12. mar. 2012

Feita konan syngur...

Ja það var heldur betur gaman hjá okkur hjónum í lokahófi Powerade þetta árið.  Eins og við vissum fyrir kvöldið þá vorum við búin að sigra Parakeppnina og Þórólfur var öruggur í fyrsta sæti í sínum flokki.  Ég hafði aftur á móti þurft að taka mjög rólegt hlaup í janúar og var þar með, að ég hélt, búin að missa af fyrsta sætinu í mínum flokki.  En mér til mikillar undrunar og gleði þá náði ég að krækja mér í efsta sætið á lokasprettinum, jafnaði stigafjölda og var á undan keppinautnum í síðasta hlaupinu og fékk krúttlega bikar fyrir.  Við Þórólfur fengum svo nótt á Icelandair hótelunum í vinning í parakeppninni.  Ég hafði líka heppnina með mér í úrdrættinum og vann kippu að orkudrykk.  



Þessar myndir eru af síðunni www.hlaup.is

Annars hafa síðustu dagar verið svolítið skrýtnir og atburðir nálægt okkur hafa gert það að verkum að maður þakkar endalaust fyrir heilsuna, fjölskylduna sína, vini og lífsgleðina.  Spark í rassinn að fresta engu til morguns sem maður getur gert í dag og sérstaklega ekki því að láta draumana rætast.  

Í morgun var ég að greiða Lilju áður en hún fór í leikskólann.  Mamma, viltu gera Línu fléttur og setja vír í hárið?  Já í dag vil ég einmitt gera það.  Stelpan mín snerti ekki jörðina á leiðinni í leikskólann og vakti þvílíka lukku bæði hjá krökkum og kennurum.  Gaman :)




Engin ummæli:

Skrifa ummæli