Fyrsta ferðin.
En ég er ekki að fara Laugaveginn núna, held mig við ca. hálft maraþon og styttra þangað til hún Sonja mín er orðin stálpaðri. Hmmm... tvær Esjur, ég get það örugglega og þá er ég með pottþétta afsökun (ástæðu) til að skottast upp á Esju hvenær sem tækifæri gefst! Og svo var ég bara búin að skrá mig. Viku seinna fór ég aftur og tók þá eina og hálfa Esju. Í þetta sinn hljóp ég og já, fékk allan harðsperrupakkann aftur. Það er víst engin leið að komast hjá því. Fjórum dögum seinna fór ég tvær Esju í röð og hrundi svona herfilega á skallann í fyrri ferðinni. Rispaðist á höndum og hjám en óbrotin og var ekki á því að láta það draga úr mér, kláraði seinni ferðina og ákvað með sjálfri mér að þetta væri dett ársins, þá er það bara búið og afgreitt.
Fimm dögum síðar fór ég eina ferð og könnunarleiðangur á láglendinu og tveim dögum eftir það var ég búin að finna út hvaða hring átti að hlaupa. Ég var svo í kaffi hjá pabba og mömmu þegar mér datt allt í einu í hug að það gæti nú verið sniðugt að prófa að hlaupa þetta með stafi. Vissi að pabbi átti göngustafi, fékk þá lánaða og tók síðustu Esjuæfinguna mína 800 m hringnum og stöfunum. Þar með var Esjuæfingunum lokið fyrir keppni. Mér fannst gott að hlaupa með stafina og ákvað að nota þá í keppninni. Hvað eru þetta margar annars... jú, sex og hálf Esja samtals. Ég fór líka nokkra góða túra í Heiðmörkina og í hólmann í Elliðaárdalnum. Ég hljóp utanvega æfingarnar mínar á nýjum skóm sem ég hef ekki prófað áður, Asics Fuji Attack og ég var alveg hrikalega ánægð með þá. Ég prófaði mig líka áfram með Compression sokka frá CEP og Asics og Compression buxur frá CEP á æfingunum.
Fékk pínu í magann 5 dögum fyrir hlaup en þá fékk ég allt í einu þreytuverk í mjóbakið og eftir brjósklosið þá vil ég bara alls ekki finna neitt fyrir bakinu!!! Blótaði mér í sand og ösku fyrir að hafa verið svo vitlaus að vera að bera út Fréttablaðið með þungar hliðartöskur og svo er ég búin að vera að hjálpa Lilju að læra að hjóla, hlaupandi eins og rækja fram og til baka, ekki gáfulegt. En alla vega nuddaði, rúllaði, hitaði og teygði og þegar ég var búin að hlaupa Miðnæturhlaupið var ég aðeins betri og ég fann svo sem aldrei neitt fyrir á hlaupum, bara við allt annað...
Fimm dögum síðar fór ég eina ferð og könnunarleiðangur á láglendinu og tveim dögum eftir það var ég búin að finna út hvaða hring átti að hlaupa. Ég var svo í kaffi hjá pabba og mömmu þegar mér datt allt í einu í hug að það gæti nú verið sniðugt að prófa að hlaupa þetta með stafi. Vissi að pabbi átti göngustafi, fékk þá lánaða og tók síðustu Esjuæfinguna mína 800 m hringnum og stöfunum. Þar með var Esjuæfingunum lokið fyrir keppni. Mér fannst gott að hlaupa með stafina og ákvað að nota þá í keppninni. Hvað eru þetta margar annars... jú, sex og hálf Esja samtals. Ég fór líka nokkra góða túra í Heiðmörkina og í hólmann í Elliðaárdalnum. Ég hljóp utanvega æfingarnar mínar á nýjum skóm sem ég hef ekki prófað áður, Asics Fuji Attack og ég var alveg hrikalega ánægð með þá. Ég prófaði mig líka áfram með Compression sokka frá CEP og Asics og Compression buxur frá CEP á æfingunum.
Næ í gögnin í Afreksvörum.
Fékk pínu í magann 5 dögum fyrir hlaup en þá fékk ég allt í einu þreytuverk í mjóbakið og eftir brjósklosið þá vil ég bara alls ekki finna neitt fyrir bakinu!!! Blótaði mér í sand og ösku fyrir að hafa verið svo vitlaus að vera að bera út Fréttablaðið með þungar hliðartöskur og svo er ég búin að vera að hjálpa Lilju að læra að hjóla, hlaupandi eins og rækja fram og til baka, ekki gáfulegt. En alla vega nuddaði, rúllaði, hitaði og teygði og þegar ég var búin að hlaupa Miðnæturhlaupið var ég aðeins betri og ég fann svo sem aldrei neitt fyrir á hlaupum, bara við allt annað...
Ég tók því rólega keppnis morguninn, lagði mig aðeins aftur eftir hafragrautinn minn, fékk mér mangó/spínat/engifer drykk og svo beyglu með hnetusmjöri og sultu sem er keppnismaturinn minn. Ég fékk nýja keppnisskó daginn fyrir hlaup, Asics Fuji Racer og fann um leið og ég mátaði þá að þetta væru skórnir í hlaupið, hrikalega léttir og þægilegir. Var komin upp að Esjurótum tímanlega og gaman að fylgjast með hinum hlaupurunum takast á við sín verkefni.
Þvílíka stemmningin á svæðinu og þegar ég var búin að græja á mig keppnisnúmer og skrá mig inn var hóað í mig í smá viðtal hjá íþróttafréttamanni Stöðvar 2. Tók tvo 800 m hringi í upphitun, kláraði síðasta klósettstopp, kom stöfunum mínum og drykkjum fyrir á drykkjarstöðinni og skottaðist að rásmarkinu. Get svarið fyrir að það ískraði í mér af spenningi.
Soffía hjálpar mér að festa rauða spjaldið á bakið en það er til að sýna keppinautunum í hvaða vegalengd maður er að keppa. Rautt fyrir 2 ferðir, gult fyrir 5 og fjólublátt fyrir 10. Sniðugt.
Þvílíka stemmningin á svæðinu og þegar ég var búin að græja á mig keppnisnúmer og skrá mig inn var hóað í mig í smá viðtal hjá íþróttafréttamanni Stöðvar 2. Tók tvo 800 m hringi í upphitun, kláraði síðasta klósettstopp, kom stöfunum mínum og drykkjum fyrir á drykkjarstöðinni og skottaðist að rásmarkinu. Get svarið fyrir að það ískraði í mér af spenningi.
Ég þekkti ekkert af hinum hlaupurunum sem voru búnir að skrá sig til leiks, nema Bjössa og vissi þ.a.l. ekkert við hvern ég væri að keppa. Ég setti mér tvö markmið, að komast undir tvo tíma og gera þetta eins vel og ég gæti burtséð frá keppni, þ.e. ekki taka því rólega þó ég væri með góða forystu. Hljóp frekar hratt af stað litla hringinn og kippti svo með mér stöfunum á drykkjarstöðinni. Fyrsta ferðin leið alveg ótrúlega hratt, reyndi að hlaupa alla kafla sem ég gat, meira en venjulega og aðeins lengra upp í hverja brekkur. Þess á milli rigsaði ég eins hratt og ég gat, náði góðum takti með stöfunum og passaði að taka ekki of stór skref. Komin upp að Steini áður en ég vissi af og sveif niður, aldrei í vandræðum og bara gaman.
Eiiinnnn....
Hringur tvö var mjög svipaður fyrri hringnum, hljóp 800 m frekar hratt en hljóp aðeins styttra upp í brekkurnar í hverjum hlaupakafla, var rétt rúmum 3 mínútum hægari upp en í þessari ferð tætti ég fram úr nokkrum sem voru á undan mér fyrri ferðina. Allt gekk eins og í sögu og hrikalega gaman að vera komin upp aftur, fá merkt við og nú var bara að gossa niður eins og druslan dró. Það var svo gaman að ég meina það, það sluppu út gleðióp hér og þar á leiðinni. Hef aldrei áður hlaupið eins hratt niður eða verið eins örugg með mig. Frábært að sjá fólkið mitt rétt fyrir markið, Þórólf, Lilju, Sonju í hlaupakerrunni og Þór tengdapabba. Fékk heimatilbúið verðlaunaskjal frá henni Lilju og besta knús í heimi.
Nýkomin í mark með verðlaunaskjal frá Lilju :)
Fyrstu þrjár konur og Liljan mín.
Gaman að skoða millitímana eftir hlaupið, ég hleyp fyrri hringinn, 800 m plús Esja upp að Steini á 34:34 og niður aftur á 18:38. Seinni ferðin var á 37:58 upp og 18:29 niður aftur. Ég var fyrsta konan en 5. í heildina af 56 keppendum sem luku keppni. Hér eru úrslitin. Myndirnar eru teknar af Elísabetu Margeirsdóttur, Gunnar Ármannssyni og Þórólfi. Geri ráð fyrir að ég megi nota þær, annars verðið þið bara að skamma mig og ég tek þær út :) Hvet alla sem geta tekið þátt að gera það að ári, frábær upplifun og takk fyrir mig.