16. des. 2011

Prjónahornið

Jæja þá er ég búin að afreka að prjóna fyrstu flíkina á hana Sonju mína.  Ég átti heilmikið prjónadót frá henni Lilju og svo er mamma náttúrulega bara eins og prjónamaskína á sterum :)


Er svo ánægð með þennan galla, hann er úr Færeyskri ull sem ég rékk í Rúmfatalagernum og nú er ég að gera húfu í stíl.


Sagði mömmu að mig langaði í hettupeysu á skottið, nokkrum dögum seinna var komin hettupeysa, vettlingar og sokkar í stíl.


Í mesta frostinu hef ég pakkað henni Sonju inní lopapeysu af sjálfri mér...  Það var náttúrulega ekki alveg nógu gott fyrir litlu prinsessuna.   Mamma hannaði lopapoka í einum grænum, prjónað í hálf patent, þvílík snilld! 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli