemur til baka og spyr mig hvort ég haldi að þetta sé rétt leið?
Ég hafði ekki hugmynd, við skokkum þá að fysta manni sem var líka búin að stoppa og jú, við vorum þá komin í Langadal, að síðasta spottanum í hlaupinu við rætur Valahnúks og klárlega alveg út að skí... Við sáum þá sem eltu okkur snúa við þegar þeir sáu okkur koma til baka og þannig atvikaðist að þeir fyrstu urðu síðastir!
Ekkert annað að gera en pjakka upp brekkuna og koma sér inn á brautina aftur og sjá hvernig þetta myndi fara. Á leiðinni upp hugsaði ég með mér að þetta væri þá bara góð æfing fyrir utanvegahlaup sumarsins og ég var mjög fljót að jafna mig á þessu. Þegar við komum inn í brautina aftur fékk ég að vita að ég væri númer 13 (af 21) búin að ná 8 öðrum villuráfandi sauðum en þeir sem fóru rétta leið hvergi sjáanlegir. Mér var orðið helst til heitt í hamsi þegar hér var komið við sögu og ætlaði að rífa mig úr vestinu... sem gekk ekki betur en svo að rennilásinn festist, brotnaði af og ég þurfti í orðsins fyllstu að rífa mig úr vestinu. Fékk tætlurnar til baka eftir hlaup :)
Við vorum þrjú sem hlupum svo saman næstu km og loksins sást í rass og það var eins og að fá vítamínsprautu, hlaupið ekki nema rétt hálfnað og allt gat gerst. Á næstu km voru miklar snjóbreiður og töluverð hækkun, þungt að pjakka og frekar hægt farið yfir, sem ég vissi að myndi nýtast mér vel, ég er drullusterk í svona. Við pikkuðum upp hlauparana einn af öðrum, ég var aldrei með töluna á hreinu fyrir utan að ég vissi af fjórum konum (öllum!) fyrir framan mig. Náði þeim einni af annarri og þegar það voru svona ca. 3-4 km eftir í mark var bara ein eftir.
Nú kom kafli með lækkun aftur og aðeins hægt að hlaupa hraðar. Svo komu mjóir, kræklóttir og tæknilegir stígar að svona 1,5 km á flata meðfram og í árfarvegi. Ég náði fremstu konu þar, vissi að hún væri kunnug á svæðinu og taldi tryggast að elta hana þangað til ég væri viss um að finna leiðina í mark.
Þegar við komum að Valahnúk fór ég fram úr og skottaðist upp, ekki mikið mál með Esjurnar í lærunum en ofarlega skiptist leiðin í tvennt og engar merkingar. Ég snéri þá við, skokkaði niður aftur þangað til ég sá næstu á eftir mér og fékk að vita hvora leiðina ég ætti að fara. Upp á toppnum var starfsmaður við útsýnisskífu, ég kallaði til hans að koma sér niður í hlíðina þar sem hann sæist og gæti leiðbeint þeim sem á eftir kæmu, sem hann og gerði.
Síðasti spölurinn voru tröppur og kræklóttir stígar niður að endamarkinu og þegar ég var hálfnuð niður kom eitthvað fljúgandi fram úr mér en þar var á ferðinni vinnufélagi minn sem var ROSALEGUR niður brekkurnar og skildi mig eftir í rykskýi!
Mikil gleði að komast í mark vitandi að ég væri fyrsta konan þrátt fyrir þennan létta útúrdúr í upphafi en það kom algjörlega á óvart að við höfðum á leiðinni náð öllum hinum og ég var 2. í mark í heildina. Hér eru úrslitin. Við sem hlupum lengst fórum 14,67 km en brautin er 12,4 km, talandi um að fá sem mest fyrir peninginn.
Flott verðlaunaafhending eftir hlaup, glæsilegur verlaunagripur úr Kötlugrjóti og pakkaferð í Þórsmörk fyrir tvo í verðlaun. Frábær grillveisla toppaði svo upplifunina og ég er algjörlega fullviss um að það sem betur mátti fara í merkingum í ár, verður pottþétt á næsta ári. Skipuleggjendur voru einstaklega ljúfir og vildu allt fyrir okkur gera. Ég get sannarlega mælt með þessari upplifun og verð örugglega með að ári ef ég get!
Ég hafði ekki hugmynd, við skokkum þá að fysta manni sem var líka búin að stoppa og jú, við vorum þá komin í Langadal, að síðasta spottanum í hlaupinu við rætur Valahnúks og klárlega alveg út að skí... Við sáum þá sem eltu okkur snúa við þegar þeir sáu okkur koma til baka og þannig atvikaðist að þeir fyrstu urðu síðastir!
Ekkert annað að gera en pjakka upp brekkuna og koma sér inn á brautina aftur og sjá hvernig þetta myndi fara. Á leiðinni upp hugsaði ég með mér að þetta væri þá bara góð æfing fyrir utanvegahlaup sumarsins og ég var mjög fljót að jafna mig á þessu. Þegar við komum inn í brautina aftur fékk ég að vita að ég væri númer 13 (af 21) búin að ná 8 öðrum villuráfandi sauðum en þeir sem fóru rétta leið hvergi sjáanlegir. Mér var orðið helst til heitt í hamsi þegar hér var komið við sögu og ætlaði að rífa mig úr vestinu... sem gekk ekki betur en svo að rennilásinn festist, brotnaði af og ég þurfti í orðsins fyllstu að rífa mig úr vestinu. Fékk tætlurnar til baka eftir hlaup :)
Við vorum þrjú sem hlupum svo saman næstu km og loksins sást í rass og það var eins og að fá vítamínsprautu, hlaupið ekki nema rétt hálfnað og allt gat gerst. Á næstu km voru miklar snjóbreiður og töluverð hækkun, þungt að pjakka og frekar hægt farið yfir, sem ég vissi að myndi nýtast mér vel, ég er drullusterk í svona. Við pikkuðum upp hlauparana einn af öðrum, ég var aldrei með töluna á hreinu fyrir utan að ég vissi af fjórum konum (öllum!) fyrir framan mig. Náði þeim einni af annarri og þegar það voru svona ca. 3-4 km eftir í mark var bara ein eftir.
Nú kom kafli með lækkun aftur og aðeins hægt að hlaupa hraðar. Svo komu mjóir, kræklóttir og tæknilegir stígar að svona 1,5 km á flata meðfram og í árfarvegi. Ég náði fremstu konu þar, vissi að hún væri kunnug á svæðinu og taldi tryggast að elta hana þangað til ég væri viss um að finna leiðina í mark.
Þegar við komum að Valahnúk fór ég fram úr og skottaðist upp, ekki mikið mál með Esjurnar í lærunum en ofarlega skiptist leiðin í tvennt og engar merkingar. Ég snéri þá við, skokkaði niður aftur þangað til ég sá næstu á eftir mér og fékk að vita hvora leiðina ég ætti að fara. Upp á toppnum var starfsmaður við útsýnisskífu, ég kallaði til hans að koma sér niður í hlíðina þar sem hann sæist og gæti leiðbeint þeim sem á eftir kæmu, sem hann og gerði.
Síðasti spölurinn voru tröppur og kræklóttir stígar niður að endamarkinu og þegar ég var hálfnuð niður kom eitthvað fljúgandi fram úr mér en þar var á ferðinni vinnufélagi minn sem var ROSALEGUR niður brekkurnar og skildi mig eftir í rykskýi!
Mikil gleði að komast í mark vitandi að ég væri fyrsta konan þrátt fyrir þennan létta útúrdúr í upphafi en það kom algjörlega á óvart að við höfðum á leiðinni náð öllum hinum og ég var 2. í mark í heildina. Hér eru úrslitin. Við sem hlupum lengst fórum 14,67 km en brautin er 12,4 km, talandi um að fá sem mest fyrir peninginn.
Verðlaunahafar í Volcano Trail Run
Flott verðlaunaafhending eftir hlaup, glæsilegur verlaunagripur úr Kötlugrjóti og pakkaferð í Þórsmörk fyrir tvo í verðlaun. Frábær grillveisla toppaði svo upplifunina og ég er algjörlega fullviss um að það sem betur mátti fara í merkingum í ár, verður pottþétt á næsta ári. Skipuleggjendur voru einstaklega ljúfir og vildu allt fyrir okkur gera. Ég get sannarlega mælt með þessari upplifun og verð örugglega með að ári ef ég get!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)