9. jún. 2013

Lognmollan

... eða ekki.  Eftir frábært frí hjá systur minni og mági í Þýskalandi þá var ég fljót að detta inn í mína rútínu sem þýðir endalaust fjör og minna um slökun :)

Daginn eftir að við komum heim var fyrsti formlegi viðburðurinn á dagskrá en það var Víðavangshlaup í Öskjuhlíðinni til styrktar MFMB sem voru að safna peningum fyrir blind börn á Íslandi.  Ég get ekki sagt að ég hafi verið í besta stuðinu mínu, var hálf skrýtin í maganum og lúin eftir ferðalagið en ekkert stórvægilegt.   Það voru háttí 300 manns með í hlaupinu í ár og stemmningin einstök.  Brautin er mjög krefjandi, hlaupið á malarstígum til að byrja með niður að sjó og svo pjakkað upp, alla leiðina að Perlunni og svo var bara að láta sig gossa niður og í mark.  Ég fór yfirvegað af stað og passaði að sleppa ekki fyrstu konu úr augsýn og eftir ca. 2,5 km náði ég forystu og hélt henni í mark.   Við vorum samstíga hjónin, Þórólfur var fyrstur karla og ein skemmtilegasta verðlaunaafhending sem ég man eftir setti punktinn yfir i-ið á þessu vel skipulagða og skemmtilega hlaupi!


Daginn eftir var Sjómannadagurinn og eftir góða törn í garðvinnu drifum við okkur niðrí bæ með krakkana og afa Þór.  


Á mánudaginn var komið að skuldadögum, fór ég öfug heim úr vinnunni og lagðist í pest, með hita og magakveisu og lá eins og klessa í 3 daga.  Þrátt fyrir að vera hitalaus þá var ég alla vikuna viðkvæm í maganum og það er nokkuð ljóst að ég fitnaði ekki þessa vikuna... enda bara ágætt því helgin framundan var fyrri allan peninginn...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli