30. ágú. 2012

Öll að koma til

Nú er ég búin að hvíla mig eins og mér sé borgað fyrir það, nýti hvert tækifæri til að fá mér kríu og finn hvernig ég er að fyllast af orku aftur.  Ég er líka búin að fylla á magnesíum byrgðir líkamans en að öllum líkindum hef ég verið komin í þrot og þ.a.l. lent í þessu krampaveseni.  Ég er búin að prófa nokkra tíma í Hreyfingu  í hlaupahvíldinni, synda aðeins og hjóla.  Hjólaði til vinkonu minnar í dag og flaug svona líka svakalega á hausinn á beinum kafla, á gangstíg, á fjallahjólinu mínu, toppiði það!  Skóf af mér hægra hnéð og snéri upp á vinstri þumal sem er bólginn og aumur núna.  Ég átti tíma hjá honum Rúnari sjúkraþjálfara í dag til að taka stöðuna á kálfanum og hann teipaði á mér þumalinn.  Er ennþá pínu stíf í kálfanum en þetta er allt að koma, hvíli fram yfir helgi og þá má ég fara að taka á því aftur.  

Við skrifuðum undir kaupsamning á þriðjudaginn, ó hvað við erum glöð og hlökkum til að flytja í nýja húsið okkar.  Dæs...


Síðasti dagurin í fæðingarorlofinu á morgun og eftir helgina fer ég að vinna aftur eftir 13 mánaða hlé.  Það verður pínu skrýtið en ég er til í tuskið núna.  En fyrst er það dekurhelgi í Reykjanesbæ á Ljósanótt.  Gaman.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli