28. ágú. 2012

Zen

Þvílík ró.  Sonja hjá dagmömmu, Lilja í skólanum, Gabríel sefur og Þórólfur í vinnunni.  Ég er búin að gera nákvæmlega ekkert nema fá mér kaffisopa og glugga í blöðin í heilan klukkutíma.  Enginn að toga í buxnaskálmina mína eða biðja mig um að gera eitthvað.  Dæs...   

Og nú langar mig til að fara að gera eitthvað.  Ætla að skella mér í stuttan tíma í Hreyfingu sem heitir Zen kjarni, á ótrúlega vel við núna.  Ég tók þátt í Miðnæturhlaupinu og númerið gildir sem 10 daga passi í Hreyfingu.  Byrjaði í gær og fór í Hot Jóga en ég hef ekki prófað það áður og ég verð að segja að mér finnst þetta rugl heitt!  Ég gat svo sem alveg gert allar æfingarnar, er vön að vera mátulega miklum í hita í HD fitness og kann jógaæfingarnar en ég get ekki skilið að það sé gott að tæma allan vökva úr líkamanum og vera í átökum í svona miklum hita.  Fólk lyppaðist niður og þurfti að fara út oftar en einu sinni til að jafna sig.  Ég er enginn sérfræðingur en ég er mjög góð í að hlusta á líkamann minn og mér leið ekkert vel í þessum tíma og var sjúklega þyrst erftir þetta og dösuð.   Þá er ég hrifnari af sjósundinu!!!

Ég er ennþá aum í kálfanum og bara þreytt í öllum skrokknum einhvern veginn þannig að ég ætla að gefa mér einhverja daga í viðbót í dekri og afslöppun.  Já eða bara þangað til að ég finn að ég er aftur orðin úthvíld, hversu langan tíma sem það tekur.

Er ótrúlega mikið zen eitthvað þessa dagana og gæti ekki verið glaðari. 


Engin ummæli:

Skrifa ummæli