Ástæðan fyrir því að ég skrifa mest um góða og jákvæða hluti er ekki sú að það gerist aldrei neitt glatað og erfitt hjá mér, heldur hef ég ákveðið að fókusera bara á það góða og jákvæða, vera fljót að gleyma hinu. En bara svo það sé á hreinu að það er ekkert öðruvísi hjá mér en öðrum...
Glataður dagur í gær!!!
Eftir markvissar aðgerðir (píndi mig til að fara í sund þó mig langaði mest að skríða upp í rúm og breiða upp fyrir haus), þá kom ég endurnærð heim um kvöldmatarleytið og átti sérstaklega ánægjulegt kvöld með mínum. Pjúff, gott að fá nýjan dag og meira að segja nýjan mánuð í dag. Nýjasta kraftaverkið okkar mánaðargömul í dag, lífið er ljúft.
Já, það er svo leiðinlegt að segja frá einhverju leiðinlegu því ekki nennir maður að vera gangandi væluskjóða og draga alla niður í kring um sig. Ég styð þig heilshugar í að einblína á það sem er jákvætt - það er svo gaman!
SvaraEyðaKv. úr Borgarnesi :)