Fyrir einu og hálfu ári síðan eða svo var mér boðið að koma til Eyja til að halda fyrirlestur í tengslum við heilsuviku hjá þeim Eyjamönnum. Fyrirlesturinn var vel sóttur og eftir að dagskránni var lokið í íþróttahúsinu hljóp ég hring með hlaupahópnum. Ég var alveg heilluð af umhverfinu og stakk upp á því við hlaupafélagana að halda keppnishlaup í Eyjum. Þau voru nú ekki alveg að kaupa að það myndi ganga en ég sagði eins og satt var að hlauparar nýta hvert tækifæri til að sameina ferðalög og hlaupakeppnir. ...Brautin væri nú ekki til þess að bæta tímana... Þá er bara að gera út á náttúrufegurðina og erfið braut getur trekkt að, hlauparar fara heimshornanna á milli til að taka þátt í erfiðum fjallahlaupum. Hmmmm... Ja alla vega ef þið látið verða af því að halda hlaup þá mun ég mæta!
Það var svo í sumar sem ég sá auglýsingu um fyrsta Vestmannaeyjahlaupið og ég hoppaði næstum upp úr sætinu af gleði. Fékk reyndar pínu í magann (fyrir utan óléttubumbuna) því ég var ekki alveg viss um að ég gæti staðið við stóru orðin og mætt í hlaupið mánuði eftir áætlaðan fæðingardag. Ég var þess vegna sérstaklega glöð hvað það gekk vel að komast aftur af stað að hlaupa og eftir RM og Reykanesmaraþonið var það ákveðið, við skyldum til Eyja!
Við fórum snemma á föstudeginum og tókum Baldur frá Landeyjum. Skipuleggjendur hlaupsins voru búnir að redda okkur lítilli íbúð til leigu og þegar kom í ljós að Gabríel gat ekki farið með okkur þá redduðu þau barnapíu fyrir okkur líka, þvílík þjónusta. Við fengum súper veður og ferðin gekk eins og í sögu með stelpurnar. Hlaupið var í einu orði sagt frábært. Allt var tipp topp hjá þeim Eyjamönnum, brautarverðir, drykkjarstöðvar, hlaupaleiðir, verðlaunaafhending, stemmningin og öll umgjörð. Brautin er alveg rosalega krefjandi en ég myndi segja að u.þ.b. 8,5 km væru upp í móti, 0,5 km á jafnsléttu og svo ca. 1 km niður á við (mér leið alla vega þannig :). Þátttakan í hlaupinu fór fram úr björtustu vonum, alls tóku 250 manns þátt í þeim þremur vegalengdum sem voru í boði.
Ég hljóp frekar hratt af stað og kom mér fyrir á eftir annarri konu og pjakkaði upp hverja brekkuna á fætur annarri. Eftir ca. 5 km fór ég aðeins að dragast aftur úr en skömmu síðar kom Gunnlaugur skokkandi fram úr mér og ég náði að negla mig á hælana á honum næstu km. Hann seig svo fram úr mér síðustu 2 km en ég sleppti honum ekki úr augsýn og náði þar með að halda mínu sæti, 3. kona í mark. Þórólfur rokkaði feitt og vann hlaupið, hann er í þvílíku formi drengurinn.
Ég hljóp frekar hratt af stað og kom mér fyrir á eftir annarri konu og pjakkaði upp hverja brekkuna á fætur annarri. Eftir ca. 5 km fór ég aðeins að dragast aftur úr en skömmu síðar kom Gunnlaugur skokkandi fram úr mér og ég náði að negla mig á hælana á honum næstu km. Hann seig svo fram úr mér síðustu 2 km en ég sleppti honum ekki úr augsýn og náði þar með að halda mínu sæti, 3. kona í mark. Þórólfur rokkaði feitt og vann hlaupið, hann er í þvílíku formi drengurinn.
Nutum þess að vera túristar í Eyjum og á heimleiðinni stoppuðum við hjá Seljalandsfossi og röltum með stelpurnar undir fossinn. Önnur frábær helgi hjá okkur sem maður festir á harða diskinn.
Magnað alveg :) Að kynnast landinu sínu á þennan hátt er frábært.
SvaraEyðaKv. úr Borgarnesi
Þú ert algjör nagli kona, hleypur og hleypur eins og þú hafir ekkert verið að eiga barn nýlega. Þú ert klárlega fyrirmynd mín!!
SvaraEyðaTakk stelpur fyrir kveðjurnar. Þegar maður gerir sitt besta þá er það alltaf feikinóg og maður verður ánægður með lífið í samræmi við það :)
SvaraEyða