24. jún. 2012

Esjan

Í dag fékk Lilja að ráða dagskánni hjá okkur.  Hún var svo ótrúlega góð og þolinmóð að bíða eftir mömmu sinni í Esjuhlaupinu í gær að hún átti það svo sannarlega skilið.  Og hvað langar þig til að gera í dag Lilja?  Fara í Nauthólsvík?  Í sund?  Út að hjóla...?  Óhætt að segja að ég hafi verið svolítið skrítin á svipin þegar mín tilkynnti okkur að hún vildi labba upp Esjuna, alla leið sko og ég ætla að skrifa í bókina!   Öhhh allt í lagi...

Varð að hafa þessa einstöku mynd sem ég náði af karlmanni sem er að gera tvennt í einu, setja matvinnsluvélina í gang og hella einhverju í deigið...  Þórólfur að útbúa nesti fyrir fjallaferðina.

Til í tuskið við Esjurætur.

Komin á fyrstu stöðina.


Önnur stöð og eintóm gleði.

Sonja fussar bara yfir þessum látum í okkur og nagar saltstöng.

Þriðja stöðin og sú síðasta fyrir Stein.

Tími til að hvíla lúin bein og hlaða batteríin.  Lilja var svo áköf í að komast alla leið og skrifa í bókina að við rétt fengum að setjast niður áður en hún rak okkur af stað aftur með harðri hendi.

Sigurvegari!

Pabbi og Sonja síðasta spölinn upp að Steini.

Ómetanlegt að sjá stoltið skína úr litla fallega andlitinu.

Fyrsta ferðin hennar Sonju upp að Steini og sennilega ekki sú síðasta.  Bara orðin nokkuð sátt við bröltið í okkur.

Skjalfest.

Lilja búin að skrifa í bókina: Lilja Þórólfsdóttir fór á Esjuna og svo skrifaði hún fyrir Sonju líka.

Komin niður skriðurnar á fjórðu stöðina, pjúff.

Jeiii komin alla leið niður og við mæðgur tíndum helling af blómum á lokaspottanum.

Svo gott að kæla lúna fætur í læknum.

Ein af okkur öllum saman áður en við lögðum í hann í bæinn.

Alveg búin á því litla skinnið, bárum hana inn úr bílnum og upp í sófa þar sem hún hraut í klukkutíma áður en við bárum hana inn í ból.

Einn af þessum dögum sem ég á aldrei eftir að gleyma, ótrúlega stolt af litla harðjaxlinum mínum.  Blogga bara um Esjuhlaupið mitt á morgun, þetta er dagurinn hennar Lilju og afrekið er hennar.

1 ummæli:

  1. Æ, ég fékk eitthvað kusk í augað... Litla Liljuljósið mitt!

    SvaraEyða