... er eins og maður fái sent til sín nákvæmlega það sem maður þarf á að halda á þeirri stundu. Rakst á færslu á FB hjá henni Karen Axelsdóttur þar sem hún mælir með tilteknu Podcasti. Ég ákvað að tékka á því og er þvílíkt húkkt. Ég benti bóndanum á þetta líka og nú keppumst við við að komast út að hlaupa til að geta hlustað á næsta þátt. Mæli eindregið með þessum gaur, Bevan James Eyles - Fitness Behavior. Ég byrjaði á að hlusta á nýjasta þáttinn (nr. 15) og var ekki lengi að ná mér í alla seríuna svo ég gæti byrjað á byrjuninni. Nú er ég búin að hlusta á þrjá þætti og mér finnst eins og þeir hafi allir verið búnir til sérstaklega fyrir mig (og Þórólf :). Frábær hugarleikfimi með skokkinu.
Lilja var veik á þriðjudag og miðvikudag. Þá er málið að finna nóg að gera til að allir missi sig ekki úr leiðindum. Lilja er nefnilega ótrúlega hress þegar hún er veik. Við náðum okkur í tvo diska á bókasafninu, perluðum og lituðum, bökuðum og lékum. Allt á fyrri deginum sko... Datt svo í hug að sennilega væri hún orðin nógu stór til að sauma út einfaldar myndir, fór í leiðangur og fann akkúrat passlega einfalda mynd og jú, mín sat og saumaði eins og engill og mamman fékk smá frið á meðan, dæs... Hún er svo spennt að fá að læra að prjóna en ég er búin að lofa að kenna henni þegar hún verður fimm ára.
Fór í leikskólann aftur í dag, fullfrísk og glöð. Ekki frá því að mamman hafi verið jafn glöð, gat látið sig leka niður í ból eftir hádegið og fengið sér blund meðan Sonja svaf, mmmmm dásamlegt. Ekkert sem gleður ungbarnamömmur meira en góður blundur.
Smá sýnishorn af aumingja litla sjúklingnum, hehemm...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli