15. sep. 2011

Opið bréf til Símans

V/verkbeðni 5009935


Sonur minn erfði síma eftir ömmu sína en það kom í ljós að hann var læstur fyrir símakort Símans.  Ég hafði samband við þjónustuver Símans í byrjun síðustu viku og þeir bentu mér á að fara með símann í Hátækni og láta opna hann þar, þar sem þetta var Nokia sími.  

Í Hátækni var ég send aftur í Símann þar sem þeir taka ekki við símum nema það sé  beiðni frá Símanum fyrir opnuninni.  Ég hringdi aftur í þjónustuverið (er með sex vikna gamalt barn með mér) og þeir könnuðust ekkert  við að þetta beiðna fyrirkomulag og sögðu mér að fara í Vatnagarða þar sem verkstæði Hátækni er.  

Í Vatnagörðum var ég send öfug til baka í Símann með þeim skilaboðum að það væri alveg með eindæmum hvað starfsmenn Símans væru fáfróðir, það væri að sjálfsögðu nauðsynlegt fyrir þá að fá beiðni frá Símanum þar sem Síminn þarf að greiða fyrir opnunina v/lagasetningar um læsta síma.  

Hringdi aftur í þjónustuverið og jú þar var einhver sem rámaði í að það væri best að fara með símtækið í Símann í Ármúla og skilja hann þar eftir.  Ég fer (með barnið) í Ármúlann og bíð þar í ca. hálftíma eftir afgreiðslu og skil símann eftir, er sagt að ég fái sms þegar hann er tilbúin og það taki allt að 10 daga.  

Gott og vel.  Í morgun fékk ég sms um að síminn sé tilbúin og ég fer enn eina ferðina í Símann í Ármúla.  Ég fæ miða kl. 14:37 og fæ loksins afgreiðslu 15:09...  Þegar afgreiðlsukonan finnur loksins símann og beiðnina þá fer hún að flissa og úbbs... það er ekki hægt að aflæsa þessum síma!   Og hvað geri ég þá, skv. lögum (að mér skilst hjá ykkar starfsfólki) má ekki læsa símum á símafyrirtæki, hvað er nú til ráða.  'Ekki neitt, þetta er bara svona og hafðu góðan dag...'

Mér finnst þessi óþjónusta alveg fyrir neðan allar hellur og að enginn af ykkar starfsmönnum í þessu ferli og ég var alla vega í samskiptum við 5 þeirra hafi getað sparað mér þennan tíma og fyrirhöfn fyrir ekki neitt.  Nú er ég sem sagt komin heim úr enn einni fýluferðinni, búin að drösla krílinu mínu með mér og var að tilkynna syni mínum að síminn sem hann fékk eftir ömmu sína heitna sé ónothæfur, versgú.

N.b. það versta er að við færðum viðskipti okkar frá Vodafone yfir til Símans í síðasta mánuði (sem tók heldur betur á og kostaði nokkrar ferðir í Símann til að fá pung til að redda málum sem fóru úrskeiðis í flutningnum), ekki frá því að það sé smá svekkelsi í gangi...  En ég ætla samt að eiga góðan dag, vúhúúú áfram Síminn eða þannig.  

Kv. Eva Einarsdóttir   

5 ummæli:

  1. Mikið hefðu starfsmenn símans gott af því að læra að bjóða upp á þjónustu, og kynna sér það hvað og hvernig á að taka á þeim málum sem koma inn til þeirra. En alla vega, ég hef lent í nokkrum rimmum við þeirra starfsmenn og ég hef heitið því að ég mun ekki nokkurn tíman eiga viðskipti við þetta fyrirtæki ótilneidd, við (ég og mín fjölskylda) höfum tekið allt sem hægt er úr þeirra þjónustu, og ég borga frekar hærra gjald hjá hinum fyrirtækjunum heldur en að eiga samskipti við símann nokkurn tímann aftur. En Eva þú ert frábær að geta brosað eftir svona óþjónustu.... komaso... ;o) kv. Erna

    SvaraEyða
  2. Sæl
    Vektu athygli fjölmiðla á þessari þjónustu og þá breytist viðmótið og þjónustulundin á svipstundu. Sú var raunin hjá mér á sínum tíma, gagnvart Símanum. Margrét kynningarfulltrúi(?) gekk í mitt mál og leysti það.
    BK
    Gísli

    SvaraEyða
  3. Takk fyrir endurgjöfina. Var í þessu að senda söguna á Margréti. Framhald í næstu viku?

    SvaraEyða
  4. vodafone, tal og siminn suckar, www.hringdu.is er málið í dag.

    SvaraEyða