16. jan. 2012

Powerade #4 - 2012

Þetta var nú skrýtnasta Powerade hlaup sem ég hef farið í.  Fór af stað með það í huga að ef ég fyndi til í lærinu á leiðinni þá myndi ég hætta.  Ég kom mér fyrir í aftasta hópnum og það var kannski full 'conservative'...   Var 6:08 með fyrsta km, aðeins hraðari næsta og sem betur fer fann ég ekkert fyrir og gat aðeins aukið hraðann þegar á leið.  Það skemmtilegasta við að byrja svona rólega og aftarlega er að maður er allt hlaupið að taka fram úr öðrum hlaupurum og það er svoooo gaman!   Eina markmið kvöldsins var að halda okkar sæti í Parakeppninni og við gerðum betur en það, fengum flest stig og bónus að vera í topp 10 þrátt fyrir lullið í byrjun.

Ég var frekar stíf daginn eftir hlaup en nú er ég búin að rúlla, nudda og hjóla heilmikið og staðan þannig að ég finn ekkert fyrir lengur.  Ég veit nú samt að ég þarf að gefa þessu ca. 3 vikur til að jafna sig alveg 100% áður en ég fer að spretta aftur en ég reikna með að fara að geta hlaupið aftur á morgun.  Fer til hans Rúnars sjúkraþjálfara og læt hann meta þetta með mér til að vera alveg viss.

2 ummæli:

  1. Nau, nau, nau - nú sýnist mér aldeilis vera tækifæri til að skella einu "run with your girlfriend" hlaupi inn í æfingaprómmið! Skilgreiningin á hlaupi í þessu tilviki er svona rétt um 3 kílómetrar, á 6:30 - 7:00 pace. Bara svo þú farir ekki að gera þér neinar væntingar.

    SvaraEyða
  2. Hljómar eins og lottó vinningur elsku vinkona. Ég hef lært það af reynslunni að það gerist alltaf eitthvað óvænt og sérstaklega gott þegar ég lendi í svona smotterís meislum :)

    SvaraEyða