10. okt. 2011

10 ár í dag

Í dag eru 10 ár frá því við Þórólfur kysstumst fyrst!  Það var í óvissuferð með vinnunni, þvílíkt gaman hjá okkur og eftir humarveislu á Fjöruborðinu var teningunum kastað.  Þórólfur tók sér frí í dag og við ætlum að gera okkur glaðan dag, fá okkur eitthvað gott að borða í hádeginu og dúlla okkur eitthvað í góða veðrinu í tilefni dagsins.

Náði skemmtilegum áfanga í gær en þá tók ég þátt í Geðhlaupinu, 10 km.  Kalt og smá vindur og nokkuð krefjandi braut en ég lagði upp með að halda 4:30 pace sem gerir 45 mínútur.  Ég var mjög vel klædd, í ullarbol og vindstopper, ég hef nefnilega lent tvisvar í því eftir að ég átti Sonju að verða kalt á kroppnum og þá stíflast mjólkurbúið með tilheyrandi óþægindum...   

En alla vega, hlaupið gekk alveg eins og lagt var upp með og það sem var enn skemmtilegra er að ég náði forystu strax í upphafi.  Samkvæmt Garmin var ég 45:02 með 10 km en brautin var 156 m of löng (aftur skv. Garmin) og lokatíminn hjá mér var 45:34, nákvæmlega uppá sek á 4:30 pace.   Niðurstaðan 1. sæti og bæting um 1 - 1 1/2 mínútu frá Reykjanesmaraþoni.  Fékk flottan blómvönd, usb lykil og geisladisk að launum, gaman, gaman. 






1 ummæli:

  1. Æðislegt, til hamingju með hlaupið og 10. okt. Kv. úr Borgarnesi, Sigga Júlla.

    SvaraEyða