1. jan. 2012

Gamlárshlaup og Gleðilegt ár!

Tölvunni var pakkað niður fyrir jól og ekki sett upp aftur fyrr rétt fyrir áramót, þ.a.l. gott blogg jólafrí.  Maður lærir sem maður lifir og ég get sagt það fullum fetum að þetta eru bestu jólin mín hingað til.  Það fór ótrúlega lítið fyrir hreingerningu, jólakortaskrifin voru minimalistísk og aðventan var nýtt að fullu í að hafa það kósý með sínum.  Við skreyttum, bökuðum, fórum á skíði og höfðum það notalegt.  Við hjónin fengum meira að segja að spóka okkur í miðbænum á Þorláksmessukvöld og Gabríel passaði litlu systur sínar!

Kláraði húfuna við gallann góða og Sonja sýnir sín mörgu andlit sem fyrirsæta!
 
Gabríel stóð sig líka vel í handavinnunni og færði mömmu sinni þennan forláta púða sem fékk heiðursstað í stofunni. 
Við fórum á jólaball, þarna glittir í Lilju og pabba hennar.
Svipmyndir frá aðfangadagskvöldi hjá okkur.

Þann 30. desember afrekaði ég það að vera í náttfötunum allan daginn, án þess að vera veik eða eitthvað svoleiðis.  Vaknaði bara þannig stemmd, 'Today I don't feel like doing anything, dahhhdahraddadahhh...'.
Náttfatamæðgur.

Gamlársdagur var líka hefðbundin hjá okkur.  Gamlárshlaupið er fastur liður hjá okkur hjónakornum og í ár gekk alveg sérstaklega vel hjá frúnni.  Ég náði fínum tíma, 41:22 og fór vel undir þau markmið sem ég hafði sett mér á þessu ári.  Ég var fjórða konan í heildina og náði með þessu hlaupi að smeygja mér inn á topp 10 í ársbesta í 10 km, vúhúúú...

Uppáhaldsmáltíð ársins fæ ég hjá henni Röggu mágkonu minni á Gamlárskvöld og ég tók vel á því...  Vorum komin heim fyrir tíu og svei mér þá, fundum tíma til að kíkja á fyrstu jólakortin okkar áður en Skaupið byrjaði, gott að maður lætur sér ekki leiðast!   Við vorum mjög lágstemmd í flugeldakaupum í ár, frúnni hreint og beint ofbauð verðið og vildi bara stjörnuljós í staðinn fyrir hefðbundnu áramótabombuna sína.  Díhhh tíu þúsund kall fyrir smá rakettu, ertu að djóka?   

Fjölskyldan mín <3

Nýja árinu var startað í takt við hlaupárið sem það er og bóndinn dró spúsu sína stóran hring í kringum bæinn, rúma 18 km, í yndislega fallegu veðri og fínustu færð.  Veit á gott.  Er komin 'up to date', yfir og út.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli