Ég fékk fyrir nokkru skilaboð á
FB þar sem mér var boðið, ásamt nokkrum
öðrum hlaupurum sem höfðu staðið sig vel í utanvegahlaupum síðasta árs og
Vorþoninu, að taka þátt í
nýju utanegahlaupi í Hafnarfirðinum. Ég var ekki lengi að þakka gott boð,
sérstaklega eftir að hafa lesið lýsinguna en þar var hamrað á að mikið væri
lagt upp úr góðri skipulagningu, merkingum á braut og allri umgjörð. Sem gamall refur í hlaupunum er maður pínu
tregur (ef mikið annað er í boði) að taka þátt í nýjum hlaupum vegna þess að
yfirleitt kemur allt það fram sem betur mætti fara í fyrsta hlaupinu og næst
eru þeir hlutir komnir í lag. En alla
vega, þrátt fyrir að vera búin að plana Valshlaupið þann 17. maí og
Fjölnishlaupið þann 23. maí þá var það bara of freistandi að láta vaða þó þétt
væri á milli hlaupa.
Valshlaupið var mér mjög erfitt,
dagurinn fór í rugl, náði ekki að næra mig almennilega, var bara ekki í stuði
og það hjálpaði ekkert til að það var mótvindur í hlaupinu ca. 8 km!!! Vindáttin snérist á miðri leið svo þetta var
bara endalaus barningur. Var að vonast
til að geta hlaupið í skjóli til baka en til að halda öðru sætinu á eftir henni
Fríður Rún, þá þurfti ég að taka vindinn og böðlast þetta í mark. Fjúff...
En sennilega vegna þess að hraðinn var ekkert svo mikill þá var ég rosa
fljót að jafna mig og var þreytulaus tveim dögum eftir hlaup og til í tuskið.
Alveg að drepast, með bros á vör engu að síður, fyrir Torfa ljómyndara...
Eva, Fríða Rún og Svava Rán. Þórólfur, Ingvar og Geir.
Ég brá aðeins út af vananum með
næringu fyrir keppnishlaup en síðustu árin þá hefur það verið meitlað í stein
að borða eina ristaða beyglu með hnetusmjöri og sultu, ca. tveim tímum fyrir
hlaup. Núna borðaði ég hrá hafragrautinn
minn eins og venjulega og fékk mér hálfa beyglu með kaffinu á eftir. Fram að hlaupi var ég að smá súpa á orkudrykk
frá Gatorade en mér finnst ekki gott að drekka mikið nálægt hlaupinu. Veðrið var alls konar þannig að við tókum með
allan mögulegan og ómögulegan fatnað til að hlaupa í. Í Hafnarfirðinum var kalt, rok og gekk á með
skúrum og niðurstaðan var, háir sokkar, hnébuxur, trail peysa, vesti, þunnir
vettlingar, derhúfa og eyrnaband yfir.
Ég hleyp alltaf með sólgleraugun með mér og þau fengu að tróna á
toppnum.
Ég þekkti brautina ekki neitt og
vissi ekkert hvað ég var að fara út í þannig að ég ákvað að elta hana Elísabetu
af stað og sjá hvernig það myndi ganga.
Hún er þaulvön utanvega og hafði eitthvað kynnt sér brautina og það var
mjög þægilegt að hafa hana til að vísa veginn.
Ég hef oft sagt að það megi henda mér í hvaða stórborg sem er og ég er
enga stund að ná áttum en um leið og ég er komin út í náttúruna veit ég ekkert
hvað snýr upp og niður. Það er þess
vegna mjög áríðandi fyrir mig að sjá í næsta mann til þess að mér líði
vel. Eftir 8 km í skugganum af
Elísabetu komum við að háu fjalli og þar seig ég fram úr og tók smá sprett til
að ná næsta manni á undan okkur. Ég elti
manninn næstu km og í einni brekkunni löngu síðar sá ég að þetta var gamall
félagi minn, hann Guðmundur sem byrjaði að ég held að hlaupa hjá henni Bibbu
eins og ég.
Gunnar Páll tók þessa mynd og hér er eintóm gleði í gangi!
Alla vega, km liðu hver af
öðrum og ég hékk í hælunum á honum þangað til við kláruðum síðustu löngu
brekkuna upp og nú voru bara 3 km eftir.
Við tók langur kafli niður í móti á mjög gríttum og þröngum stíg sem
reyndist mér mjög erfiður. Af því ég
þekkti ekki umhverfið þá var ég hrædd um að missa sjónar af förunauti mínum og
það er vonlaust að hlaupa niður svona brekkur nema einbeita sér algjörlega að
stígnum. Það er skemmst frá því að segja
að hann hvarf út í buskann og ég tók nokkra útúrdúra og hrös þangað til ég
hægði á mér og leyfði næstu mönnum að taka fram úr og vísa veginn. Var svo glöð að komast á beinu brautina
aftur og þá var bara að halda dampi og klár þetta.
Elísabet, Eva og Jóhanna.
Þórólfur, Biggi og
Kom skoppandi af gleði í mark á
rétt rúmum einum og hálfum tíma,
fyrsta konan í fyrsta HvítasunnuhlaupiHauka. Jíbbííí... Ekki skemmdi það nú fyrir gleðinni að finna
minn mann sem hafði líka staðið sig með prýði og varð annar, rétt á eftir honum
Bigga Sævars, respect segi ég nú bara.
Eftir recovery næringu, niðurskokk og teygjur tók við
verðlaunaafhending, fjöldinn allur af glæsilegum úrdráttarverðlaunum og flottir
verðlaunagripir fyrir fyrstu þrjá í hlaupinu.
Eftir allt saman gáfum við okkur tíma til að þakka hlaupahöldurum fyrir
einstaklega vel skipulagt og flott hlaup.
Það má með sanni segja að Hauka menn hafi staðið við stóru orðin og ef
við fáum einhverju um það ráðið þá mætum við hjónin galvösk á startlínuna að
ári.
Húrra fyrir Haukum!