10. feb. 2012

Powerade #5 - 2012

Ég hafði engan tíma til að velta mér upp úr veðri eða öðru fyrirfram í þessu Powerade hlaupi sem reyndist á endanum vera eitt það skemmtilegasta sem ég hef hlaupið.

Dagurinn hjá mér var svona:
  • 6:20 vaknaði til að gefa Sonju
  • 6:45 skokkaði niðrí Hreyfingu
  • 7:10 HD Fitness hjá Guðbjörgu
  • 8:05 skokkaði heim úr Hreyfingu
  • 8:15 fékk mér Himneskan hafragraut
  • 8:30 gaf Sonju morgunmat og brjóst á eftir
  • 9:00 setti Sonju út í vagn
  • 9:50 tók á móti mömmu sem kom að passa
  • 9:55 náði að henda í mig einni brauðsneið
  • 10:00 í sund, synti 200m rólega. 100m hratt (1:48 jeiii..) og svo aftur 200m rólega
  • 11:00 verslaði í matinn í Víði, kom við í 66° norður til að skipta jólagjöf, urfti að fara niðrí Bankastræti  til að fá rétta stærð og bruna heim til að leysa mömmu af
  • 12:00 tók á móti manni sem var að kaupa skó af mér
  • 12:30 gaf Sonju hádegismat og brjóst
  • 13:00 fékk mér að borða hádegismat
  • 13:30 kom Sonju út í vagn að sofa
  • 14:00 tók á móti fólki sem kom að kaupa hoppurólu hjá mér
  • 14:30 keyrði í Hafnarfjörðinn
  • 15:00 hélt fyrirlestur hjá Actavis
  • 16:15 fékk mér smá snarl
  • 16:30 gaf Sonju og tók á móti Lilju úr leikskólanum
  • 17:00 tók á móti konu sem var að kaupa óléttuföt
  • 17:50 fékk mér hefðbundinn keppnismat, tvö glös af vatni, beyglu með hnetusmjöri og sultu og kaffibolla
  • 18:10 gaf Sonju kvöldmat
  • 18:45 gaf Sonju brjóst fyrir nóttina
  • 19:00 tók á móti mömmu sem passaði (aftur) fyrir okkur
  • 19:15 kom mér í hlaupagallann og brunuðum upp í Árbæ
  • 19:35 hitaði upp fyrir Powerade
  • 20:00 hljóp eins og vindurinn í orðsins fyllstu merkinu.  Hífandi rok, fann mér stóra karla til að skýla mér í mótvindinum og lét mig svo fjúka í meðvindinum niður brekkurnar.  Hrikalega skemmtilegt hlaup!
  • 20:30 náði fyrstu konu, henni Arndísi Ýr, við stokkinn og var svo glöð að ég hefði allt eins verið búin að vinna hlaupið.  Elti hana að rafstöðvarbrekkunni þar sem hún setti í annan gír og kvaddi :)
  • 20:42:55 kláraði Powerade, önnur kona í mark, jeeehawww...
  • 21:15 recovery drykkur, sturta og hlý föt
  • 21:30 poppaði fyrir okkur gömlu hjónin
  • 21:35 brenndi poppið af því ég var með annan pott en venjulega og að gera einhverja fjóra hluti í einu
  • 21:40 byrjaði upp á nýtt að poppa, í réttum potti og vaskaði hinn upp á meðan
  • 22:00 datt upp í sófa með bónda mínum með popp og sódavatn.  Í því kom Gabríel kom heim frá vini sínum, smá spjall fyrir svefninn
  • 22:50 bursta, pissa og koma sér í bólið
  • 23:00 hugsa um hversu frábær þessi dagur var og hvað ég er heppin að vera þátttakandi í lífinu, ekki bara áhorfandi.
  • 23:00 kyssti bóndann góða nótt
Dásamlegt að vera í barneignar-"FRÍ-i", thíhí...

Matartími með Sonju <3

Engin ummæli:

Skrifa ummæli