Já það eru rúmir þrír mánuðir síðan ég bloggaði síðast um hann Bevan, vin minn og Fitness Behaviour. Ástæðan er einfaldlega sú að í 6. þættinum er viðtal við lækni, sem lýsir rannsóknum sínum á fyrirbærinu að borða meira en maður þarf. Hann skrifaði bók sem heitir The End of Overeating og viðtalið vakti nógu mikinn áhuga hjá mér til þess að ég keypti bókina og las. Ég er ekkert fyrir að mæla með einhverju sem ég þekki ekki og þess vegna ákvað ég að gefa mér góðan tíma í að rannsaka á sjálfri mér hvort það væri þess virði að mæla með þessari bók.
Það er skemmst frá því að segja að frá því ég las bókina þá hefur hafist enn ein ítrun í mínu matar og þyngdarlífi :) Vil taka það skýrt fram að það eru engir kúrar í þessari bók, engar uppskriftir né annað sem alla jafna er í 'Megrunarbókum' enda ekki megrunarbók, alls ekki. Bókin er hafsjór af fróðleik hvers vegna mannskepnan kemst í þá stöðu að, í staðinn fyrir að næra sig til að lifa þá verður þetta allt öfugsnúið og hún fer að lifa til að næra sig eða réttara sagt éta á sig gat með tilheyrandi neikvæðum fylgifiskum.
Síðustu tíu árin eða svo hef ég verið í þeirri þyngd sem ég kýs hverju sinni. Það hefur tekist með heilmikilli vinnu. Ég hef passað uppá að hreyfing og matarinntaka sé í jafnvægi en það hefur ekkert endilega verið auðvelt. Ég hef hugsað meira um mat en 'eðlilegt' getur talist, t.d. stax farið að hugsa um næstu máltíð þó svo ég sé að renna niður síðasta bitanum og sé södd og sæl. Ég var orðinn sérfræðingu í að undirbúa mig fyrir aðstæður sem áður hefðu komið mér út af sporinu og hvernig ég á að bregðast við. Ég hafði sem sagt náð góðum tökum á að halda 'einkennum' ofætunnar niðri (offitunni) án þess að fá í rauninni frelsi frá 'sjúkdómnum', ef þannig má að orði komast.
Fyrir myndir
Það sem hefur breyst eftir lestur bókarinnar er að ég skil núna hvers vegna ég hef stundum átt erfitt með að hætta að borða þegar ég er södd og hvers vegna ég hugsa um mat þegar ég er alls ekki svöng. Ég hef breytt matarræðinu töluvert en í þá átt að ég borða frekar meira en minna, miklu fjölbreyttari fæðu og jú, klárlega hef ég kosið að sleppa einu og öðru sem ég borðaði áður. Ég hef á síðustu þremur mánuðum bætt mig jafnt og þétt í hlaupunum, bætt styrk og vöðvamassa, ég sef betur og best af öllu ég hef lært að njóta þess að búa til góðan mat og borða. Já og svo léttist ég um 4 kíló. Hérna áður fyrr hafði ég aldrei gaman af því að stússast í mat vegna þess að ég tengdi mat við eitthvað neikvætt í mínu lífi. Ég hef oft hugsað að ef ég gæti bara sleppt því alveg að hugsa um mat, t.d. tekið eina galdrapillu á dag, þá væri ég alsæl. Þetta hefur breyst. Nú nýt ég þess að stússast í eldhúsinu og finnst gaman útbúa mat sem mér finnst hrikalega góður og veit að er frábær næring fyrir kroppinn minn.
Þannig að niðurstaðan er sú að ég get sannarlega mælt með bæði þættinum og bókinni.
...og ég get mælt með góða matnum þínum, tíhí! Takk fyrir mig.
SvaraEyðaSkemmtilegt annars að sjá fyrir-myndirnar þínar aftur. Einhvern tíma hef ég séð þær áður, en er núna að átta mig á því að ég þekki stelpu sem er ansi mikið lík þér eins og þú varst þá. Ætli þið væruð ennþá svipaðar ef hún myndi minnka? Ómögulegt að segja, en það er skemmtilegt að stúdera andlit.
V.