Ég er búin að minnast á podcast sem ég féll alveg fyrir en það fjallar um það hvernig maður getur tileinkað sér hegðun sem leiðir til vaxtar. Ég þekki flestar aðferðirnar sem talað er um og í rauninni er þetta eins og einhver hafi tekið saman og sett í frambærilegan búning mína reynslu síðustu 14 árin. Fyrsti þátturinn fjallar um að brjóta verkefnið niður, hvert sem það er, í smærri einingar til að ná árangri. Ég fór að rifja upp hvernig mín leið var, frá því að vera virkilega vansæl, 30 - 40 kílóum of þung, reykja 2 pakka á dag, stunda enga hreyfingu, vera í starfi sem mér líkaði ekki og vægast sagt í slæmum félagsskap. Hvernig komst ég hingað?
Allra fyrsta skrefið var að þegar ég áttaði mig á að ég átti von á honum Gabríel mínum þá drap ég í sígarettunni. Í framhaldinu, nokkrum vikum seinna, hætti ég að drekka gos en ég tengdi það svo mikið við reykingarnar að það var ekki svo erfitt fyrst ég var hætt að reykja.
Þegar Gabríel var hálfs árs og ég byrjaði að vinna aftur sem flugfreyja þá fann ég út að það gengi aldrei að vera svona mikið í burtu frá honum, í starfi sem mér líkaði ekki einu sinni. Ég fór á ráðningarskrifstofu og fékk starf í hugbúnaðarhúsi. Á sama hátt var það verkefni tekið í smáum skrefum, frá því að kunna ekki að kveikja á tölvunni, hafa aldrei séð Windows stýrikerfi og þurfa að spyrja hvernig ég gerði '@' merkið... Þá tókst mér eitt skref í einu, á nokkrum árum, að verða sérfræðingur á mínu sviði og eftirsóknarverður starfsmaður í mínum geira.
Ári síðar tók ég næsta markvissa skref í átt að betri heilsu en það var sú ákvörðun að stunda reglulega hreyfingu. Ég hafði ekki tækifæri til að stunda líkamsrækt í stöð en eftir vandlega umhugsun ákvað ég að fjárfesta í Orbitrack (stigvél) sem ég plantaði í stofunni heima. Ég hafði lofað sjálfri mér að nota tækið alla vega 4 sinnum í viku á morgnana áður en Gabríel vaknaði, alla vega hálftíma í senn, til að réttlæta fjárútlátin en þetta var stór pakki fyrir mig þá. Og það gerði ég. Ég veit eiginlega ekki um neinn annan sem hefur keypt svona tæki heim til sín og notað það, en þarna hafði ég öðlast hluta af þeim sjálfsaga sem ég hef ræktað með mér í dag og nægilega mikinn til að standa við það.
Eftir tvö ár á Orbitrackinu fór ég í fyrsta sinn út að hlaupa (komin með kall og barnapössun :). 1-2 km fyrstu vikurnar, svo 3 km og svo alltaf aðeins lengra í einu. Ég hlustaði á þá sem höfðu reynsluna og gerði eins og mér var sagt. Á þessum tíma var ég löngu hætt að reyna að finna út úr öllu sjálf, það hafði ekki reynst mér vel fyrstu 30 árin... Smám saman, hægt og örugglega þjálfaði ég mig upp í að hlaupa maraþon og ultra maraþon.
Einu og hálfu ári eftir að ég byrjaði að hlaupa tók ég matarræðið til endurskoðunar og notaði næstu árin til að finna út hvað hentaði mér að borða og hverju ég kaus að sleppa. Varðandi þyngdina þá setti ég mér markmið í skrefum, 5 kg í senn en fyrir mig var það passlega krefjandi, ekki of stórt en samt virkilega þess virði. Þegar ég var komin niður fyrir 70 kg þá minnkaði ég skrefin í 2 kg í senn. Þegar kom að því að ég hljóp upp Esjuna án þess að blása úr nös, kom heim og leit í spegil og hugsaði með mér, núna er ég nákvæmlega eins þung og mig langar til að vera. Það er mögnuð tilfinning að upplifa fyrir fyrrverandi fitubollu. Ég hef verið með kristaltær markmið varðandi þyngd síðustu 8 árin og ég hef verið tággrönn í 8 ár.
Fyrir 5 árum tók ég ákvörðun um að læra að synda skriðsund. Það er eitt það mest krefjandi verkefni sem ég tekist á við síðustu árin. Sem betur fer þá var ég komin á þann stað að ég var fullviss um að með því að taka smá skref í einu þá myndi mér að lokum takast að verða góð í skriðsundi. Jeiii ég get andað, jeiii ég kemst 200 m, jeiii nú get ég slakað á í vatninu, jeiii ég get synt aðeins hraðar og já, nú get ég synt eins langt og mig lystir.
Fyrir 5 árum tók ég ákvörðun um að læra að synda skriðsund. Það er eitt það mest krefjandi verkefni sem ég tekist á við síðustu árin. Sem betur fer þá var ég komin á þann stað að ég var fullviss um að með því að taka smá skref í einu þá myndi mér að lokum takast að verða góð í skriðsundi. Jeiii ég get andað, jeiii ég kemst 200 m, jeiii nú get ég slakað á í vatninu, jeiii ég get synt aðeins hraðar og já, nú get ég synt eins langt og mig lystir.
Eftir að hafa náð ákveðnum árangri sjálf þá upplifði ég mikla löngun til að aðstoða aðra við að ná tökum á sínum málum. Ég var full af eldmóði, ég var búin að fatta þetta og gat ekki beðið eftir að sjá árangur annarra. Pjúff, það er það erfiðasta í heimi að reyna að láta aðra ná árangri. Það er nefnilega þannig að það eru bara ca. 10 % af fólki sem er tilbúið að sætta sig við þann veruleika að til þess að ná árangri þarf tíma og ástundun og fyrir keppnismanneskjuna mig, þá þýddi það bara að ég var alltaf að tapa og ég varð leið. 90 prósentin kjósa nefnilega frekar skyndilausn eftir skyndilausn, sem endar bara með áralöngum vonbrigðum og engum varanlegum árangri.
En nú er ég búin að finna gaur sem er með eldmóðinn og alveg á sömu línu og ég. Eina sem ég þarf að gera er að setja link á dúddann :)
Eitt spor í einu og meðan maður hættir ekki er alveg á tæru að myndin klárast á endanum.
Elska þig!
SvaraEyðaOg nei - ég þekki heldur engan annan sem á Orbitrek og notar það, me included... ;-)
Spegla það :)
SvaraEyðaÞað er svo hollt að lesa það sem þú skrifar Eva, svo mikil hvatning :) Ég sit hér í sófanum með skyrdrykk á kantinum nýkomin af æfingu í sæluvímu ;)
SvaraEyðaTakk og gaman að heyra Sigga Júlla. Var að komast að því að systir þín er tengdadóttir hennar Dagbjartar 'minnar'! (Átti ég að vita það...?)
SvaraEyðaTakk fyrir þetta Eva kemur að góðum notum.
SvaraEyða