26. sep. 2012
30. ágú. 2012
Öll að koma til
Nú er ég búin að hvíla mig eins og mér sé borgað fyrir það, nýti hvert tækifæri til að fá mér kríu og finn hvernig ég er að fyllast af orku aftur. Ég er líka búin að fylla á magnesíum byrgðir líkamans en að öllum líkindum hef ég verið komin í þrot og þ.a.l. lent í þessu krampaveseni. Ég er búin að prófa nokkra tíma í Hreyfingu í hlaupahvíldinni, synda aðeins og hjóla. Hjólaði til vinkonu minnar í dag og flaug svona líka svakalega á hausinn á beinum kafla, á gangstíg, á fjallahjólinu mínu, toppiði það! Skóf af mér hægra hnéð og snéri upp á vinstri þumal sem er bólginn og aumur núna. Ég átti tíma hjá honum Rúnari sjúkraþjálfara í dag til að taka stöðuna á kálfanum og hann teipaði á mér þumalinn. Er ennþá pínu stíf í kálfanum en þetta er allt að koma, hvíli fram yfir helgi og þá má ég fara að taka á því aftur.
Við skrifuðum undir kaupsamning á þriðjudaginn, ó hvað við erum glöð og hlökkum til að flytja í nýja húsið okkar. Dæs...
Síðasti dagurin í fæðingarorlofinu á morgun og eftir helgina fer ég að vinna aftur eftir 13 mánaða hlé. Það verður pínu skrýtið en ég er til í tuskið núna. En fyrst er það dekurhelgi í Reykjanesbæ á Ljósanótt. Gaman.
28. ágú. 2012
Zen
Þvílík ró. Sonja hjá dagmömmu, Lilja í skólanum, Gabríel sefur og Þórólfur í vinnunni. Ég er búin að gera nákvæmlega ekkert nema fá mér kaffisopa og glugga í blöðin í heilan klukkutíma. Enginn að toga í buxnaskálmina mína eða biðja mig um að gera eitthvað. Dæs...
Og nú langar mig til að fara að gera eitthvað. Ætla að skella mér í stuttan tíma í Hreyfingu sem heitir Zen kjarni, á ótrúlega vel við núna. Ég tók þátt í Miðnæturhlaupinu og númerið gildir sem 10 daga passi í Hreyfingu. Byrjaði í gær og fór í Hot Jóga en ég hef ekki prófað það áður og ég verð að segja að mér finnst þetta rugl heitt! Ég gat svo sem alveg gert allar æfingarnar, er vön að vera mátulega miklum í hita í HD fitness og kann jógaæfingarnar en ég get ekki skilið að það sé gott að tæma allan vökva úr líkamanum og vera í átökum í svona miklum hita. Fólk lyppaðist niður og þurfti að fara út oftar en einu sinni til að jafna sig. Ég er enginn sérfræðingur en ég er mjög góð í að hlusta á líkamann minn og mér leið ekkert vel í þessum tíma og var sjúklega þyrst erftir þetta og dösuð. Þá er ég hrifnari af sjósundinu!!!
Ég er ennþá aum í kálfanum og bara þreytt í öllum skrokknum einhvern veginn þannig að ég ætla að gefa mér einhverja daga í viðbót í dekri og afslöppun. Já eða bara þangað til að ég finn að ég er aftur orðin úthvíld, hversu langan tíma sem það tekur.
Er ótrúlega mikið zen eitthvað þessa dagana og gæti ekki verið glaðari.
24. ágú. 2012
Alveg nýtt... bágt
Ég hélt að ég væri komin hringinn í hlaupameiðslum og það væri ekkert sem kæmi mér á óvart lengur en nei, í vikunni upplifði ég alveg nýtt og óskemmtilegt. Fór út að skokka á þriðjudags eftirmiðdaginn með iPodinn og í besta skapinu. Verð reyndar að viðurkenna að ég var orðin ansi langþreytt eftir álag síðustu vikna, þá aðallega fasteignakaupa/sölu álags en ég á miklu erfiðara með að höndla það en erfiðar líkamlegar æfingar.
Alveg búin á því og lagði mig á elhúsgólfinu.
Þurfti nákvæmlega að bíða í svona 30 sek. eftir félagsskap :)
Alla vega, lullaði mér inn í Elliðaárdal og þegar ég er næstum komin upp að Árbæjarlaug hitti ég nokkrar hlaupaskvísur, stoppaði og spjallaði í smá stund. Þegar ég skokka svo aftur af stað fæ ég þennan líka hrottlega krampa í vinstri kálfann og þarf að stoppa í sporinu. Ég hef aldrei áður fengið krampa í kálfa, teygði aðeins en fann að ég var hel aum og þurfti að labba heim aftur!
Ég er ennþá aum í kálfanum og með marblett sem ég veit ekki hvort kom áður eða eftir krampann. Ég prófaði að skokka nokkur hundruð metra í gær en fann þá kálfann stífna aftur upp. Það verður forvitnilegt að sjá hversu fljótt ég jafna mig á þessu, tilfinningin er eins og smá tognun en mér finnst það skrítið að það gerist á skokki? Ég er nú alveg pollróleg yfir þessu, hef í nógu að snúast þessa dagana og ég labba, hjóla og syndi þangað til að mig langar til að hlaupa aftur.
En já, aðalmálið hjá okkur núna er að Sonja er nýbyrjuð hjá dagmömmu og gengur vel. Ætli við höfum ekki báðar verið orðnar tilbúnar í smá aðskilnað. Liljan mín er byrjuð í skóla, fyrsti skóladagurinn í dag og hún er svo ánægð með skólann og frístundaheimilið. Ég er að fara að vinna aftur í byrjun september eftir 13 mánaða barneignarfrí. Og svo erum við búin að nýta sumarfríið í að kaupa hús og selja tvær íbúðir!!! Meira um það bráðum. Segið svo að maður kunni ekki að slappa af í fríinu sínu ;)
Stóra stelpan mín tilbúin til að hefja skólagöngu.
Flottar bekkjarsystur.
Sonja farin að spila á píanóið
22. ágú. 2012
RM 2012
Ég ætlaði að byrja á að segja að ég hafi aldrei verið að toppa í RM og eins og venjulega hafi þetta verið frekar erfitt og ég töluvert frá mínu besta. En þegar ég fór að hugsa til baka þá er það er bara alls ekki þannig. Ég hljóp frábært maraþon í Reykjavík 2005 en það var annað maraþonið mitt og ég stefndi á sub 3:30. Endaði á 3:28 og var 3. íslenska konan í mark það árið. Ég hef alltaf tengt það hlaup við þá ákvörðun mína að verða 'alvöru' hlaupari og virkilega sjá hvaða árangri ég gæti náð með góðum æfingum. Ég hef líka hlaupið gott hálf maraþon á 1:29 í RM, það eru eiginlega bara 10 km hlaupin sem ég hef verið að ströggla við. Ég er alveg búin að greina þetta hjá mér. Alla jafna er ég búin að keppa mjög mikið í maí, júní, júlí og hungrið dvínar. Við erum líka yfirleitt í sumarfríi í júlí og þá fer öll rútína út í veður og vind, matarræði og æfingar fara úr skorðum. Í ár bættist ofan á heilmikið álag vegna þess að við vorum að kaupa okkur hús og selja íbúðirnar okkar í flóknum fasteignaviðskiptum. Já og Sonja er að byrja hjá dagmömmu og Liljan okkar er að fara í skóla!
Ég þekki mig og kroppinn minn nógu vel til að vita að í ár var það verðugt markmið að hlaupa þannig að ég gæti notið dagsins, skemmt mér og gert mitt besta. Ég svaf vel og vaknaði spræk og tilbúin í daginn. Eftir keppnisrútínuna hjólaði ég niðrí bæ og náði að fylgjast með maraþon og hálf maraþon hlaupurunum leggja í hann. Stemmningin!!! Svo var bara að hita aðeins upp og græja sig fyrir hlaupið. Á ráslínunni áður en við lögðum af stað var tilkynnt að bestu 10 km hlauparar landsins væru með í dag miðað við árangur á árinu. Nafnið mitt var lesið upp og það kom í ljós að ég átti 3. besta tímann í 10 km í ár, ég vissi það ekki :)
Bara gaman að komast af stað, þvílík blíða og allaf jafn gaman að hlaupa inn Lynghagann þar sem íbúarnir leggja metnað sinn í að hvetja hlauparana með tónlist og gleði. Um miðbik hlaupsins fór ég aðeins að ströggla en svo náði ég áttum aftur eftir 7 km en þá var mér ljóst að ég væri ekki að bæta pb (og ekki að vinna muwahahahah....), slakaði á í öxlunum, lét spennuna bókstaflega leka út um fingurgómana, fann brosið breiðast yfir andlitið á ný og fiðrildin í maganum fara á flug í hvert sinn sem ég sá kunnuglegt andlit og fékk hvatningu frá vinum og fólkinu mínu. Ég hljóp á 40:50 sem er pb í þessari braut og varð 5. kona í mark. Ég tryggði mér jafnframt 2. sætið í Powerade sumar seríunni og hlaut að launum flottan bikar og Asics skó. Það sem stóð upp úr var nú samt að sjá gleðina og sigurvímuna í andlitunum á þeim sem voru að ná sínum markmiðum stórum og smáum. Frábær dagur.
Þórólfur og stelpurnar komu og hvöttu mig til dáða á lokakaflanum.
Rík.
Ekki ónýtt að vera á palli með þessum skvísum!
21. ágú. 2012
Déjà vu
Ég er mikið búin að velta því fyrir mér hvort ég eigi ekki að láta þetta blogg gott heita og hætta. Ég hef það stundum á tilfinningunni að ég sé búin að blaðra um allt sem skiptir mig máli og ég finn að ég fer í hringi og endurtek mig vegna þess að lífið er pínulítið þannig. Er ég ekki búin að segja allt sem ég þarf að segja? Eftir tæpa tveggja mánaða hvíld langaði mig aftur til að setjast niður og koma hugsunum mínum í orð. Ein ástæðan er sú að ég rakst á þetta blogg og ég hafði sérstaklega gaman af því að lesa það vegna þess að ég kannaðist við höfundinn. Ég tók þátt í sjónvarpsauglýsingu fyrir Asics um daginn (n.b. var uppfyllingarefni :) og eins og gengur og gerist tók þetta heilmikinn tíma og ég væri ekki sú sem ég væri ef ég hefði ekki náð að blaðra við hálfan hópinn til að stytta mér stundir. Einn þeirra sem ég spjallaði við var höfundurinn en hann hafði verið á næringarfyrirlestri sem við Þórólfur vorum með hjá hlaupahópi FH. Hann kom til mín og þakkaði fyrir sig og sagði mér aðeins af sér og hvað hlaupin hefðu haft jákvæð áhrif á hans líf.
Í gær googlaði manneskju sem ég átti samskipti við en hafði aldrei hitt og í gamni þá googlaði ég sjálfa mig með nýja nafninu mínu (Eva Skarpaas) líka og viti menn, eitt af því sem kom upp var þetta blogg. Ég hef lesið milljón svona blogg og hef skrifað milljón svona blogg og samt fannst mér frábært að lesa það. Það er bara þannig að aldrei er góð vísa of of kveðin og á hverjum tíma er kannski einhver sem þarf akkúrat að heyra það sem maður hefur að segja.
Þannig að ég held svei mér þá að það sé smá líf í glæðunum enn og nú fer ég aftur að dásama rútínuna mína, punkta niður merkisviðburði í lífi barnanna, upplifanir úr hlaupunum, áskoranir og sigra. Eða kannski bara fyrst og fremst að nota þennan vettvang til láta allan heiminn vita hversu margt það er sem veitir mér ánægju í lífinu, að ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að ég er lukkunnar pamfíll og þar af leiðandi að springa gleði, ást og þakklæti. Gleði, ást og þakklæti. Er það ekki málið?
Nautn að horfa á þennan mann vinna á Menningarnótt. Hann lagði þvílíka alúð í verkefnin sín og við biðum þolinmóð og borguðum með ánægju fyrir listaverkið. Þetta er einmitt að vanda sig við lífið.
8. ágú. 2012
Ertu hætt að blogga?
Ég veit það ekki. Þetta langa hlé varð eiginlega óvart, sumarfrí og svona. Svo er bara svo mikið skemmtilegt að gera að ég tími ekki að nota tímann í blogg... Nú er stund milli skemmtana, sjáum svo hvað setur :)
Við fórum til Norge
Við fórum á Hlaupahátíð á Vestfjörðum
Gabríel fór í ævintýraferð til Englands
Gamla tók þátt í Hálfum járnkarli
Við héldum uppá eins árs afmælið hennar Sonju
1. júl. 2012
Orsök og afleiðing
Ég fór í vikunni til hans Daníels Smára í Afreksvörum til að skipta nokkrum vörum sem ég fékk í verðlaun í Mt. Esja Ultra og þurfti ekki á að halda. Ég var heillengi að vangaveltast og skoða mig um í búðinni hjá honum og var eiginlega búin að ákveða að taka Compression buxur þegar ég rek augun í svakalega flottan þríþrautargalla! Ég á allar græjur til að keppa í þríþraut nema gallann, hef notast við hlaupaföt eða fengið lánað hingað til þannig að það var engin spurning um að taka hann. Planið hjá mér var nefnilega að demba mér út í þríþrautina aftur næsta vor, þá væri ég búin að hjóla heilmikið en ég byrja að hjóla eitthvað af viti þegar ég fer að hjóla í vinnuna í haust.
Svo var ég komin heim með flotta þríþrautargallann minn og fannst nú hálfgerð synd að hann væri bara ofan í skúffu í hálft ár... Og það er náttúrulega Hálfur járnkarl seinna í mánuðinum sem myndi smellpassa fyrir gallann. Og... hugs, hugs...
Svo fæ ég boð um að skella mér í sjósund frá henni vinkonu minni og þrátt fyrir yfirlýsingar um að ég ætli ALDREI, ALDREI, ALDREI að fara í sjóinn á Íslandi, það er ekki fyrir mig og ég er allt of mikil kuldaskræfa, þá sá ég tækifæri til að prófa þríþrautargallann :) Í Nauthólsvíkinni var ég svo heppin að fá smá leiðbeiningar hjá 'Sjósundsmanni Íslands', honum Benna sem synti yfir Ermasund og hann gaf mér nokkur góð ráð. Hann sagði líka að það væri algjört lágmark að taka 15 sundtök og þá ákvað ég náttúrulega að taka alla vega 30 eða 42... Það fór svo bara þannig að ég óð út í sjóinn og hætti ekki fyrr en ég var komin á sund, missti andann í nokkrar sekúndur og náði svo að slaka á. Þá var ég líka góð og ég endaði á að synda í kringum ilströndina, 250 m og fór upp úr hjá klettunum hinu megin. Mér fannst þetta gaman og fer örugglega aftur, þrátt fyrir allar fyrri yfirlýsingar.
Í dag fór ég svo að æfa mig að hjóla. Hitti félaga úr Ægi þríþraut og við hjóluðum í áttina að Þingvöllum. Var ákveðin í að taka bara stöðuna eftir því hvernig mér myndi líða og ég náði að hanga vel í strákunum að Gljúfrasteini en þá fór ég að síga aftur úr. Það fór svo þannig að við hjóluðum upp að Skálfelli og þá voru allir tilbúnir að snúa aftur í bæinn. Á bakaleiðinni hjóluðum við svo uppi HFR hjólara og vorum samferða þeim í bæinn. Kom heim eftir 60 km túr á þokkalegum hraða og ég finn að ég á alveg eftir að ráða við hjólalegginn.
Áttum svo frábæran dag í Húsdýragarðinum með stelpunum.
Í dag fór ég svo að æfa mig að hjóla. Hitti félaga úr Ægi þríþraut og við hjóluðum í áttina að Þingvöllum. Var ákveðin í að taka bara stöðuna eftir því hvernig mér myndi líða og ég náði að hanga vel í strákunum að Gljúfrasteini en þá fór ég að síga aftur úr. Það fór svo þannig að við hjóluðum upp að Skálfelli og þá voru allir tilbúnir að snúa aftur í bæinn. Á bakaleiðinni hjóluðum við svo uppi HFR hjólara og vorum samferða þeim í bæinn. Kom heim eftir 60 km túr á þokkalegum hraða og ég finn að ég á alveg eftir að ráða við hjólalegginn.
Áttum svo frábæran dag í Húsdýragarðinum með stelpunum.
26. jún. 2012
Mt. Esja Ultra ll
Fyrsta ferðin.
En ég er ekki að fara Laugaveginn núna, held mig við ca. hálft maraþon og styttra þangað til hún Sonja mín er orðin stálpaðri. Hmmm... tvær Esjur, ég get það örugglega og þá er ég með pottþétta afsökun (ástæðu) til að skottast upp á Esju hvenær sem tækifæri gefst! Og svo var ég bara búin að skrá mig. Viku seinna fór ég aftur og tók þá eina og hálfa Esju. Í þetta sinn hljóp ég og já, fékk allan harðsperrupakkann aftur. Það er víst engin leið að komast hjá því. Fjórum dögum seinna fór ég tvær Esju í röð og hrundi svona herfilega á skallann í fyrri ferðinni. Rispaðist á höndum og hjám en óbrotin og var ekki á því að láta það draga úr mér, kláraði seinni ferðina og ákvað með sjálfri mér að þetta væri dett ársins, þá er það bara búið og afgreitt.
Fimm dögum síðar fór ég eina ferð og könnunarleiðangur á láglendinu og tveim dögum eftir það var ég búin að finna út hvaða hring átti að hlaupa. Ég var svo í kaffi hjá pabba og mömmu þegar mér datt allt í einu í hug að það gæti nú verið sniðugt að prófa að hlaupa þetta með stafi. Vissi að pabbi átti göngustafi, fékk þá lánaða og tók síðustu Esjuæfinguna mína 800 m hringnum og stöfunum. Þar með var Esjuæfingunum lokið fyrir keppni. Mér fannst gott að hlaupa með stafina og ákvað að nota þá í keppninni. Hvað eru þetta margar annars... jú, sex og hálf Esja samtals. Ég fór líka nokkra góða túra í Heiðmörkina og í hólmann í Elliðaárdalnum. Ég hljóp utanvega æfingarnar mínar á nýjum skóm sem ég hef ekki prófað áður, Asics Fuji Attack og ég var alveg hrikalega ánægð með þá. Ég prófaði mig líka áfram með Compression sokka frá CEP og Asics og Compression buxur frá CEP á æfingunum.
Fékk pínu í magann 5 dögum fyrir hlaup en þá fékk ég allt í einu þreytuverk í mjóbakið og eftir brjósklosið þá vil ég bara alls ekki finna neitt fyrir bakinu!!! Blótaði mér í sand og ösku fyrir að hafa verið svo vitlaus að vera að bera út Fréttablaðið með þungar hliðartöskur og svo er ég búin að vera að hjálpa Lilju að læra að hjóla, hlaupandi eins og rækja fram og til baka, ekki gáfulegt. En alla vega nuddaði, rúllaði, hitaði og teygði og þegar ég var búin að hlaupa Miðnæturhlaupið var ég aðeins betri og ég fann svo sem aldrei neitt fyrir á hlaupum, bara við allt annað...
Fimm dögum síðar fór ég eina ferð og könnunarleiðangur á láglendinu og tveim dögum eftir það var ég búin að finna út hvaða hring átti að hlaupa. Ég var svo í kaffi hjá pabba og mömmu þegar mér datt allt í einu í hug að það gæti nú verið sniðugt að prófa að hlaupa þetta með stafi. Vissi að pabbi átti göngustafi, fékk þá lánaða og tók síðustu Esjuæfinguna mína 800 m hringnum og stöfunum. Þar með var Esjuæfingunum lokið fyrir keppni. Mér fannst gott að hlaupa með stafina og ákvað að nota þá í keppninni. Hvað eru þetta margar annars... jú, sex og hálf Esja samtals. Ég fór líka nokkra góða túra í Heiðmörkina og í hólmann í Elliðaárdalnum. Ég hljóp utanvega æfingarnar mínar á nýjum skóm sem ég hef ekki prófað áður, Asics Fuji Attack og ég var alveg hrikalega ánægð með þá. Ég prófaði mig líka áfram með Compression sokka frá CEP og Asics og Compression buxur frá CEP á æfingunum.
Næ í gögnin í Afreksvörum.
Fékk pínu í magann 5 dögum fyrir hlaup en þá fékk ég allt í einu þreytuverk í mjóbakið og eftir brjósklosið þá vil ég bara alls ekki finna neitt fyrir bakinu!!! Blótaði mér í sand og ösku fyrir að hafa verið svo vitlaus að vera að bera út Fréttablaðið með þungar hliðartöskur og svo er ég búin að vera að hjálpa Lilju að læra að hjóla, hlaupandi eins og rækja fram og til baka, ekki gáfulegt. En alla vega nuddaði, rúllaði, hitaði og teygði og þegar ég var búin að hlaupa Miðnæturhlaupið var ég aðeins betri og ég fann svo sem aldrei neitt fyrir á hlaupum, bara við allt annað...
Ég tók því rólega keppnis morguninn, lagði mig aðeins aftur eftir hafragrautinn minn, fékk mér mangó/spínat/engifer drykk og svo beyglu með hnetusmjöri og sultu sem er keppnismaturinn minn. Ég fékk nýja keppnisskó daginn fyrir hlaup, Asics Fuji Racer og fann um leið og ég mátaði þá að þetta væru skórnir í hlaupið, hrikalega léttir og þægilegir. Var komin upp að Esjurótum tímanlega og gaman að fylgjast með hinum hlaupurunum takast á við sín verkefni.
Þvílíka stemmningin á svæðinu og þegar ég var búin að græja á mig keppnisnúmer og skrá mig inn var hóað í mig í smá viðtal hjá íþróttafréttamanni Stöðvar 2. Tók tvo 800 m hringi í upphitun, kláraði síðasta klósettstopp, kom stöfunum mínum og drykkjum fyrir á drykkjarstöðinni og skottaðist að rásmarkinu. Get svarið fyrir að það ískraði í mér af spenningi.
Soffía hjálpar mér að festa rauða spjaldið á bakið en það er til að sýna keppinautunum í hvaða vegalengd maður er að keppa. Rautt fyrir 2 ferðir, gult fyrir 5 og fjólublátt fyrir 10. Sniðugt.
Þvílíka stemmningin á svæðinu og þegar ég var búin að græja á mig keppnisnúmer og skrá mig inn var hóað í mig í smá viðtal hjá íþróttafréttamanni Stöðvar 2. Tók tvo 800 m hringi í upphitun, kláraði síðasta klósettstopp, kom stöfunum mínum og drykkjum fyrir á drykkjarstöðinni og skottaðist að rásmarkinu. Get svarið fyrir að það ískraði í mér af spenningi.
Ég þekkti ekkert af hinum hlaupurunum sem voru búnir að skrá sig til leiks, nema Bjössa og vissi þ.a.l. ekkert við hvern ég væri að keppa. Ég setti mér tvö markmið, að komast undir tvo tíma og gera þetta eins vel og ég gæti burtséð frá keppni, þ.e. ekki taka því rólega þó ég væri með góða forystu. Hljóp frekar hratt af stað litla hringinn og kippti svo með mér stöfunum á drykkjarstöðinni. Fyrsta ferðin leið alveg ótrúlega hratt, reyndi að hlaupa alla kafla sem ég gat, meira en venjulega og aðeins lengra upp í hverja brekkur. Þess á milli rigsaði ég eins hratt og ég gat, náði góðum takti með stöfunum og passaði að taka ekki of stór skref. Komin upp að Steini áður en ég vissi af og sveif niður, aldrei í vandræðum og bara gaman.
Eiiinnnn....
Hringur tvö var mjög svipaður fyrri hringnum, hljóp 800 m frekar hratt en hljóp aðeins styttra upp í brekkurnar í hverjum hlaupakafla, var rétt rúmum 3 mínútum hægari upp en í þessari ferð tætti ég fram úr nokkrum sem voru á undan mér fyrri ferðina. Allt gekk eins og í sögu og hrikalega gaman að vera komin upp aftur, fá merkt við og nú var bara að gossa niður eins og druslan dró. Það var svo gaman að ég meina það, það sluppu út gleðióp hér og þar á leiðinni. Hef aldrei áður hlaupið eins hratt niður eða verið eins örugg með mig. Frábært að sjá fólkið mitt rétt fyrir markið, Þórólf, Lilju, Sonju í hlaupakerrunni og Þór tengdapabba. Fékk heimatilbúið verðlaunaskjal frá henni Lilju og besta knús í heimi.
Nýkomin í mark með verðlaunaskjal frá Lilju :)
Fyrstu þrjár konur og Liljan mín.
Gaman að skoða millitímana eftir hlaupið, ég hleyp fyrri hringinn, 800 m plús Esja upp að Steini á 34:34 og niður aftur á 18:38. Seinni ferðin var á 37:58 upp og 18:29 niður aftur. Ég var fyrsta konan en 5. í heildina af 56 keppendum sem luku keppni. Hér eru úrslitin. Myndirnar eru teknar af Elísabetu Margeirsdóttur, Gunnar Ármannssyni og Þórólfi. Geri ráð fyrir að ég megi nota þær, annars verðið þið bara að skamma mig og ég tek þær út :) Hvet alla sem geta tekið þátt að gera það að ári, frábær upplifun og takk fyrir mig.
24. jún. 2012
Esjan
Í dag fékk Lilja að ráða dagskánni hjá okkur. Hún var svo ótrúlega góð og þolinmóð að bíða eftir mömmu sinni í Esjuhlaupinu í gær að hún átti það svo sannarlega skilið. Og hvað langar þig til að gera í dag Lilja? Fara í Nauthólsvík? Í sund? Út að hjóla...? Óhætt að segja að ég hafi verið svolítið skrítin á svipin þegar mín tilkynnti okkur að hún vildi labba upp Esjuna, alla leið sko og ég ætla að skrifa í bókina! Öhhh allt í lagi...
Varð að hafa þessa einstöku mynd sem ég náði af karlmanni sem er að gera tvennt í einu, setja matvinnsluvélina í gang og hella einhverju í deigið... Þórólfur að útbúa nesti fyrir fjallaferðina.
Til í tuskið við Esjurætur.
Komin á fyrstu stöðina.
Önnur stöð og eintóm gleði.
Sonja fussar bara yfir þessum látum í okkur og nagar saltstöng.
Þriðja stöðin og sú síðasta fyrir Stein.
Tími til að hvíla lúin bein og hlaða batteríin. Lilja var svo áköf í að komast alla leið og skrifa í bókina að við rétt fengum að setjast niður áður en hún rak okkur af stað aftur með harðri hendi.
Sigurvegari!
Pabbi og Sonja síðasta spölinn upp að Steini.
Ómetanlegt að sjá stoltið skína úr litla fallega andlitinu.
Fyrsta ferðin hennar Sonju upp að Steini og sennilega ekki sú síðasta. Bara orðin nokkuð sátt við bröltið í okkur.
Skjalfest.
Lilja búin að skrifa í bókina: Lilja Þórólfsdóttir fór á Esjuna og svo skrifaði hún fyrir Sonju líka.
Komin niður skriðurnar á fjórðu stöðina, pjúff.
Jeiii komin alla leið niður og við mæðgur tíndum helling af blómum á lokaspottanum.
Svo gott að kæla lúna fætur í læknum.
Ein af okkur öllum saman áður en við lögðum í hann í bæinn.
Alveg búin á því litla skinnið, bárum hana inn úr bílnum og upp í sófa þar sem hún hraut í klukkutíma áður en við bárum hana inn í ból.
Einn af þessum dögum sem ég á aldrei eftir að gleyma, ótrúlega stolt af litla harðjaxlinum mínum. Blogga bara um Esjuhlaupið mitt á morgun, þetta er dagurinn hennar Lilju og afrekið er hennar.
22. jún. 2012
Miðnæturhlaupið 2012
Ekki mörg hlaup sem maður mætir í alveg pollrólegur, með enga pressu um að gera neitt annað en að skemmta sér. Miðnæturhlaupið í gær var einmitt þannig hlaup hjá mér, ég er að fara í Mt. Esja Ultra hlaupið á morgun og þó ég sé 'bara' að fara tvær ferðir þá er ekki gott að vera búin að taka það fínasta úr sér í keppnishlaupi tveim dögum fyrr.
Ekki hægt að biðja um fallegra kvöld til að hlaupa. Þórólfur ákvað að fara í 5 km hlaupið og kýla vel á það en ég skráði mig í 10 km. Eins og það er öfugsnúið fyrir þá sem hlaupa ekki þá er það þannig að því lengra sem hlaupið er, því auðveldara... :) Við hituðum upp saman og ég held að á mínum hlaupaferli hafi ég aldrei náð eins langri upphitun, tæpum 5 km! Kvaddi Þórólf í 5 km startinu og kom mér á minn stað. Ég fór rólega af stað og var kannski svona 6. kona fyrsta km. Fann strax að ég var í banastuði, hafði ekkert fyrir þessu og rúllaði eins og engill. Eftir 2 km var ég orðin 3. kona, sá í hana Fríðu Rún nokkuð á undan mér og ég vissi að Arndís leiddi en hún var langt á undan okkur. Svo komu brekkurnar í Elliðaárdalnum og eftir allar Esjuæfingarnar þá fann ég ekkert fyrir þeim. Gaman að komast upp að stíflu, gjörþekkja leiðina til baka og vita að það var að mestu niður í móti eða slétt. Hrikalega gaman að finna hvað ég var sterk í löppunum og ég rúllaði þægilega alla leið í mark. Var heldur betur hissa þegar ég sá glitta í mark klukkuna (ég fylgdist ekki með klukku á hlaupunum) og hún sýndi 40:50... Tók smá sprett í lokin og endaði 3. kona á 41:07, fór langt fram úr eigin væntingum.
Hitti glaðan mann í markinu (manninn minn :) en hann var að hlaupa eins og engill, tíminn 16:50 og 3. maður í mark. Samstiga í þessu sem aldrei fyrr. Við fengum bæklinginn Næring hlauparans og gjafabréf í Reykjavíkurmaraþon að launum. Tókum langt og gott niðurskokk eftir hlaupið og nutum þess að hitta félaga okkar og spjalla. Frábær dagur!
Að loknu hlaupi, Gunnar Páll tók myndina.
Fyrstu 3 konur í 10 km, Fríða Rún, Arndís og Eva.
Starfsmenn hlaupsins tóku mynd.
Fyrstu karlar í 5 km, Ármann, Sæmundur og Þórólfur.
Starfsmenn hlaupsins tóku mynd.
Nú er eins gott að koma sér í bólið og hvíla sig fyrir átök morgundagsins, það verður stuð!
20. jún. 2012
Umhugsunarvert
Félagi minn úr ÍR tók líka þátt í Mikka mús mini maraþoninu á sunnudaginn með guttanum sínum. Þeir félagar voru á svipuðu róli og við Lilja og það ískraði í börnunum okkar af gleði. Stundum sprettu þau úr spori, strákarnir tóku fram úr, stelpurnar tóku fram úr, stundum löbbuðu þau, mín hneykslaðist niðrí rassgat að sumir styttu sér leið..., svo gott að stoppa á drykkjarstöðvum og fá sér vatnssopa, must að gefa öllum Mikka mús skiltunum 'four' (Mikki bara með fjóra putta :) og það besta var að þau unnu bæði!
Ég get alveg fullyrt að við (foreldrarnir) erum vægast sagt með frekar mikið keppnisskap, það vantar ekkert upp á það en það er skilið eftir heima á svona stundum. Krakkarnir ráða ferðinni og það má ekki á milli sjá hvort þeirra er glaðari á hlaupamyndunum.
En svona var þetta ekki hjá öllum. Við félagarnir hittumst á brautaræfingu á mánudaginn og þegar við fórum að spjalla kom í ljós að við höfðum bæði orðið vitni að foreldrum eða fullorðnum gjörsamlega drulla yfir krakkana sína og í tveimur tilfellum tókst þeim að græta stálpaða krakka. 'Hvað er að þér drengur, drullastu nú úr sporunum, ætlaður að verða síðastur???', var gargað á feitlaginn gutta sem var alveg búin á því og farin að hristast af ekka. 'Dísess, ég nenni sko aldrei aftur að taka þig með í eitthvað svona, þú ert gjörsamlega að drepast úr leti stelpa.' 'Hvað er eiginlega að þér, djöfull er þetta óþolandi alltaf með þig'. Ég þekkti einn af görgurunum úr fjölmiðlunum, voða flottur listamaður...ojjj.
Úff hvað ég fékk í magann að heyra þetta. Ef þetta er ekki til að drepa niður alla löngun hjá krökkum í að hreyfa sig þá veit ég ekki hvað. Það getur verið skemmtilegast í heimi að klára svona þraut ef maður fær að taka hana á sínum tíma og með stuðningi en það getur líka verið hin versta martröð ef manni er þjösnað áfram umfram getu eða löngun.
18. jún. 2012
Gullsprettur, Kvennahlaup og Mikka Mús maraþon
Já nú er ég sko alveg komin í gírinn, ja bara eins og í gamla daga. Hrikalega skemmtileg og viðburðarrík vika að baki. Byrjum á byrjuninni. Hann Gabríel fékk afleysingarvinnu við að bera út Fréttablaðið og var ekki lítið glaður að geta unnið sér inn smá aur. Ég var strax ákveðin í að hjálpa honum að komast af stað og þegar það var hringt aftur og spurt hvort hann vildi taka tvö hverfi þá héldum við það nú, við myndum rúlla því upp. Fyrsta daginn fórum við rúntinn saman og komumst að því að það rétt hafðist að taka tvö hverfi í röð þannig að við leystum málin með því að taka sitt hvort hverfið og þannig gerðist ég blaðaburðarbarn á gamals aldri. Upp kl. 5:30 á morgnana með 80 blöð, ég tók þau í töskum og lét guttann hafa kerruna. Eftir fyrsta daginn var Gabríel svo boðin fastráðning í hverfinu okkar. Við kláruðum afleysingarnar um helgina og í morgun fórum við fyrsta rúntinn saman í okkar hverfi, fer aftur með honum á morgun og svo er hann 'on his own'. Nema ég sé í stuði :Þ Ég passaði að hafa það þannig frá upphafi að ábyrgðin er hans, hann vaknar sjálfur, vekur mig, græjar blöðin í kerruna o.s.frv. Ég nördast við að 'besta' leiðina og raða úrburðarlistanum í lógíska röð en ekki húsnúmeraröð, þannig spara ég honum örugglega hálftíma í útburðinum.
Síðustu vikur hafa verið algjör draumur í hlaupunum, kroppurinn betri en nokkru sinni og Esjan er að skila sér í auknum styrk. Tók tvær Esjur í síðustu viku og læt það duga fyrir keppnina næstu helgi. Á laugardaginn tókum við hjónin þátt í Gullsprettinum á Laugarvatni en það er eitt skemmtilegasta hlaup á landinu, eða bara í heimi svei mér þá. Hef nokkrum sinnum verið með áður en síðast var það sennilega 2008. Maður lærir það strax eftir fyrsta hlaupið að það borgar sig ekki að blasta af stað í gegnum mýrarnar og skurðina, betra að fara þétt en örugglega og eiga krafta til að hlaupa vel á þeim köflum sem hægt er að hlaupa hratt. Ég var í forystu fyrsta km en þá tók ein fram úr mér og ég sá hana fjarlægjast hægt en örugglega næstu 2 - 3 km og mest hefur forskotið sennilega verið 400-500m. Ég hélt mínu plani og viti menn, þegar 2-3 km voru eftir þá sá ég að ég var farin að draga á hana aftur. Kílómeter frá markinu eða svo var ég komin í hælana á henni og á erfiðum stað þar sem maður þarf að klöngrast í gegnum runna og læti þá tók ég af skarið og náði forskotinu. Í upphituninni hafði Þórólfur farið með mig endasprettinn þannig að ég vissi nákvæmlega hvernig brautin var síðustu 400 m og þá var blastað alla leið í mark. Hrikalega gaman að ná að sigra þetta hlaup og ekki skemmdi fyrir að ég bætti brautarmetið um tæpa mínútu.
Komin út í vatnið.
Rétt áður en ég næ fyrstu konu.
Nokkrir metrar í mark!
Bara gaman hjá okkur :)
Fyrstu fimm konur.
Náðum að slaka aðeins á í Fontana fyrir verðlaunaafhendinguna og ég fékk nótt á Edduhóteli með morgunverði í verðlaun. Okkur var svo ekki til setunnar boðið því það er hefð hjá okkur stelpunum í fjölskyldunni að fara í Kvennahlaupið og að byrjaði kl. 14... Skrönsuðum í bæinn (á löglegum hraða :) náðum í mömmu og stelpurnar og skutluðumst í Garðabæinn. Hlupum lítinn hring og tókum svo þátt í skemmtuninni á eftir. Tengdapabbi sló svo alveg í gegn með því að bjóða okkur í ávaxtahlaðborð eftir hlaupið!
Við byrjuðum Þjóðhátíðardaginn á okkar venjulega sunnudagsskokki áður en við græjuðum krakkana og héldum niðrí Laugardal til að taka þátt í Mikka Mús mini maraþoninu, 4,2 km. Svo gaman hjá okkur og krakkarnir stóðu sig með einstakri prýði og það sem er mikilvægast, skemmtu sér konunglega. Fullkomin byrjun á fallegum degi. Seinniparturinn fór svo í bæjarrölt og hefðbundið 17. júní dúllerí, skemmtun á Arnarhóli, rölt í bænum og huggulegheit. Bakaði heilhveitipönnukökur með grískri jógúrt og blönduðum berjum fyrir fólkið mitt þegar við komum heim og vann mér inn þónokkur vinsældarstig fyrir vikið!
Hele familien, vel af sér vikið!
Lilja, mamma og bangsinn Eva :)
Lilja málaði sig sjálf áður en við fórum í bæinn, svaðalegt sjóræningjakvendi!