6. okt. 2011

Sextíu og sex komma núll!

Í dag var vigtun hjá okkur Bibbu, fyrsta vigtun eftir að ég átti Sonju.  Hoppaði hæð mína af kæti þegar ég sá töluna en þetta er einmitt sú tala sem var mitt markmið þegar við stofnuðum vigtunarklúbbinn okkar fyrir 8 árum síðan.  Þetta er líka nákvæmlega sama þyngd og ég var í þegar ég varð ólétt af henni Sonju minni.  Ég hef reyndar síðustu árin verið aðeins léttari, 64 kg svona venjulega og ég fer lægst niður í 62 kg en það er fullkomin keppnisþyngd fyrir mig en þá er ég ansi fitulítil.  

Eins og venjulega leystum við nokkrar lífsgátur á skokkinu og skemmtum okkur konunglega í heita pottinum, reyndar töluvert á kostnað annarra viðstaddra (lesist í et.) og við skömmumst okkar...  :)   Frábært að hanga með gömlu Hálftímafélögunum sem eru ennþá á sínum stað 10 árum síðar (...byrjaði minn hlaupaferil í Hálftíma hópnum).

Breyttum út af vananum í dag og slepptum kaffinu í laugunum, maður stingur ekki svo lengi af frá litla krílinu, en í staðinn bauð ég Bibbu heim í hafragraut, kaffi latte og ljúffengt brauð sem bóndi minn bakaði.

Í dag hélt ég svo fyrsta fyrirlestur haustsins, en hann var í tilefni heilsuviku hjá Árvakri.  Virkilega gaman og ég segi það enn og aftur, ég fæ alla vega jafn mikið út úr svona stund eins og áheyrendur.  

Sérstaklega skemmtilegur dagur sem sagt :)  

Engin ummæli:

Skrifa ummæli