Strákarnir mínir áttu báðir afmæli í síðustu viku, Gabríel þann 17. og Þórólfur þann 19. Vorum heilmikið að spá og spögulegra hvernig við ættum að hafa þetta í ár en það varð ofan á að hóa í heljarinnar veislu þann 18., mitt á milli þeirra. Við reiknuðum með svona 15 - 20 manns til að byja með en þetta vatt aldeilis upp á sig og við vorum með tæplega 30 manns þegar á hóminn var komið. Þórólfur eldaði dýrindis súpu fyrir mannskapinn með tilheyrandi og svo var kökuveisla á eftir. Gestirnir fengu fyrirmæli um að vera sérstaklega sjálfbjarga þar sem frúin væri á 'einari' og við fengum rosalega flotta einnota diska, glös, kaffibolla og áhöld í Rekstrarvörum, til að gera þetta einfalt.
Það er skemmst frá því að segja að veislan var alveg æðisleg! Heiðursgestir voru frænka mín og hennar fjölskylda frá Norge en þau eru í sumarfríi hérna. Maðurinn hennar er mikill tónlistarmaður og eftir mat og spjall settist hann við píanóið, fékk Þórólf með sér á bassann og svo var spilað og sungið fram eftir. Krakkarnir skiptust á að syngja einsöng og láta ljós sitt skína.
Sonja fór í sína fyrstu bíóferð á laugardaginn og þvílík upplifun, henni fannst þetta alveg magnað. Ljósin, hávaðinn, fólkið, poppið... Bara allt æðislegt!!! Og mín sat eins og klessa með uppglennt augun í klukkutíma en þá var hún búin að fá nóg. Við mæðgur skökklöppuðumst þá fram og lékum okkur þangað til myndin var búin, ekkert mál.
Allt á réttri leið með fótinn, ég er farin að sleppa hækjunum og hjökta um á göngugipsinu. Er þessa stundina upp á Slysó í þeim tilgangi að sannfæra bæklunarlæknana að það sé miklu betra fyrir mig að vera í Walker spelku frá Össuri sem ég get tekið af mér og er bara að öllu leyti þægilegti en gipsið. Krossa puttana, það kemur í ljós næsta hálftímann!
Brotni sperrileggurinn minn. Brotið sést vel á grennra beininu rétt fyrir ofan miðja mynd.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli