Ætlaði bara aldrei að ná mér eftir pestina um daginn og eftir 10 daga, stútfull af hori og hósta, leitaði ég til stóra bróðurs og fékk penselín til að hjálpa mér í baráttunni. Var svo steinhissa að ég væri ekki orðin fullgóð daginn eftir en það tekur víst 3 daga fyrir stöffið að kikka inn og já, í dag er ég miklu betri!
Við hjónin vorum með plön um að taka þátt í Vestmannaeyja hlaupinu um helgina (okkar hlaup :) og planið var að skottast með Herjólfi á laugardagsmorguninn og taka hann til baka seinni partinn, skvísurnar okkar kæmu með. Veðurspáin hefur verið alveg afleit í vikunni en við ætluðum ekki að láta það á okkur fá, þarf meira til en smá rok og rigningu til að stoppa okkur. En sennnilega er þetta meira til, komið...
Ég er ekki sterk í sjóinn og að fara með tvö börn, þó ferðin sé stutt... til að keppa í hlaupi klukkutíma síðar... er kannski ekki alveg að gera sig, buhuuuu... Okkur langaði svo að taka þátt af því við erum svo stolt af þeim sem standa að þessu ótrúlega flotta hlaupi.
Erum samt ekki alveg, alveg búin að blása þetta af... Veðurfréttamenn hafa nú átt það til að hafa rangt fyrir sér og þá verðum við klár á línunni!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli