4. nóv. 2011

Þriggja mánaða kríli

Við fórum með hana Sonju okkar í þriggja mánaða skoðun í morgun og það er óhætt að segja að stelpuskottið dafni vel.  Skemmtilegt að bera saman ungana okkar á þessum aldri:

Gabríel:      Lengd 61 cm    - þyngd 7790 gr - höfuðmál 42 cm
Lilja:           Lengd 61,5 cm - þyngd 5440 gr - höfuðmál 40,1 cm
Sonja:        Lengd 62 cm -    þyngd 5800 gr - höfuðmál 40 cm

Gabríel var sem sagt stystur og þyngstur, með stærsta hausinn.  Lilja var svona mitt á milli löng, léttust og með miðlungs höfuðmál.  Sonja er lengst, milliþung og með nettasta kollinn.


Sonja fékk tvær sprautur í dag, var þvílíkt að brosa út að eyrum til læknisins þegar hann stakk hana og ég held hún hafi bara ekki áttað sig á þessu öllu saman.  Svo kom sprauta númer tvö og þá lét mín aðeins í sér heyra, hrikalega sár yfir meðförunum.  Pissaði svo á lærið á mömmu sinni til að undirstrika óánægju sína.

Hjúkkan okkar í ungbarnaeftirlitinu er mjög áhugasöm um holdafar og matarræði móðurinnar.  Horfir djúpt í augun á mér í hvert einasta skipti sem við komum og spyr: 'Ertu að borða nóg?'.  Þegar ég segi já, heldur betur, þá snýr hún sér að Þórólfi og horfir djúpt í augun á honum og spyr: 'Er hún að borða nóg?'.   Já eins og hestur!!!

Ég er pínu forvitin að vita hvernig hún höndlar konur sem eru vel feitar eftir meðgönguna.  Ætli hún komi eins fram við þær?  'Ertu ekki að borða allt of mikið?' og snúa sér svo að karlinum... 'Er hún að gúffa í sig alla dag og nætur?'.  Einhvern veginn efast ég um það.  Ég myndi svo sem alveg skilja þennan áhuga eða þessa umhyggju, ef annað hvort ég eða Sonja værum vannærðar.  En ég er enn með nokkur aukakíló sem ég held fast í þangað til brjóstagjöfinni lýkur og Sonja er yfir meðallagi, bæði í lengd og þyngd.  Svo held ég að það sé erfitt að finna værara barn hér á jörðu.

En þessi framkoma kemur mér svo sem ekkert á óvart hjá annarri feitustu þjóð Vesturlanda, truflar mig ekkert enda alveg örugglega af góðum hug  :)

2 ummæli:

  1. Já, þetta hefur örugglega verið sagt með umhyggju að leiðarljósi.
    Sá mynd sem var tekin af þér um helgina (verðlaunaafhending) og ég segi nú bara vá! Þú lítur mjög vel út, svo hraustleg og flott :)
    Bestu kveðjur úr Borgarnesi, Sigga Júlla.

    SvaraEyða
  2. Takk, takk :) Er ekki allt gott að frétta af þér og þínum í Borgarnesi?

    SvaraEyða