22. des. 2011

3000 m test #2

Já nú er gaman í hlaupalífinu, er á fljúgandi fart og nýt þess að góðar bætingar detta inn án þess að þurfa að hafa svo svakalega mikið fyrir því.  Alveg á hreinu að það er eitthvað til sem heitir vöðvaminni og ég er á fullu að rifja upp.  

Fyrir þremur vikum tókum við 3000 m test í Höllinni og þá hljóp ég á 11:33.  Hlaupið var mér frekar auðvelt og ég átti nóg inni til að spretta síðasta hringinn, þannig að ég vissi að ég ætti að geta betur.  Í gær var svo næsta 3000 m test og ég stefndi á að hlaupa á 3:45 pace eða á 11:15.  Í þetta sinn var hlaupið passlega krefjandi og ég hljóp það mjög jafnt.  Endaði á 11:17 og var þá að bæta mig um 16 sek frá því síðast (fyrir ekki hlaupara þá er það bara feit bæting í svona stuttri vegalengd :).  Ég er orðin svaka spennt fyrir Gamlárshlaupið, vona að það verði góð færð og maður fái tækifæri til að sjá hvað í manni býr.  

Fyrir utan að hafa verið dugleg að æfa þá upplifði ég það í fyrsta sinn á ævinni að léttast án þess að hafa virkilega fyrir því og það hjálpar líka í hlaupunum.  6. október var ég 66 kíló en í dag er ég 63 (búin að vera það í tvær vikur annars er það ekki að marka!).  Eina 'drastíska' breytingin sem ég gerði á þessum tíma var að skipta út Special K yfir í gamla góða hafragrautinn minn á morgnana eins og ég tala um hérna.  Ætli maður sé loksins að fatta þetta með matinn alla leið?


1 ummæli:

  1. Vá, þú ert svo mögnuð Eva, ég bara ekki til orð!! Frábært!!

    SvaraEyða