29. jan. 2012

Strýheil og gaman að lifa

Þegar líður svona langt á milli blogga þá missir maður aðeins móðinn, það er frá svo mörgu að segja.  Þá verður maður bara að ákveða nýjan núll punkt og sleppa því sem liðið er til að detta aftur í gírinn.

Frábærar fréttir af musteri sálarinnar (er það ekki líkaminn annars?), er algjörlega orðin góð í lærinu og nýt þess að geta gefið aðeins í á hlaupunum aftur.  Reyndar naut ég þess kannski full mikið þessa vikuna og fór yfir 70 km og fann á seinnihlutanum á sunnudags hjóna skokkinu að nú var komið nóg í bili, tími til að slaka aðeins á og njóta.  Ég hoppaði inn í æfingarnar á sama stað og ég hoppaði út í upphafi árs og það þakka ég hjólreiðunum, sundinu og HD fitness leikfiminni minni.  Trúði ekki minni eigin klukku/kroppi á fyrstu sprettæfingunni minni, var eins og ég hefði ekkert stoppað.  Jibbíkæjeiiii...

Lilja er komin á fullt í frjálsarnar, farin að æfa með ÍR og finnst svoooo gaman.  Hún tók þátt fyrir hönd fjölskyldunnar í Stórmót ÍR í gær og við gömlu hjónin fylgdust stolt með dömunni.

Það vantar ekki einbeitinguna í langstökkinu! 
Tilvonandi langhlaupari eða hvað? 
Teinrétt að taka á móti verðlaununum :) 
Flottir krakkar!

Gabríel var líka að keppa í körfunni um helgina á Flúðum og gekk vel hjá honum.  Já hver hefði trúað því hérna fyrir 20 árum að lífið mitt myndi snúast um íþróttir, íþróttir og aftur íþróttir...  :)  


Engin ummæli:

Skrifa ummæli