24. ágú. 2012

Alveg nýtt... bágt

Ég hélt að ég væri komin hringinn í hlaupameiðslum og það væri ekkert sem kæmi mér á óvart lengur en nei, í vikunni upplifði ég alveg nýtt og óskemmtilegt.  Fór út að skokka á þriðjudags eftirmiðdaginn með iPodinn og í besta skapinu.  Verð reyndar að viðurkenna að ég var orðin ansi langþreytt eftir álag síðustu vikna, þá aðallega fasteignakaupa/sölu álags en ég á miklu erfiðara með að höndla það en erfiðar líkamlegar æfingar.  

Alveg búin á því og lagði mig á elhúsgólfinu.  
Þurfti nákvæmlega að bíða í svona 30 sek. eftir félagsskap :)

Alla vega, lullaði mér inn í Elliðaárdal og þegar ég er næstum komin upp að Árbæjarlaug hitti ég nokkrar hlaupaskvísur, stoppaði og spjallaði í smá stund.  Þegar ég skokka svo aftur af stað fæ ég þennan líka hrottlega krampa í vinstri kálfann og þarf að stoppa í sporinu.  Ég hef aldrei áður fengið krampa í kálfa, teygði aðeins en fann að ég var hel aum og þurfti að labba heim aftur!

Ég er ennþá aum í kálfanum og með marblett sem ég veit ekki hvort kom áður eða eftir krampann.  Ég prófaði að skokka nokkur hundruð metra í gær en fann þá kálfann stífna aftur upp.  Það verður forvitnilegt að sjá hversu fljótt ég jafna mig á þessu, tilfinningin er eins og smá tognun en mér finnst það skrítið að það gerist á skokki?   Ég er nú alveg pollróleg yfir þessu, hef í nógu að snúast þessa dagana og ég labba, hjóla og syndi þangað til að mig langar til að hlaupa aftur.  

En já, aðalmálið hjá okkur núna er að Sonja er nýbyrjuð hjá dagmömmu og gengur vel.  Ætli við höfum ekki báðar verið orðnar tilbúnar í smá aðskilnað.  Liljan mín er byrjuð í skóla, fyrsti skóladagurinn í dag og hún er svo ánægð með skólann og frístundaheimilið.  Ég er að fara að vinna aftur í byrjun september eftir 13 mánaða barneignarfrí.  Og svo erum við búin að nýta sumarfríið í að kaupa hús og selja tvær íbúðir!!!  Meira um það bráðum.  Segið svo að maður kunni ekki að slappa af í fríinu sínu ;)

Stóra stelpan mín tilbúin til að hefja skólagöngu.

Flottar bekkjarsystur.

Sonja farin að spila á píanóið

Engin ummæli:

Skrifa ummæli