Fyrst ber að nefna að yngri dóttir mín tók sig til í dag og gerði stykkin sín í klósettið, takið eftir, ekki koppinn, í fyrsta sinn og hlaut að launum mikið lófatak og fögnuð. Ja, hún er nú orðin rúmlega 6 mánaða! Mamman var svo spennt yfir þessu að dásemdinni var ekki sturtað niður fyrr en pabbinn kom heim úr vinnunni (sem betur fer bara 10 mínútum síðar) til þess að leyfa honum að votta og taka þátt í gleðinni :)
Við Lilja erum að lesa Elsku Míó minn, hún les öll kaflaheitin sjálf og velur sér setningar hér og þar. Að fara í háttinn er spennandi, getum varla beðið eftir að dagurinn líði og við fáum að komast að því hvaða ævintýrum Míó, Jum-Jum, Nonnó, Miramis og allir hinir lenda í næst.
Þegar stelpurnar eru komnar í ból tekur við nudd rútína hjá okkur hinum. Við Þórólfur og Gabríel skiptumst á að nudda mjaðmir, læri og kálfa hjá hvort öðru eftir æfingar dagsins. Allir græða og góð leið til að 'bond-a' við unglinginn okkar. Hann fékk frábæra umsögn í foreldraviðtali í vikunni, kom svo sem ekkert á óvart en alltaf gaman að heyra fallega talað um ungann sinn.
Svo eigum við krúttlegt lán hjá Frjálsa sem var tekið til að fjármagna kaup á risinu. Jahhh, það var ekki hátt risið á manni þegar maður skoðaði stöðuna 2009 og 2010 á þessu blessaða, já og nú get ég sagt blessaða láni. En eins og einhver sagði, allir hlutir hafa tilhneygingu til að enda heldur vel!
Spennandi helgi framundan með háleitum markmiðum. Ég ætla að taka þá í Tvíþraut í Laugum, samanstendur af 500m sundi og 5 km hlaupi. Meginmarkmiðið er að vera ekki síðust upp úr lauginni í fyrsta sinn í þessari keppni! Aukamarkmið eru að synda undir á undir 10 mínútum og hlaupa á undir 20 mínútum. Jæks, þar hafið þið það, ekkert verið að gefa sér neinn afslátt og nú er að sjá hvað gamla gerir þegar á hólminn er komið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli