Það er alveg merkilegt hvað maður á í miklu ástar/haturs sambandi við Powerade hlaupin. Um miðjan dag var þvílíkt rok og rigning, ennþá smá þreyta í fótunum eftir keppnina á sunnudaginn, Sonja vaknaði nokkrum sinnum um nóttina o.s.frv. Í bílnum á leiðinni í hlaupið var ég farin að geispa á Sæbrautinni sem er óvenjusnemma, venjulega byrja ég ekki að geispa fyrr en í Ártúnsbrekkunni...
Svo vorum við komin á staðinn, aðeins tímanlegri en síðast og gátum meira segja tekið smá upphitunarhring. Nú var búið að rætast úr veðrinu, þurrt og mikið búið að lægja. Svo magnast spennan, hópurinn ormast niður að startlínu, er rekinn til baka 10 metra á réttan stað og svo 3,2,1...
Ég fór rólega af stað og fann mér mann til að elta sem var í góðum takti sem passaði mér. Við vorum samferða yfir brúna og upp fyrstu brekkuna og vorum strax farin að pikka upp hlaupara sem blöstuðu af stað. Ég legg áherslu á að nýta mér brekkurnar niður, sérstaklega núna þegar ég er ekki eins sterk í brekkunum upp :), næ góðu rúlli og pikka upp heilmikið af hlaupurum. Allt sem sagt eins og það á að vera... þangað til...
Það hefur nú komið fyrir að maður hafi brosað út í annað yfir kjánaskapnum í nýliðum sem ekki kunna að reima skóna sína almennilega fyrir keppni. Ég gat því ekki annað en skammast mín pínu þegar ég fann reimarnar losna á öðrum skónum mínum og rúmlega 5 km eftir af hlaupinu, rækatlans... Flaps, flaps, flaps í hverju skrefi og ég sem var á þessu fína rúlli. Ákvað að stoppa ekki til að reima heldur sjá til hvort ég gæti ekki bara leitt þetta framhjá mér. Reyndi að passa uppá að halda stíl en ekki lyfta hnjánum hærra til að forðast reimarnar og sannfærði sjálfa mig um að þetta væri góð hugaræfing, ekki láta neitt fara í taugarnar á sér og skemma fyrir. Svo tók þetta líka athyglina frá því að vera þreytt!
Flaps, flaps, flaps og tíminn 43:10 sem er rúmlega tveggja mínútna bæting síðan síðast og fyrsta skipti undir 45 eftir Sonju. Til samanburðar við Lilju mína þá tók það mig hálft ár að fara aftur undir 45 og það var ekki í Powerade hlaupi þannig að þetta veit á gott.
Vó :) kannski einbeiting að einhverju, bara einhverju skili einhverju? Eða að hafa fætt þrjú börn? :)
SvaraEyðaThí,hí,já! Ég þurfti að lesa þetta fimm sinnum til að skilja en það er klárlega brjóstaþokan með með fylgjandi athyglisbrest sem veldur :)
SvaraEyða