Á fyrstu sprettæfingunni eftir Gamlárshlaupið fann ég smá tak aftan í lærinu, sennilega verið of snemmt fyrir átök ofan í átök. Ég hætti í sprettunum og fann ekkert meira í bili. Á næstu sprettæfingu stífnaði ég upp í lokasprettinum og nú er ég búin að láta sprettina vera í viku eða svo og einbeitt mér að því að gera eitthvað annað skemmtilegt eins og að hjóla og synda. Prófaði aðeins að fara upp á keppnis pace í dag í ræktinni og eftir nokkrar mínútur fann ég fyrir lærinu og nú ætla ég að taka mér alla vega tveggja vikna pásu áður en ég prófa aftur. Ég get vel hlaupið, finn bara fyrir þessu þegar ég eyk hraðann og fer vel undir 4:30 pace og ég er staðráðinn í að klúðra ekki meiru en komið er. Að því sögðu verður dekurhlaup hjá mér í Powerade á morgun :)
Næstu 4-6 vikurnar ætla ég að fara á HD fitness námskeið, hjóla og synda með hlaupunum og nýta þennan tíma í að auka styrk og liðleika. Svo er það líka markmið hjá mér að ná almennilega tökum á snúningum í sundinu þannig að þeir verði jafn afslappaðir og þeir líta út fyrir að vera hjá 'alvöru' sundfólki. Nú er bara að liggja yfir YouTube og drekka í sig fróðleikinn. Aldrei að vita nema þetta tak í lærinu verði til þess að ég dembi mér út í þríþrautina aftur af fullum krafti og það er nú ekki leiðinlegt. Tek stöðuna aftur í lok mars og ákveð þá hvort það er sub 40 eða þríþrautin sem verður ofan á.
Jeiii, lærið hélt í Powerade og nú ætla ég að þakka fyrir mig með því að ná því 100% áður en ég keppi aftur!
SvaraEyða