Mamma kom og passaði fyrir mig í morgun en hún kemur eftir sundleikfimina hjá sér og í dag var hún sú eina sem mætti. Ég notaði sprikltímann minn til að fara í sund í Laugardalslauginni og ég get svarið það, ég var ein í útilauginni. Eftir mína 1000 m fór ég í stóra steina pottinn og jábbs, ég var ein þar líka. Pínu skrítið að eiga þetta allt út af fyrir sig í brjáluðu óveðri...
Í dag var líka hefðbundin stelpudagur hjá okkur Lilju og jú, við fórum í sund eins og svo oft eftir leikskóla. Í þetta sinn fórum við í Ásvallalaugina til að flýja undan veðrinu og þar var fullt af fólki. Ég fór 20 ferðir með henni í rennibrautina sem er PB. Hún fór svo aðrar 13 sjálf! Pulsaði hana upp á heimleiðinni sem var eins gott því hún rétt náði að koma sér í náttfötin áður en hún datt út af :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli