17. jan. 2012

Í góðum málum

Fékk súper einkunn frá sjúkraþjálfaranum fyrir ofur-skynsemi og það hjálpaði kannski til að ég fór með nokkur Prins Polo til að mýkja hann...   En alla vega greiningin er smá tognun í ytra lagi lærvöðvans þarna rétt eftir Gamlárshlaupið.  Það tekur 3 vikur fyrir svona lagað að gróa sem þýðir að eftir 1 viku er ég orðin heil aftur og má fara að hlaupa hratt.  Ég má strax fara að skokka, allt gott í heiminum!  

Litla skottið okkar þroskast og dafnar eins og vera ber og síðustu vikur hefur hún lært að snúa sér á alla kanta og vill helst liggja á maganum og skoða heiminn þannig.  Hún fékk fyrsta grautinn sinn fyrir 3 dögum og í gær gúffaði hún í sig eins og pro, fyrir hann pabba sinn.  Stór stund fyrir okkur mæðgur, nú verður mamman ekki eins lífsnauðsynleg og áður (jeiii, buhuuuu... ).

Hérna er hægt að smella á link og skoða þegar Sonja fær sér snúning!

Veit ekki hvor er spenntari...

4 ummæli:

  1. Ok. "Run with your girlfriend" þarf semsagt að gerast innan viku. Sem þýðir að morgundagurinn er eini dagurinn sem til greina kemur af minni hálfu, nema þú komir austur á sunnudag ;-)Vesturbær eða Laugardalur eftir vinnu á morgun? Þ.e. mína vinnu?

    SvaraEyða
  2. Já heyrumst í dag, ég bjalla í þig í hádeginu!

    SvaraEyða
  3. Yndislegt vídeó af Sonju sætu. Svo dugleg og montin!

    SvaraEyða
  4. Takk Sóla, hún er einmitt í sokkabuxunum frá ykkur systrum :)

    SvaraEyða