Icelandair hlaupið er það hlaup sem ég hef oftast sprungið í og algjörlega gert í buxurnar síðustu tvo km. Tvö ár í röð, í toppformi, hljóp ég á nákvæmlega sama tímanum, nákvæmlega jafn sprunginn en ég átti skv. öllu að hlaupa á undir 30 en endaði á 30:52. Í fyrra var ég loksins búin að læra að maður þarf að fara af stað eins og í 10 km hlaupi en ekki 5 km hlaupi og þá hljóp ég þetta alveg rosalega vel og endaði á tímanum 28:55, pb.
Í ár var takmarkið að hlaupa á 4:30 pace sem gefur 45 mínútur í 10 km. Í síðustu tveimur 10 km hlaupum hef ég farið heldur hratt of stað og verið of þreytt síðustu 3 km þannig að þetta var æfing í að halda jöfnu pace-i. Hlaupið gekk eins og í sögu, ég byrjaði hóflega, hélt góðum dampi og gat bætt í á millikafla og átti afgang í endasprett. Endaði á 31:00 sem er 4:21 pace og framar björtustu vonum.
Og lexían, ég er bara 8 sek hægari í þessu hlaupi sem hlaupið var af skynsemi en í hlaupunum tveimur sem ég var klárlega í betra formi en fór allt of hratt af stað. Nú er bara að sjá hvort mér takist að halda 4:30 í næsta 10 km hlaupi og komast undir múr númer 2 eða 45 mínúturnar. Samkvæmt hlaupareiknum ætti ég að geta hlaupið 10 km á 44:30 við sambærilegar aðstæður. Spennandi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli