2. nóv. 2011

Hjólað á Bora Bora

Stórvinur minn hann Oddur er að fara að takast á við IronMan keppnina í Florida um helgina og hann var svo sætur að lána mér trainerinn sinn á meðan.  Ég græjaði racerinn minn í gærkvöldi og í morgun var fyrsti hjólreiðatúrinn.  Kom mér vel fyrir í stofunni fyrir framan sjónvarpið og horfði á Batchelorette á Bora Bora og hjólaði í klukkutíma.  Hér er Ali í djúpum samræðum við 'ekki' tilvonandi...  Stefni á að horfa á eitthvað menningarlegra í framtíðinni en ég sé fyrir mér daglega hjólatúra þangað til ég þarf að skila græjunni.  Jeiiii gaman.


Annars er búið að vera hrikalega mikið skemmtilegt að gera, ég hef hreint og beint ekki haft tíma til að blogga þó mig hafi stundum dauðlangað til þess.  Ég er ekki að kvarta, síður en svo.  Til að tæpa á stóru þá fór ég í brunch hjá henni Sally, sem ég er að vinna með en við erum 4 stelpur úr vinnunni sem áttum ungana okkar á þremur mánuðum og við hittumst reglulega. 


Ég fór líka í vigtunar brunch með henni Bibbu minni og að venju leystum við nokkrar lífsgátur.  Við hjónin vorum með brunch fyrir hlaupahópinn okkar og þeirra fólk.  Þórólfur útbjó dýrindis fiskisúpu og ég gerði hráköku og kasjúhneturjóma, svo komu allir með eitthvað gott í púkkið.  Svo var hóað í fjölskyldubrunch til að klára afgangana :)   Vá hvað ég er búin að borða mikið síðustu 10 daga!!!



Til að vega upp á móti öllum þessum brunchum þá hef ég farið á fullt af frábærum hlaupaæfingum, í bíóferð með Lilju minni, tvær bæjarferðir með Sonju minni í vagninum og aðstoðað Gabríel minn í hjólaviðgerðum.  Ég er búin að kaupa Bumbo stól á Barnalandi og líka selja göngugrind og vöggu.

Sonja fór að hlægja, það var gaman og Lilja söng inná vídeó til að senda í Stundina okkar. 


Gabríel átti að fara í keppnisferð í körfu til Egilsstaða, Íslandsmeistaramót, nema hvað þjálfarinn svaf yfir sig og mætti ekki út á flugvöll og allir strákarnir voru sendir öfugir heim.  Það var leiðinlegt.  Hann var þá bara heilmikið heima í staðinn og var duglegur að leika við litlu systur sína.



Svo eru bara alltaf jólin hjá okkur núna á Dyngjuveginum, hér detta inn skemmtilegir pakkar frá útlöndum vinstri, hægri, eins og t.d. nornahattar, hauskúpur, handhitapokar, þurrkaði strútar og antilópur.  Það er sko gaman.



Sem sagt milljón gaman og eitt leiðinlegt, það er nokkuð gott :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli