Frábær hvíldarvika í hlaupunum að baki þar sem við hjónin skárum niður æfingamagn og lufsuðumst bara hlaupatúrana okkar í rólegheitum. Það var komin tími á hvíld og við nutum þess í botn að slaka á. Hristum svo aftur upp í okkur á laugardaginn og alvöru æfing framundan í dag.
Hún Lilja okkar var að keppa í frjálsum í vikunni og skemmti sér þvílíkt vel. Það er þvílíkur kraftur í skottunni og maður sér framfarir í öllum greinum milli móta. Á hennar aldri keppir hópurinn sem heild og samanlagður árangur er mældur og settur á netið fyrir þá sem hafa áhuga á úrslitum, annars er þetta bara til að hafa gaman og venja krakkan við að vinna saman og hegða sér á mótum.
Smá brot af stemmningunni hjá minni
Sonja kann vel við sig í Höllinni
Það var árhátíð hjá Íslandsbanka um daginn og við gömlu hjónin dressuðum okkur heldur betur upp og skemmtum okkur konunglega. Glæsileg árhátíð í alla staði með '007 Bond' þema en sumir höfðu á orði að það vantað bara 2 fyrir framan... :)
Ég fékk nýju bókina hennar Sollu Eiríks í jólagjöf og nú er ég alveg komin vel með annan fótinn á kaf í grænmetis/hráfæðið. Nú hef ég tíma til að æfa mig á daginn og ég er hvort eð er að útbúa allan mat fyrir Sonju sjálf. Því meira sem ég læri, prófa og smakka, því fjær færist ég fyrra matarræði. Mér finnst þessi matur í fyrsta lagi miklu betri en svo líður mér bara svo svakalega vel af því að borða þessa hollustu. Ég er stútfull af orku og vellíðan, hleyp betur en nokkru sinni, sef eins og engill. Síðustu mánuði hefur sem sagt heill heimur af mat bæst við flóruna hjá mér en að sama skapi er ég búin að henda öðru út fyrir fullt og allt sýnist mér. Er núna laus við alla unna matvöru, skinkan er out eftir að ég áttaði mig á því að það er búið að sprauta hana ekki bara með salti heldur sykri. Annars ræður nú bara heilbrigð skynsemi ferðinni og sú lífstíðar ákvörðun að borða bara mat sem mér finnst góður!
Fermingarundirbúningur er í fullum gangi og allt á áætlun. Búin að útbúa boðskort og þau fóru í póst í morgun. Fermingarfötin klár, kjólar á stelpurnar, myndatakan bókuð, salurinn og í vikunni ætlum við svilkonurnar að plana veitingar og verkaskiptingu.
Sonja ekkert smá ánægð hjá stóra bróður. Verð að minnast á blómin á kjólnum hennar. Það sullaðist eitthvað bláberja gums á kjólinn og ég náði ekki blettunum úr. Datt þá í hug að leita til mömmu og sjá hvort hún gæti ekki heklað einhverjar dúllur til að hylja blettina. Ekki málið!
Mæðgna hrúga, best í heimi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli